Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 56
föstudagur 21. september 200756 Helgarblað DV TónlisT „Þetta eru svona vinahljómsveita- tónleikar,“ segir tónlistarmaður- inn Örlygur Þór Örlygsson sem spil- ar á tónleikum á Nasa í kvöld ásamt hljómsveitunum Jeff Who? og Dikta. „Við þekkjumst allir vel og skipuleggj- um þetta sjálfir þannig að stressið er ennþá meira fyrir vikið,“ segir Örlygur um tónleikana en húsið verður opn- að klukkan 23.00 og kostar litlar 500 krónur inn. „Ég byrja tónleikana en þar sem ég er sólólistamaður og ekki með neina hljómsveit á mínum snærum sér Dikta um að spila lögin mín,“ seg- ir Örlygur sem er betur þekktur sem Ölvis. „Þetta byrjar í geðveiki og end- ar í gúmmelaði,“ segir Ölvis um fram- vindu tónleikanna. „Þar sem mín tón- list er hálfgerð sýra og svo kemur Dikta sem spilar sýrupopp og að lokum Jeff Who? sem spilar rokkað popp.“ Ölvis hefur gert tónlist frá 13 ára aldri en hann er 29 ára í dag. „Ég hef gefið út þrjár plötur hjá ensku plötu- fyrirtæki sem heitir Resonant,“ segir Ölvis en hann hefur vakið þó nokkra athygli með tónlist sinni í Bretlandi. Hljómsveitin Jeff Who? vinnur nú hörðum höndum að sinni annarri plötu. Sú fyrsta, sem bar nafnið Death Before Disco, sló rækilega í gegn og skaut strákunum fram á sjónarsvið- ið. Fyrsta lagið af nýju plötunni heit- ir She´s Got The Touch og hefur gert það gott á útvarpsstöðvum landsins í sumar. Sveitin mun að öllum líkind- um taka meira nýtt efni á tónleikun- um. asgeir@dv.is Undir áhrifum Dr. Dres richard Huges, trommuleikari bresku svietarinnar Keane, segir á heimasíðu sveitarinnar að þriðja plata hennar gæti allt eins verið undir áhrifum frá rapptónlistarmógúlnum dr.dre. „Við ætlum að reyna eitthvað nýtt á næstu plötu. Ég hef til dæmis hlustað mikið á dr. dre. platan hans 2001 er sennilega það mest spilaða á ipodinum mínum.“ Huges segir að ólíklegt sé að tökur á plötunni hefjist fyrir jól en sennilega stuttu eftir áramót. Tónlistarakademía DV segir Hlustaðu á þessa! m-Ward – post War the Whitest boy alive – dreams Iron & Wine – the shepherd‘s dog In our Nature – José gonzalez devendra banhart – smokey rolls down thunder Canyon Skarst illa á hendi söngvarinn Kelly Jones, forsprakki hljómsveitarinnar stereophonics, skarst illa á hendi eftir að hann lenti í átökum við öryggisverði á skemmti- staðnum amika. Þangað héldu Jones og félagar í eftirpartí eftir að hafa spilað á Vodafone Live-tónlistarverð- laununum. Jones var hent út af staðnum eftir að hafa farið inn á kvennaklósett. Í átökunum skar hann sig á brotnu glasi svo að blóð spýttist úr hendi hans. Hringja þurfti á sjúkrabíl og var gert að sárum Jones fyrir utan staðinn. Kvikmynd veitti innblástur rappmógúllinn Jay-Z mun gefa út nýja plötu 6. nóvember næstkomandi þrátt fyrir að hafa tvisvar sinnum lýst því yfir að vera sestur í helgan stein. Ástæðan er sú að eftir að Jay-Z sá myndina american gangster með denzil Washington fann hann fyrir svo miklum innblæstri að hann sá sig tilneyddan að semja tónlist. myndin fjallar um eiturlyfjakónginn frank Lucas sem var uppi á sjöunda áratugnum en rappararnir t.I., Common og rZa leika meðal annars í myndinni. Hljómsveitirnar Jeff Who? og Dikta halda tónleika á Nasa í kvöld ásamt tónlistarmanninum Ölvis. Ungi og efnilegi rapptónlistarmaðurinn Davíð Tómas Tómasson eða Dabbi T gefur út sína fyrstu plötu í dag sem heitir Óheflað málfar. Dabbi segist leggja sitt af mörkum til að blása lífi í íslenska rapptónlist á ný og hvetur aðra rappara til að gera slíkt hið sama. „Platan kemur vonandi í verslanir í dag,“ seg- ir 18 ára rapparinn Davíð Tómas Tómasson, bet- ur þekktur sem Dabbi T. „Ég átti að fá plötuna á þriðjudaginn en hún fór í fjölföldun í Danmörku,“ segir þessi ungi rappari úr Vesturbænum. „Dan- irnir brutu glermasterinn og því hefur hún tafist.“ Þetta er fyrsta plata Dabba T og hefur hún verið lofuð af þeim sem til þekkja í rappbransanum. Óheflað málfar „Ég er búinn að vinna að þessari plötu síðasta árið,“ segir Dabbi en platan ber titilinn Óheflað málfar. „Þetta er 16 laga plata og ég er mjög sátt- ur við útkomuna,“ en Dabbi segir plötuna aðallega vera tjáningaform. „Allir tjá sig á mismunandi hátt og þetta er mín leið.“ Aðspurður segir Dabbi að áhrifavaldarnir séu margir, „Ætli ég sé samt ekki helst svolítið Eminem-skotinn.“ Dabbi fær hjálp frá fjórum mismunandi takta- smiðum eða pródúserum á plötunni sem koma víða að úr heiminum. „Það er strákur sem heitir Jóhann Dagur sem gerði flesta taktana á plötunni. Annar íslenskur strákur sem kallar sig Neðan- jörður á einnig takta á henni,“ en hinir tveir takta- smiðirnir eru Svíi og Bandaríkjamaður sem Dabbi kynntist á vefnum myspace.com. Afsprengi Rottweilerbylgjunnar „Ég byrjaði í þessu á fullu þegar Rottweiler- sprengjan var,“ segir Dabbi aðspurður hvernig áhugi hans á rapptónlist kviknaði og vitnar þá í miklar vinsældir hljómsveitarinnar XXX Rottweil- erhunda fyrir nokkrum árum. Dabbi segir rapp- tónlistarsenuna vera að dofna og að grípa verði til aðgerða eigi hún að ná fyrri hæðum. „Það eru allt of margir að gera eitthvað í sínu horni en gefa ekki neitt út. Það þurfa að koma út fleiri plötur,“ og telur Dabbi það helstu leiðina til að lífga upp á senuna á ný. „Það eru allt of margir bara með tónlistina í tölvunni,“ en þar fær almenningur ekki að heyra hana bendir Dabbi réttilega á. „Ég er að leggja mitt af mörkum með þessari plötu og ég hvet fleiri til að gera það sama.“ Skóli eftir áramót Dabbi hefur einbeitt sér að tónlistinni undan- farið en ætlar í skóla eftir áramót. „Ég ætla í FÁ að klára stúdentsprófið og sjá svo hvert það leið- ir mig,“ en Dabbi ætlar einnig að halda tónleika á næstunni. „Útgáfutónleikarnir voru á Gauknum á miðvikudaginn því þá átti platan að koma út en svo verð ég einnig með tónleika 4. október í Hinu húsinu,“ segir Dabbi að lokum en platan hans Óheflað málfar er fáanleg í Skífunni, 12 tónum og smekkleysu. asgeir@dv.is „Byrjar í geðveiki, endar í gúmmelaði“ ÖlviS spILar Á Nasa Í KVöLd Ásamt Jeff WHo? og dIKta. „OF MARGIR MEÐ TÓNLISTINA Í TÖLVUNNI“ Óheflað málfar Kemur í verslanir í dag. Davíð Tómas Tómasson ungur og efnilegur rappari á uppleið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.