Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Lygarinn hafði þegar fengiðnokkra umfjöllun áður enhún kom út, fyrst ogfremst vegna þess að hún er önnur tveggja spennusagna sem koma út þessi jólin og fjalla um ská- keinvígið 1972. Slíkt kallar, eðli málsins samkvæmt, á einhvers kon- ar samanburð á milli bókanna tveggja, en ólíkt því sem gerist í hinni bókinni er sögusvið Lygarans annars vegar það árið og hins vegar í nútímanum. Greinilegt er að Óttar hefur kynnt sér vel umgjörð einvígs- ins, hversu mikla þýðingu það hafði fyrir íslenskt þjóðlíf og áhrif þess langt út fyrir landsteinana. Áhuga- vert er að velta fyrir sér hvaða þýð- ingu slíkur viðburður hefði í dag og hvernig staðið yrði að honum. En nóg um það. Hér er sagt frá bókmenntafræðingnum, háskóla- kennaranum, rithöfundinum og að- gerðasinnanum Veru Ragnars- dóttur. Hún tilheyrir hópi sem starfar í samráði við WikiLeaks að því að opinbera skjöl sem varða hrunið. Eftir að brotist er inn í að- setur hópsins fer í gang atburðarás sem leiðir Veru aftur á bak í tíma, til ársins 1972. Tæplega 40 ára óleyst mál tengjast hruninu og starfsemi hópsins. Fjölskyldusaga Veru leikur stórt hlutverk og við lausn ráðgát- unnar endurskoðar Vera líf sitt og tekur afdrifaríkar ákvarðanir. Fyrir það fyrsta er Lygarinn á margan hátt afar skemmtileg spennusaga. Margt er ófyrir- sjáanlegt, annað ekki og stundum hefði að skaðlausu mátt vinna aðeins betur úr hugmyndunum. Persónu- sköpun er trúverðug og flest sam- skipti sögupersónanna sömuleiðis, sérstaklega eru samskipti Veru og Ingólfs, hins óviðfelldna eiginmanns hennar, sérlega vel skrifuð. Að segja frá ofbeldissambandi er vand- meðfarið, en Óttari tekst það með prýði. Hann ber virðingu fyrir við- fangsefninu og dettur ekki í þann pytt að koma með einfaldar skýr- ingar eða eintómar ógeðslýsingar, heldur sýnir fram á hvað slík sam- bönd geta verið flókin og að heimilis- ofbeldi getur tekið á sig margar myndir. Stórskemmtilegt er að lesa lýs- ingar Óttars á framkomu og hegðun ólíkindatólsins Fischers, hvort sem þær eru nú sannar eða orðum aukn- ar. „Handsmíðuðu taflborðin 19 sem hann neitaði að tefla á (reitirnir voru of stórir) og leðurstólana 10 sem hann neitaði að tefla í (Sovétmenn settu víst hlerunartæki í þá). Lýs- ingin á sviðinu fór líka fyrir brjóstið á honum.“ (97) Styrkur bókarinnar liggur fyrst og fremst í hraðri, spennandi og skemmtilegri atburðarás. Hún er nokkuð flókin á köflum, en Óttar byggir hana þannig upp að lesandinn stendur sig aldrei að því að vita ekki hvað er að gerast. Til að geta haldið svona mörgum þráðum í einu þarf rithöfundur að búa yfir mikilli leikni og það er gaman að sjá þetta takast svona vel. Gáturnar í bókinni eru skemmtilegt uppbrot og Óttari tekst vel að halda þræðinum í þeim. Á köflum hefði mátt huga betur að stíl og orðalagi, en kannski hefði einn yf- irlestur í viðbót náð að bæta úr því? Lygarinn bbbnn Eftir Óttar M. Norðfjörð. Sögur útgáfa 2011. 302 síður. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Ómar Gátur Persónusköpun í nýrri skáldsögu Óttars Norðfjörðs, Lygaranum, er trúverðug og flest samskipti sögupersónanna sömuleiðis. Afar skemmtileg spennusaga Strangir fletir nefnist samsýning Sigurðar Þóris og Sigurðar Örlygs- sonar sem opnuð er í sýningarsölum Norræna hússins í dag kl. 16. „Ég byrjaði að mála geometrískar mynd- ir fyrir fjörutíu árum. Síðan fór ég að mála fígúratífar myndir en er núna aftur farinn að mála geometr- ískar myndir,“ segir Sigurður Ör- lygsson og bendir á að Sigurður Þór- is hafi verið í svipuðum pælingum. „Hann fór að mála geometríska bak- grunna fyrir fígúrurnar sínar og smám saman komu bakgrunnarnir framar í myndunum og tóku svo yf- ir,“ segir Sigurður. Sem fyrr eru myndir þeirra mál- aðar með klassískri aðferð, þ.e. um er að ræða olíuliti á striga. Að sögn Sigurðar felst skemmtilega mikið frjálsræði í strangflatarlistinni. „Þetta eru mjög sterkir litir og að miklu leyti óblandaðir. Áður fyrr byrjaði ég alltaf myndir á því að hugsa um formin, en núna hugsa ég fyrst um litinn,“ segir Sigurður, en litirnir kallast á við list frá sjötta áratugnum. Spurður um tilurð sam- sýningarinnar segir Sigurður þá nafna vera gamla félaga úr Mynd- listar- og handíðaskólanum á sínum tíma en alltaf hafa haldið tengsl- unum. „Við ræddum það síðan fyrst fyrir um ári að það gæti verið gaman að sýna saman,“ segir Sigurður. Sýningin stendur til 9. janúar. Hún er opin alla daga nema mánu- daga milli kl. 12-17. Formin víkja fyrir litum Litagleði Sigurður Örlygsson og Sigurður Þórir sýna saman. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Inn í ítalska stofu er yfirskrift tón- leika kammerhópsins Nordic Affect sem fram fara annað kvöld kl. 20 í Þjóðmenningarhúsinu. Þar munu Halla Steinunn Stefánsdóttir bar- okkfiðluleikari og Guðrún Ósk- arsdóttir semballeikari flytja verk eftir ítölsku barokktónskáldin Co- relli, Uccellini, Bertali, Händel, Vi- tali og Scarlatti. Jafnframt mun Halla Steinunn fjalla um akadem- íuhefð Ítalíu á barokktímanum. „Með því að tala milli verka viljum við brjóta upp tónleikaformið og skoða í hvaða samhengi tónlist var flutt á öldum áður,“ segir Halla Steinunn og bendir á að stutt sé síð- an tónleikahald eins og við þekkjum það í dag hafi fest sig í sessi. „Á bar- okktímanum töluðu áheyrendur jafnvel meðan tónlistin var leikin, enda var þá litið á tónlistarfólk sem þjóna og tónlistin því hugsuð meira sem bakgrunnstónlist.“ Spurð um akademíuhefð Ítala bendir Halla Steinunn á að akademí- an eigi rætur sínar að rekja til forn- grísku heimspekinganna. „Akademí- an var endurvakin á 15.-16. öld á Ítalíu og náði í framhaldinu mikilli útbreiðslu í Evrópu allri. Þarna hitt- ist fólk og ræddi allt frá heimspeki- legum málefnum yfir í nýjustu strauma og stefnur bókmenntanna.“ Gefa út disk með verkum Abels „Sumar akademíurnar voru ein- göngu helgaðar tónlistarumræðum og tónlistarflutningi,“ segir Halla Steinunn en tónskáld tónleikanna á morgun tóku öll þátt í akademíum. Snemma á næsta ári er von á geisladiski með flutningi Nordic Af- fect á verkum eftir 18. aldar þýska tónskáldið Carl Friedrich Abel, en það er hollenska útgáfufyritækið Brilliant Classics gefur plötuna út. „Þetta er eitt virtasta útgáfufyr- irtækið þegar kemur að tónlist fyrri alda og okkur er það þess vegna mikill heiður og ánægja að þeir vilji gefa okkur út,“ segir Halla Steinunn og bendir á undirbúningur útgáf- unnar hafi kallað á mikla rannsókn- arvinnu. „Við þurftum að grafa upp nóturnar á British Library og útbúa útgáfu sem við síðan spiluðum eftir,“ segir Halla Steinunn, en Georg Magnússon sá um hljóðritunina með styrk frá Kraumi. Spurð hver Abel hafi verið segir hún hann hafa verið einn síðasta gömbusnilling barokktímans og at- hyglisvert tónskáld. „Hann fluttist til London og setti þar á laggirnar mjög fræga tónleikaröð ásamt Jo- hann Christian Bach, syni J.S. Bach undir yfirskriftinni Bach og Abel. Þessi tónleikaröð var ein fyrsta op- inbera tónleikaröð bæjarins og gekk svo vel að það var reistur sérstakur tónleikasalur fyrir hana,“ segir Halla Steinunn og tekur fram að sem tónskáld hafi Abel mótast af samtíma sínum. „Hann er að skrifa á miklum gerjunartímum í tónlistar- sögunni, þ.e. þegar barokkið er að víkja fyrir klassíkinni. Maður heyrir þannig létt galantáhrif í verkum hans. Raunar má segja að helsta kennimerki hans séu undursamlega fallegir hægir kaflar, sem hann var snillingur í að skrifa.“ Morgunblaðið/Ómar Hljóðfæraleikarar Guðrún Óskarsdóttir og Halla Steinunn Stefánsdóttir. Vilja brjóta upp tónleikaformið  Nordic Affect leikur ítalskt barokk í Þjóðmenningarhúsinu á morgun kl. 20 www.harpa.is Fæst í miðasölu á jarðhæð Hörpu, í síma 528 5050 eða á midasala@harpa.is Gefðu gjafakort sem gildir á alla viðburði í Hörpu. Gefðu tóninn um jólin ÍS L E N S K A /S IA .I S /H A R 57 19 2 11 /1 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.