Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 3. F E B R Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  36. tölublað  100. árgangur  FJÖLSKYLDAN KOM AF STAÐ TEBYLTINGU LAUGARBALL Á VETRAR- HÁTÍÐ HELDUR FYRIRLESTRA Í SKÓLUM MIKIÐ FJÖR 27 ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON 26TEFÉLAGIÐ 10 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúar Húnaþings vestra njóta þess með ýmsum hætti að Landsbankinn hefur fellt niður lán sem sveitarfé- lagið tók vegna kaupa á stofnfé í sparisjóði sínum fyrir hrun. Pening- ar eru nú veittir til þarfra verkefna. Húnaþing vestra keypti stofnfé í Sparisjóði Húnaþings og Stranda fyrir 166 milljónir á árinu 2007, áður en hann sameinaðist Sparisjóðnum í Keflavík. Stofnféð varð verðlaust. Á fundi sveitarstjórnar fyrir skömmu kom fram að niðurfelling lánsins hef- ur minnkað tjón sveitarfélagsins um 38 milljónir kr. Var búið að greiða hluta af þeirri fjárhæð þannig að sveitarfélagið fær 15 milljónir end- urgreiddar. Að tillögu oddvita samþykkti sveitarstjórn í framhaldinu sam- hljóða að ráðstafa endurgreiðslunni til ýmissa samfélagsverkefna í ár. Þannig fær grunnskólinn 2 milljónir til að kaupa húsgögn í kennslustofur og leikskólinn sömu fjárhæð til að breyta aðgengi og auka öryggi barna. Íþróttamiðstöðin fær peninga til að kaupa hlaupabretti og tónlist- arskólinn hljóðfæri. Meðal annarra verkefna má nefna að ráð ungmenna fær að ráðstafa hálfri milljón og pen- ingar verða settir í viðhald og endur- nýjun heiðagirðinga. Dreifa peningum í samfélaginu  Húnaþing vestra notar peninga sem Landsbankinn endurgreiðir  Börnin fá hljóðfæri og ný húsgögn í kennslustofur  Hlaupabretti kemur í íþróttamiðstöðina Seiðandi salsasýning fór fram í Ráðhúsi Reykja- víkur í gær, en sýningin var hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík sem fór fram um helgina. Það var sýningarhópur og kennarateymi frá SalsaIce- land sem dönsuðu frjálst salsa og rueda de cas- ino, fjöldadans. Ráðhúsið var troðfullt af fólki meðan á danssýningunni stóð. Vetrarhátíð hófst í Reykjavík á fimmtudaginn og lauk í gærkvöldi, Safnanótt var meðal viðburða á hátíðinni. Morgunblaðið/Ómar Sælleg og seiðandi danspör á salsasýningu „Ég persónulega kæri mig ekki um að drengurinn minn standi í strætó á milli byggðarlaga og borgi svo fullt fargjald fyrir,“ segir Halldór Guð- mundsson, leigubifreiðarstjóri, en 12 ára sonur hans var fyrir helgi látinn standa um borð í lítilli 19 manna strætóbifreið á leiðinni frá Vík til Selfoss. Halldór hefur áhyggjur af þeirri stefnu Strætó að gera ráð fyr- ir standandi farþegum um borð í bif- reiðum sem ferðast á þjóðveginum á Suðurlandi. „Ég ætla ekki einu sinni að hugsa þá hugsun til enda ef þessi stóri bíll, með 95 farþega, fer út af veginum,“ segir Halldór áhyggju- fullur. Umferðarstofa hefur einnig lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessara vinnubragða af hálfu Strætó og hvetur forsvarsmenn Strætó til þess að koma í veg fyrir að farþegar standi um borð í bifreiðum fyrirtæk- isins sem ekið er á þjóðveginum. Að sögn Einars Kristjánssonar, sviðsstjóra hjá skipulags- og þróun- arsviði Strætó, hefur farþegum á þessum leiðum einungis verið heim- ilt að standa í stærri bifreiðum, þ.e. strætisvögnum sem taka fimmtíu til sjötíu farþega. Um 1000 manns ferðast með Strætó frá Selfossi til Reykjavíkur í hverri viku. »6 Staðið í strætó Strætó Strætisvagn frá Selfossi við stoppistöð í Mjódd í Reykjavík.  Hafa áhyggjur af standandi farþegum Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Það gæti reynst flóknara en virðist í fyrstu fyrir sveitarfélagið Norður- þing að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum, með láni frá Huang Nubo, til að endurleigja honum. Greint var frá því í síðustu viku, að sá möguleiki væri nú kominn upp. Í sveitarstjórnarlögum nr. 138/ 2011 sem tóku gildi nú um áramót er í 7. gr. kveðið á um skyldu sveitarfé- laga til að annast lögbundin verkefni og að [innaríkis]ráðuneytið muni ár- lega gefa út leiðbeinandi yfirlit yfir lögmælt verkefni þeirra. Greinin er nýmæli og slíkt rit hefur ekki verið gefið út ennþá. Norðurþing þarf því að hafa í huga hvernig kaup á jörð, sem er sögð hafa kostað um milljarð, falla inn í þann lagaramma sem sveit- arfélögum er settur. Þeim er til dæm- is ekki skylt að eiga jarðir. Fjárfest- ing sem þessi getur einnig talist áhættufjárfesting og því er sveitar- stjórninni skv. 66. gr. laganna skylt að meta áhrif hennar á fjárhag sveitarfé- lagsins. Séu lögin og lögskýringargögn skoðuð áfram kemur í ljós að heim- ildir sveitarfélaga til að ganga í ábyrgðir fyrir lánum hafa verið þrengdar. Því er erfiðara fyrir sveit- arfélög að ganga í ábyrgð ef félag er stofnað utan um slík kaup. Taki sveit- arfélagið sjálft lán reynir ekki á heim- ild þess til að ganga í ábyrgð fyrir lán- inu. Ef sveitarfélag stofnar hins vegar hlutafélag um slík kaup væri búið að takmarka áhættu en þá þarf að fjár- magna kaupin. Gæti að skuldsetningu Guðjón Bragason, sviðsstjóri lög- fræði- og velferðarsviðs Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, segist ekki hafa skoðað þetta tiltekna mál en í lögun- um sé sveitarfélögum gert óheimilt að skuldsetja sig umfram lögákveðið há- mark. Heildarskuldir og skuldbind- ingar A- og B-hluta eigi ekki að vera hærri en sem nemur 150% af reglu- legum tekjum. Aðspurður segir hann Norðurþing í hópi þeirra sveitarfé- laga sem þurfa að laga sig að þessu viðmiði innan tíu ára. Ekki einfalt að kaupa  Þarf að gæta að hámarki skuldsetningar  Skylt að meta áhrif fjárfestingar Ljósmynd/Birkir Fanndal Flókin mál Grímsstaðir á Fjöllum.  Vegagerðin mun sækja um undanþágu til að geta unnið að vegagerð á Vestfjarðavegi á varptíma arn- arins næstu þrjú til fjögur ár. Ekki er heimilt að fara nær arnarhreiðrum en 500 metra, nema í almennri umferð, frá því í mars og fram í miðjan ágúst. Vegagerðin telur ekki hjá því komist að vinna á þessum tíma. Þröngt er um veginn á þessu svæði og þarf að fara nær hreiðr- unum, 300 metra þar sem styst er, og ef örn verpir í þeim þrem- ur hreiðrum sem þarna eru talin vera, verður sótt um undanþágu til umhverfisráðherra. »6 Þurfa að vinna nær arnarhreiðrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.