Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.2012, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 7. F E B R Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  40. tölublað  100. árgangur  TÍSKA OG FÖRÐUN NÝJUSTU STRAUMAR Í 40 SÍÐNA AUKABLAÐI Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Horfið hefur verið frá því að byggja nýja brú yfir Múlakvísl á þessu ári. Því verður áfram notast við ein- breiðu bráðabirgðabrúna, sem reist var eftir að flóð í ánni tók brúna í byrjun júlímánaðar í fyrra. Hreinn Haraldsson, vegamála- stjóri, segir að í vetur hafi gögnum verið safnað um flóðið í fyrrasumar og rætt hafi verið við vísindamenn um líklega þróun á svæðinu, auk þess að frumhanna nýja brú og kerfi varnargarða. Vilji sé til þess að ný brú þoli að minnsta kosti sambæri- legt flóð og varð í fyrra og þurfi hún því að vera stærri og öflugri en gamla brúin. Staurar steyptir Hugmyndin var að hönnun nýrrar brúar lyki í vetur og verkefnið yrði þá boðið út. Nú er verið að steypa fjölda niðurrekstrarstaura sem sett- ir verða undir stöpla brúarinnar, þannig að þeir verða til staðar þegar ákveðið verður að hefjast handa við smíðina. „Niðurstaðan er sú að sjálf brúar- gerðin fer ekki af stað í sumar,“ segir Hreinn. „Enn er skjálftavirkni á svæðinu og vísindamenn sem við höf- um ráðfært okkur við hafa stutt þá afstöðu að sjá hver virknin í skjálft- um og jarðhita undir jöklinum verð- ur áður en ákvörðun verður tekin um að leggja í framkvæmdir.“ Hreinn áætlar að með vegum og kerfi varnargarða myndi ný brú kosta upp undir einn milljarð, en kostnaður vegna framkvæmdanna myndi væntanlega falla á tvö ár. Í sumar verður fylgst vel með ástandi bráðabirgðabrúarinnar og reikna má með að eitthvað þurfi að endurbæta og lagfæra varnargarða. Áfram einbreitt yfir Múlakvísl í sumar  Fylgst með skjálftavirkni og jarðhita  Kostnaður við nýja brú og varnargarða hátt í milljarður Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Á leiðinni Brúin yfir Múlakvísl sem byggð var eftir flóðið í fyrrasumar. Betur fór en á horfðist þegar bilun í ásrafal olli því að flutningaskipið Brú- arfoss rak stjórnlaust í foráttuveðri í átt að Garðskaga í fyrrinótt. Skip- verjum tókst að gangsetja vélina nokkrum klukkustundum eftir að vél- stjórinn þurfti að nota neyðarstopp til að stöðva hana. Skipinu var síðan siglt til Eyja. „Aðalmálið er að þetta fór vel,“ segir skipstjórinn Hafsteinn Hafsteinsson í viðtali við Morgunblaðið en um borð í Brúarfossi voru tólf manns. Árið 2008 var gefin út reglugerð sem kveður m.a. á um afmörkun siglingaleiða fyrir Suðvesturlandi og hvaða svæði í kringum Reykjanes beri að forðast. Það var m.a. gert í kjölfar strands Wilson Muuga við Hvals- nes árið 2006. Brúarfoss var á þessari afmörkuðu siglingaleið og þykir ljóst að verr hefði getað farið ef skipið hefði verið á gömlu leiðinni. Hér er skipið í innsiglingunni til Eyja og Faxasker í bakgrunni. »6 Brúarfoss vélarvana í vonskuveðri Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson tryggð lán fyrir hrun en hættu að borga af þeim og eru í vanskilum. Lögmenn segja að fleiri dóma þurfi að kveða upp í Hæstarétti til að skýra ýmis atriði. Fram kom á Al- þingi í gær að formaður efnahags- og viðskiptanefndar, Helgi Hjörvar, tel- ur að fara þurfi yfir öll verðtryggð húsnæðislán vegna dómsins. Greiðslubyrði mun minnka mikið hjá mörgum sem tóku gengistryggð lán, jafnvel um allt að 40% en það fer þó mjög eftir því hvenær lánin voru Kristján Jónsson kjon@mbl.is Embætti ríkisskattstjóra kannar nú hvort vaxtadómur Hæstaréttar á miðvikudag valdi því að endurreikna þurfi aftur í tímann vaxtabætur þeirra sem tóku gengistryggðu lán- in. Vaxtabætur ýmist hækka eða lækka í samræmi við vaxtabyrðina á húsnæðislánum. Óljóst er enn hvort dómurinn mun gagnast þeim sem tóku gengis- tekin. Ekki er ljóst af dóminum hvort miða eigi við upprunalega samningsvexti til dagsins í dag eða hvort eingöngu eigi að reikna samn- ingsvexti samkvæmt þeim greiðslum sem greiddar voru á gjalddaga í samræmi við innheimtu bankanna. Sumir lögmenn álíta að dómurinn hafi aðeins fordæmisgildi varðandi húsnæðislán en ekki bílalán og lán til fyrirtækja. M Gengislánadómur »12, 14, 16, 18 Vaxtabætur til athugunar  Ríkisskattstjóri kannar hvort dómur Hæstaréttar geri nauðsynlegt að endur- reikna bæturnar  Helgi Hjörvar vill að farið verði yfir öll verðtryggð lán Freistandi gengislán » Vextir af lánum í svissneskum frönkum/japönskum jenum voru 0,5 til 2,6% síðustu árin fyrir hrun. » Óverðtryggðir vextir Seðla- bankans voru um 16% árið 2007 og fóru í 21% í janúar 2009. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Malcolm Walker, stofnandi Iceland Foods, kveðst afar ánægður með það að samningar hafi tekist á milli hans og slitastjórna Landsbankans og Glitnis, um kaup hans og sam- starfsaðila á 77% hlut í Iceland fyrir 1,55 milljarða punda, liðlega 300 milljarða króna. „Þetta hefur verið langur og erf- iður aðdragandi, bæði fyrir mig og allt mitt starfsfólk, sem hefur verið í mikilli óvissu um starfsöryggi sitt og framtíð,“ sagði Walker í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Nú hef- ur óvissunni verið eytt og við erum öll mjög ánægð með niðurstöðuna.“ Walker stofnaði Iceland árið 1970 og rak keðjuna með stigvaxandi hagnaði allt til ársins 2001. Hann var fenginn til þess að taka við keðjunni á ný 2005 og eignaðist þá ásamt lyk- ilstarfsmönnum 23% í keðjunni og reksturinn hefur gengið afskaplega vel undir hans stjórn. Aðspurður hverjar hann telji vera rekstrarhorfur keðjunnar, í ljósi bágs efnahagsástands í Bretlandi, svarar Walker: „Þú mátt ekki gleyma því að ég og Iceland eigum okkur 42 ára sögu og höfum í sam- einingu gengið í gegnum ýmsar hremmingar og kreppur á tíma- bilinu. En ég er bjartsýnn og þess fullviss að félagið er nú í réttum höndum.“ »18 Verið erf- iður að- dragandi Iceland Á ný að fullu í eigu Walkers.  Malcolm Walker ánægður með kaupin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.