Morgunblaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2011 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Bandaríkjamaðurinn Willard John- son, sem leikið hefur með ÍR und- anfarinn mánuð í Iceland Express- deildinni í körfuknattleik, meiddist alvarlega á æfingu liðsins nú í vik- unni. Meiðslin eru þess eðlis að hann getur ekki stundað körfubolta um nokkurt skeið. Hann varð fyrir því óláni að detta og við fallið varð litli fingur undir og úr varð opið beinbrot. Ákveðið var að rifta samningi við leikmanninn vegna þessa. Óhætt er að segja að tíðar uppákomur varðandi meiðsli innan ÍR-liðsins hafi sett strik í reikninginn. Sveinbjörn Cla- essen er frá út tímabilið og James Bartolotta nef- brotnaði ansi illa eftir samstuð í leik gegn Grindavík. Í stað Johnsons er væntanlegur til landsins bakvörðurinn Robert Jarvis. Hann þekkir nokkuð vel til ÍR því að hann lék með liðinu síð- ustu sex leikina tímabilið 2009- 2010. Robert lék í Ungverjalandi síðastliðið tímabil, í þeirru sterku deild við góðan orðstír og veitir Gunnari Sverrissyni þjálfara ekki af liðstyrk í ljósi þess sem á undan er gengið. Netmiðillinn Sport.is greindi frá þessu. sport@mbl.is Breytingar hjá ÍR-ingum í körfuboltanum Gunnar Sverrisson Griðungar úr Mosfellsbænum urðu um helgina Íslandsmeistarar í and- spyrnu – eða áströlskum fótbolta. Griðungarnir lögðu Gammana í loka- leik Forsetadeildarinnar og var um hreinan útslitaleik að ræða um Ís- landsmeistaratitilinn, en liðin höfðu unnið einn leik hvort í úrlsitarimm- unni. Griðungar unnu fyrsta leik lið- anna en Gammarnir svöruðu fyrir sig með sigri í næsta leik. Leikurinn, sem fram fór á HK- vellinum í Fagralundi á laugardag- inn, var gríðarlega jafn og mjög hart barist, enda mikið í húfi. Gammarnir voru betri í fyrri hálfleiknum og voru sex stigum yfir í leikhléi. Þeim tókst ekki að verja það for- skot og Griðung- arnir náðu að sigra með fimm- tán stiga mun, 80:65. Guðjón Á. Gústafsson átti flottan leik í liði Griðunga og gerði hann 20 stig fyrir liðið og var maður leiksins. Hjá Gömmunum var Jón Hjartar sterk- ur en hann gerði einnig 20 stig. Mosfellingar meistarar Griðungur fagnar. ÍslendingaliðiðLevanger frá Noregi féll úr leik í 32 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik um helgina. Lev- anger, sem leikur undir stjórn Ágústs Jóhannssonar landsliðsþjálf- ara, tapaði samtals með 19 mörkum fyrir úkraínska liðinu Jolidon Cluj í tveimur leikjum, 59:40, en báðir leik- irnir voru í Úkraínu. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði 5 mörk í leikj- unum og Nína Björk Arnfinnsdóttir eitt.    Einar R. Eiðsson gerði tíu mörkfyrir Fram þegar liðið lagði B- lið Vals í 16-liða úrslitum Eimskips- bikars karla í handknattleik, en Fram sigraði 40:24. Alls skoruðu 10 leik- menn Fram í leiknum. Fannar Þor- björnsson skoraði 9 fyrir Val.    Knattspyrnukappinn HeiðarHelguson var á meðal áhorf- enda á formúlu 1-kappakstrinum í Abu Dhabi um helgina í boði eiganda QPR, Tonys Fernandes, sem er einn- ig eigandi Lotus-liðsins. Heiðar, sem hefur verið á skotskónum fyrir QPR að undanförnu, var á kappakstrinum ásamt liðsfélögum sínum Shaun Wright-Phillips og Jay Bothroyd, og stjóranum Neil Warnock, samkvæmt frétt Press Associaton. Fólk sport@mbl.is SKYLMINGAR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta var mjög góð helgi. Ég ætlaði mér að vinna minn flokk, en svo bætti ég hinu bara við,“ sagði Hilmar Örn Jónsson léttur í bragði en hann varð um helgina Íslandsmeistari í þremur flokkum á Ís- landsmeistaramótinu í skylmingum sem fram fór í Baldurshaga í Laugardalnum. Hilmar Örn verður 17 ára í næsta mánuði og keppti því í flokki 17 ára og yngri en einnig í flokki 20 ára og yngri og í opn- um flokki – og vann þá alla. Þetta var í fyrsta sinn sem hann vinnur opna flokkinn og ætla má að hann sé yngstur til að ná þeim áfanga frá upphafi. Það var þó ekki auðvelt. „Í riðlakeppninni keppir maður í 5-6 bardögum og svo tekur við útsláttarkeppni þar sem maður þarf að vinna fjóra í viðbót. Það getur því allt gerst í þessu,“ sagði Hilmar sem sá til þess að Íslands- meistarabikarinn í karlaflokki yrði áfram í Hafn- arfirði. Bikarinn áfram í eigu FH-inga „Ragnar Ingi Sigurðsson þjálfari hefur unnið opna flokkinn síðustu 10-12 árin eða svo en núna keppti hann ekki. Það hefði verið gaman að keppa við hann en hann hefur sagt að hann muni ekki hætta fyrr en það sé víst að við getum tekið við af honum, svo að bikarinn verði áfram hjá FH,“ sagði Hilmar sem hefur æft skylmingar í þónokkurn tíma og þykir afar efnilegur. Hann vakti til að mynda snemma athygli Nicolays Mateev landsliðsþjálfara sem sjálfur hefur keppt á Ólympíuleikum. „Ég byrjaði í þessu 2004. Þegar ég var lítill var ég alltaf úti í garði að skylmast og svo vildi ég bara prófa að æfa þetta. Það gekk svona vel þannig að það kom ekkert til greina að hætta. Ég vann Ís- landsmótið í byrjendaflokki og þá sagði Nicolay við pabba minn að „þessi strákur gæti unnið allt sem hann vildi.“ Ég fékk reyndar ekkert að vita það fyrr en núna um daginn,“ sagði Hilmar Örn kíminn. Hann hefur orðið Norðurlandameistari í sínum flokki þrjú síðustu ár og hefur sett stefnuna á að komast á Ólympíuleika. Hann hefur tekið þátt í stórum alþjóðlegum mótum á borð við Evrópu- meistaramót unglinga í Grikklandi og heimsmeist- aramót unglinga sem fram fór á dögunum í Jórd- aníu þar sem hann náði ágætis árangri. Hilmar fer til Póllands um næstu helgi á heimsbikarmót. Ár- angur á þeim mótum veitir keppendum stig á heimslista en í U18-flokki segist Hilmar Örn vera í 37. sæti. „Ég stefni á Ólympíuleika og vil auðvitað bara ná eins langt og ég get í þessari íþrótt. Það er kannski ekki hægt að komast á ÓL í London en þá alla vega í Brasilíu 2016.“ Í kvennaflokki vann Guðrún Jóhannsdóttir úr SFR sigur: „Ég vann mótið 2009 en hef líklega unn- ið þetta fimm eða sex sinnum samtals. Ég er búin að vera lengi í þessu og keppt hér heima og í alþjóð- legum mótum frá því um aldamótin. Þetta mót hef- ur verið að styrkjast síðustu ár en það var ekki mjög fjölmennt í ár. Það er hins vegar sterkur kjarni hérna og svo er ungt og afar efnilegt fólk að koma upp,“ sgði Guðrún sem er 36 ára og vann sér helmingi yngri andstæðing, Gunnhildi Garðars- dóttur, í úrslitum. „Gunnhildur er gríðarlega efnileg og sýndi góða takta í gær, bæði með því að komast í úrslitaleikinn og svo með frammistöðu sinni þar. Ég byrjaði samt mjög vel þar og fannst aldrei spurning hvernig færi þó að auðvitað hafi þetta ekki verið auðvelt,“ sagði Guðrún. Morgunblaðið/Kristinn Einvígi Gunnhildur Garðarsdóttir og Guðrún Jóhannsdóttir eigast hér við í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn sem Guðrún vann. „Getur unnið allt“  Sautján ára skylmingamaður, Hilmar Örn, Íslandsmeistari í þremur flokkum  Var alltaf úti í garði að skylmast  Guðrún vann helmingi yngri andstæðing Meistarar » Guðrún Jóhannsdóttir úr Skylmingafélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í opnum flokki kvenna og Gunnhildur Garðarsdóttir, SFR, í flokki 18-20 ára. Vigdís Hafliðadóttir varð meistari í flokki 15-17 ára og Urður Eg- ilsdóttir í flokki 13-14 ára en þær keppa einnig fyrir SFR. » Í karlaflokki varð Hilmar Örn Jónsson úr FH meistari í þremur flokkum; U18, U20 og opnum flokki, og Vincenxo Atli Ciullo úr SFR meistari í flokki 13-14 ára. Meistarar Gunnhildur, Hilmar og Guðrún unnu. Fjórir leikir voru í Lengjubikar karla í körfuknattleik um helgina. Þór frá Þorlákshöfn lagði ÍR í Seljaskólanum, Grindavík vann KFÍ, Stjarnan hafði betur á móti Tindastóli og Njarðvík vann Val. ÍR var yfir í leihléi, 45:40, en Þórsarar léku betur í síðari hálfleik og unnu hann 54:41 og lokatölur urðu því 86:94 fyrir Þór. Þar var Govens með 20 stig en hjá ÍR var Bartolotta með 23 stig. Í Garðabænum vann Stjarnan lið Tindastóls 102:80, en Stólarnir voru 42:41 yfir í leikhléi. Starnan gerði út um leikinn í síðasta leik- hluta en hann endaði 36:16. Justin Shouse var með 28 stig fyrir Garðbæinga en hjá Tindastóli gerði Svavar Birgisson 19 stig. Grindvíkingar áttu ekki í miklum erfiðleikum þegar þeir tóku á móti KFÍ og unnu 103:87. Ísfirðingar veittu þó verðuga mótspyrnu í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 52:47. Stigahæstir hjá Grindvík- ingum voru Sigurður Þorsteinsson og Watson en þeir gerðu 19 stig hvor um sig. Hjá KFÍ var Schoen með 23 stig. Í Njarðvík fór Holmes á kostum og gerði 45 stig þegar liðið lagði Val 96:87. Staðan í leikhléi var 44:48 fyrir Val. Stigahæstur hjá Hlíðarendaliðinu var Johnson með 28 stig. skuli@mbl.is Holmes með 45 stig í Njarðvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.