Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2. F E B R Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  27. tölublað  100. árgangur  HVALEYRIN Í HÓPI 100 BESTU VALLA Í EVRÓPU ELDRI BORG- ARAR OG SPARNAÐUR INGVAR EINN AF FRAM- LEIÐENDUM LETTN- ESKRAR MYNDAR VIÐSKIPTABLAÐ OG FINNUR.IS TÁKNRÆNT SAMSTARF 36VIÐURKENNING ÍÞRÓTTIR Eftir metróður í fyrradag þar sem 24 tonn fengust í 3½ trossu voru net Bárðar SH 81 enn bunkuð út af Ólafsvík í gær. Eftir að hafa dregið eina trossu skutust Pétur Pétursson skipstjóri og hans menn í land og lönduðu tólf tonnum. Stefnan var síðan tekin út aftur til að draga tvær trossur í viðbót. Á myndinni er áhöfnin á Bárði um borð í bátnum í hádeginu í gær, frá vinstri Ingi Pálsson, Ágúst Svavarsson, Pétur Pétursson og Pétur skipstjóri Pétursson. „Síðustu 2-3 ár hefur verið mikið og vaxandi fiskirí hérna á Breiðafirðinum og ég held að þessi vetur ætli að toppa það,“ segir Pétur. „Ég er búinn að gera þenn- an bát út síðan 2001 og man ekki eftir öðru eins og hef- ur það þó oft verið gott.“ Spurður um afla annarra sagðist Pétur halda að allir fiskuðu vel. „Það hefur bara verið svo mikið að gera hjá mér að það hefur ekki verið tími fyrir talstöðv- arspjall.“ » 6 Ljósmynd/Björn Arnaldsson „Man ekki eftir öðru eins og hefur það þó oft verið gott“  Reykjavík- urborg hækkaði fasteignaskatt á hesthúsum í þétt- býli nú um ára- mótin. Skatt- urinn áttfaldast, fer úr 0,225 í 1,65%. Hesthús eru nú flokkuð með iðn- aðarhúsnæði í stað íbúðar- og frí- stundahúsa. Borgin telur skylt að færa hesthús milli flokka eftir að yfirfasteignamatsnefnd túlkaði lög- in þannig í ágreiningsmáli á Sel- fossi. Fasteignaskattur hesthúsa hækkar um tugi eða hundruð þús- unda við þetta. Telja hestamenn að hækkunin geti leitt til þess að margir geti ekki staðið undir kostn- aði og hætti í hestamennsku. »14 Fasteignaskattur á hesthúsum átt- faldast á milli ára Á útreiðum í Víðidal.  Líklegt er að lítill hafís verði við Ísland á árinu, að sögn Páls Bergþórs- sonar, fyrrver- andi veður- stofustjóra. Hann segir að mikið samhengi sé að jafnaði milli hita á Jan Mayen að hausti og ísmynd- unar árið eftir. Að þessu sinni hafi haustið við Jan Mayen verið með þeim allra hlýjustu og þess vegna séu horfur á mjög litlum ís en helst við norðanverða Vestfirði. „Það er mikið samhengi milli hit- ans þarna norður frá og hafíssins, það hefur sýnt sig,“ segir Páll. „Ég hef athugað þróunina frá því um 1921, þá byrjuðu veðurathuganir á Jan Mayen.“ »14 Páll spáir litlum hafís á þessu ári Páll Bergþórsson Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta er vissulega komið að sárs- aukamörkum,“ segir Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra um hátt eldsneytisverð í dag en það hafi hins vegar ekki komið til tals að rík- ið lækki álögur á eldsneyti. Skoða þurfi málið í stóru samhengi og líta einnig til þróunar gjaldmiðla og eldsneytisverðs á heimsmarkaði. Vill hún að efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis taki málið upp og skoði alla þætti þess, eins og álagn- inguna og gjaldtöku ríkisins. Eldsneytisverð hefur stórhækkað frá áramótum og sé litið áratug aft- ur í tímann hefur verð á bensíni hækkað um 165%, á sama tíma og vísitala neysluverðs hefur hækkað um 75% og mjólkurverð um 52%. Umferð dróst saman um rúm 5% á síðasta ári og tekjur ríkisins af olíu- gjaldi og vörugjöldum á bensíni voru allt að 5% undir áætlunum á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs. Að sögn Hermanns Guðmunds- sonar, forstjóra N1, hefur sala á eldsneyti til almennings dregist saman um 20% frá því fyrir hrun og um 60-70% til verktakaiðnaðarins. Álagning N1 hafi á þeim tíma hald- ist svipuð. Minni hlutur ríksins Samkvæmt upplýsingum frá FÍB hafa skattar og gjöld ríkisins á bensíni hækkað um 55% frá janúar 2009, í krónum talið af hverjum lítra, og um 43% af dísilolíunni. Gagnrýnir FÍB einnig olíufélögin fyrir að hafa aukið álagningu sína núna í janúar umfram meðaltal síð- asta árs. Fjármálaráðherra bendir á að hlutur ríkisins af útsöluverði bens- íns hafi lækkað á undanförnum ár- um og verið langt frá því að fylgja eftir verðþróun á heimsmarkaði. Nú sé hlutur ríkisins um 50%, hafi verið 58% árið 2007 og enn hærri á árum áður. Ekki megi heldur gleyma óhagstæðri gengisþróun. Þá bendir Oddný á að með nýjum lögum um flutningsjöfnun sé verið að koma til móts við eldsneytiskostnað fyrir- tækja á landsbyggðinni. M300 króna múrinn »16 Komið að sársaukamörkum  Fjármálaráðherra segir engin áform um að lækka álögur ríkisins á eldsneyti  Vill að þingnefnd taki málið upp 165% hækkun á 95 okt. bensíni frá árs- byrjun 2002 eða á tíu árum 75% hækkun á vísitölu neysluverðs á sama tíma 52% hækkun á mjólkinni sl. tíu ár ‹ BENSÍNIÐ ROKIÐ UPP › » –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG „Hvað þarf margar undirskriftir til að þið hættið við þetta? Þið hlustið ekki, haldið bara áfram og haldið áfram,“ kallaði einn fundarmanna á fundi skóla- og frístundaráðs borg- arinnar með foreldrum og íbúum í Hamrahverfi í Grafarvogi í gær en mikillar óánægju hefur gætt í hverf- inu með fyrirhugaða sameiningu unglingadeildarinnar í Hamraskóla við unglingadeildina í Foldaskóla næsta haust. Fundurinn var þétt setinn og kom m.a. fram mikil óánægja með hversu lítið samráð hefði verið haft við for- eldra í ferlinu. Þá höfðu margir áhyggjur af því hver yrðu afdrif sér- deildar fyrir einhverfa og sagðist einn fundarmanna óttast að ungling- arnir úr Hamraskóla yrðu alltaf gestir í Foldaskóla. Nemendur við skólann létu einnig í sér heyra og minntu fulltrúa borg- arinnar á að þeir fengju kosninga- rétt innan fárra ára. »4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Hiti Oddný Sturludóttir mætti á fundinn og hlustaði á reiða foreldra. Foreldrar reiðir og óánægðir  Fundað um samein- ingu unglingadeilda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.