Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 33
um daginn og veginn enda var hann góður vinur, hlýr og elsku- legur. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Elsku vinur, elsku afi. Ég sakna þín sárt. Bryndís Bjarnadóttir. Mágur minn og vinur hefur kvatt þennan heim. Allan sinn aldur bjó hann á Norðfirði. Hann og Sibba systir giftust og stofn- uðu sér heimili fyrir meira en hálfri öld. Lengst bjuggu þau á Hlíðargötu 15. Þaðan er margs að minnast úr skemmtilegum at- burðum í lífi fjölskyldunnar. Á enga atburði er þó hallað þó að maður nefni spilamennsku á jól- um við pabba og Árna Dan og brúðkaupsveislu í tilefni giftingar Gyðu og Jóa þegar dansað var „jenka“ um allt húsið og næsta nágrenni. Sibba og Hjörtur áttu barna- láni að fagna og börnin urðu þrjú. Bjarni sonur Sibbu og uppeldis- sonur Hjartar frá eins árs aldri, Gyða María og Lára. Flottir krakkar sem staðið hafa sig vel í lífinu og barnabörnin orðin sjö og langömmu- og langafabörnin tvö. Augasteinar Hjartar og Sibbu. Ævistarf Hjartar var sjó- mennska. Fyrst vann hann hjá öðrum en endaði sjómennskuna á eigin bát, Gylli. Hjörtur hætti til sjós og seldi kvótann og ætlaði að eiga ljúft ævikvöld með Sibbu sinni. Það varð nú styttra en efni stóðu til. Þau Sibba voru á leið yf- ir gangbraut úti á Gran Canary hinn 10. febrúar 2005 er ekið var á Sibbu og hún lést samstundis. Auðvitað komst Hjörtur aldrei yfir þann mikla missi sem hann varð þá fyrir, en honum tókst á ótrúlegan hátt að lifa með sorg- inni. Hann fór suður til krakk- anna á öllum stórhátíðum og til að vera viðstaddur merkisatburði í fjölskyldunum. Hjörtur var vinamargur og skyldmennin hér eystra mörg þannig að hann skorti ekki félagsskap og hér fyr- ir austan vildi hann helst vera. Hjörtur var heldur heilsulítill síðustu árin en í fyrra hrakaði heilsu hans verulega. Dvaldi hann á sjúkrahúsinu nokkrum sinnum um lengri eða skemmri tíma. Hjörtur var ekki það veikur að hann gæti dvalið á sjúkrahús- inu en ekki nógu hress til að búa heima hjá sér. Allt var fullt á hjúkrunardeildinni á Norðfirði og því varð úr að Hjörtur fékk pláss í Hulduhlíð á Eskifirði. Þar undi Hjörtur sér ekki þrátt fyrir mjög góða umönnun sem hann fékk þar. Hann vildi dvelja á Norðfirði á þeim stað sem hann hafði búið allan sinn aldur. Varð því úr að Hjörtur fór aftur á sjúkrahúsið. Loks þegar losnaði pláss fyrir Hjört á hjúkrunar- deildinni á Norðfirði hafði heilsu hans hrakað það mikið að þangað komst hann aldrei. Hjörtur átti vart orð til að lýsa því hversu vel var um hann hugsað á sjúkrahús- inu og hafi allt starfsfólk þar æv- inlega þakkir fyrir það. Þó að mikið sé skorið niður virðist starfsfólkið endalaust geta gefið sjúklingum þann tíma sem þarf. Saga Hjartar minnir okkur á að í heilbrigðismálum verðum við að halda vöku okkar. Fyrir utan að standa vörð um og efla okkar ágæta Fjórðungssjúkrahús þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Austurlandi. Og síðast en ekki síst þarf að gera íbúunum kleift að búa heima hjá sér eins lengi og mögulegt er. Í þessum málum verða sveitarstjórnarmenn okkar að vera í öflugri forystu. Hjört mág minn og vin kveð ég með söknuði. Síðustu rúm fimm- tíu árin hefur hann verið hluti af mínu lífi. Við vorum sammála í pólitík, í kvótamálum, og héldum báðir með Man. Utd, þannig að við höfðum ekki mikið til að deila um en nóg til að tala um. Að ógleymdri kartöfluræktinni í plastkerunum fyrir utan stofu- gluggann á Bakkabakkanum sem Hjörtur stundaði sl. þrjú ár. Guðmundur Bjarnason. Elsku frændi, þá ertu horfinn á braut og líklegast búinn að hitta hana frænku eftir sjö ára aðskiln- að. Mikið hlýtur að vera gaman hjá ykkur. Ég er eitthvað svo langt í burtu og finnst svo leitt að geta ekki kvatt þig á þann hátt sem ég hefði viljað en svona er líf- ið, ekki alltaf eins og maður vill hafa það. Maður þarf því að ein- beita sér að því að lifa lífinu lif- andi og sáttur með það sem mað- ur hefur og á. Ég á t.d. fullt af fallegum og skemmtilegum minningum um þig sem hafa litað líf mitt og sl. daga hafa þessar minningar skotið hratt upp koll- inum. Toppurinn var samt þegar ég fékk að fara með þér í róður á Gylli NK 49 þegar ég var um 14 ára gömul. Það sem gerir þetta svo eftirminnilegt er að ég man nánast ekkert eftir túrnum þar sem frænka lét mig taka sjóveiki- töflu fyrir brottför, bara til ör- yggis en hún gerði það að verkum að ég hélt varla augunum opnum og lá megnið af tímanum afvelta inni í lúkar. Minningabrotin eru þegar ég vingsaðist um bátinn og reyndi af veikum mætti að hjálpa til, hálfþvoglumælt og ekki til stórræðanna. En mikið var ég samt stolt þegar við komum hlað- in fiski að landi og ég búin að öðl- ast mína fyrstu reynslu sem sjó- maður og ekki þá síðustu. Flestar minningarnar ætla ég svo bara að geyma með sjálfri mér og brosa reglulega að þegar ég hugsa til þín. Ég var svo ótrúlega heppin að hitta þig þrisvar sinnum á sl. ári og í öll skiptin varstu á toppi til- verunnar þó svo að topparnir væru misháir. Við skáluðum í af- mæli hjá pabba og sungum svo og skáluðum aftur kvöldið eftir á þorrablóti. Þú afrekaðir að koma í afmælisveislu okkar Gunna í byrjun ágúst þar sem þú sast eins og herforingi, skálaðir og spjall- aðir við alla þrátt fyrir að veik- indin þín væru farin að taka tölu- verðan toll. Ég reiknaði varla með að hitta þig um áramótin þegar við kíktum til Íslands í heimsókn en hvað gerist, þú toppar sjálfan þig og leikur á als oddi þann tíma sem við stoppum. Mikið var ég glöð að hafa getað spjallað við þig, haldið í höndina á þér og fengið að heyra að húm- orinn þinn var ekki einu sinni far- inn. Ég kom og kvaddi þig 4. jan- úar, vitandi innst inni að ég væri að kveðja í síðasta sinn en það breytir ekki sársaukanum og söknuðinum sem kemur þegar kallið kemur. Hér er ein lítil Sigurbjörg Ósk sem er búin að gráta mikið yfir því að frændi sé dáinn. Það skrýtna var að hún var óhugg- andi kvöldið áður en þú kvaddir við vissum ekki hvers vegna. Hún hefur alltaf talað um þig og hugs- að til þín þrátt fyrir mikla fjar- lægð en þú hefur sennilega heill- að hana svona upp úr skónum þegar þú réttir henni hákarlsbit- ann þegar hún var 9 mánaða gömul. Það er alltaf erfitt að út- skýra þetta með dauðann fyrir börnum en við kveikjum á kerti, látum lítinn fallegan engil vaka yfir þér og huggum okkur við fal- legar minningar. Elsku frændi, nú líður þér von- andi vel, með henni frænku sem ég sakna enn svo mikið. Ég verð með í anda í dag og kem svo og legg blóm hjá þér í sumar. Hrönn Hjálmarsdóttir. „Hver var að deyja?“ „Hann Hjörtur gamli dó í nótt.“ Ég var á leið á vinnustaðinn í birtingu að flagga fyrir nýja glæsilega skipinu sem var að bætast í flota Norðfirðinga en fáninn fór aðeins í hálfa stöng. Nú renni ég huganum til baka. Hjörtur frændi minn var nokkr- um árum eldri en ég en í bernsku man ég ekki mikið af honum að segja nema það var altalað að hann væri flinkur á skíðum. En á unglingsárunum lágu leiðir okkar saman. Hann varð fljótlega tog- arasjómaður og snemma stýri- maður. Við vorum samskipa nokkur ár og að því bjó ég alla tíð. Hjörtur var netamaður af guðs náð og tóvinna, splæsingar og hvers konar önnur sjómannsstörf léku í höndum hans. Hann var glaðsinna, jákvæður og eljusam- ur. Sem stýrimanni farnaðist honum vel. Góður stjórnandi og gekk vel að halda mönnum að verki. Enda ætlaðist hann aldrei til neins sem hann lagði ekki á sjálfan sig ef því var að skipta. Hjörtur vildi hafa reglu á hlut- unum, allt var á sínum stað og í góðu lagi; vasahnífurinn, veiðar- færin og báturinn. Honum leið illa ef þetta var ekki í toppstandi. Og svo kom Gyllir. Í hartnær 30 ár reri hann til fiskjar á eigin báti, Gylli NK 49. Gyllir var æv- inlega snurfusaður og skíandi þótt margur sporðurinn kæmi þar um borð. Hjörtur ásamt þremur eða fjórum öðrum trillu- sjómönnum gerði sér góða að- stöðu utan við Tröllanes. Lítil bryggja og beitningaskúrar voru ómissandi. Hjörtur kvæntist ungur Sigurbjörgu Bjarnadóttur, eða Sibbu eins og hún var kölluð. Hún fórst í bílslysi suður á Kan- aríeyjum fyrir sjö árum. Okkur fannst Hjörtur aldrei ná sínu fyrra flugi eftir þann missi. Þau Sibba voru nánir vinir okkar hjóna og við áttum margar glaðar stundir saman. Hjörtur kom sér alls staðar vel. Hann átti vináttu, traust og virðingu trillukarla hér í bænum sem og annarra. Fyrir okkur hjónum var hann alltaf sami hrausti glaði vinurinn. En því er ekki að leyna að síðustu mánuðina varð Hjörtur gamall maður. Heilsan hvarf og hann átti ekki góða síðustu mánuði. Hjörtur „gamli“ var bara gamall í örfáa mánuði, annars síungur. Og þannig viljum við minnast hans. Við hjónin vottum börnum hans og barnabörnum samúð. Megi minning Hjartar lifa og verða öðrum til eftirbreytni. Magni og Sigríður. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR FANNAR tannlæknir, Háteigsvegi 20, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu miðviku- daginn 15. febrúar. Útför fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 15.00. Soffía D. Halldórsdóttir, Daði Friðriksson, Halla D. Halldórsdóttir, Bjarni Adolfsson, Halldór Fannar Halldórsson, Róbert Fannar Halldórsson og barnabörn. ✝ Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, ANNA S. VILHJÁLMSDÓTTIR, Ásgarði 143, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 11. febrúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 23. febrúar kl. 15.00. Ásta Kristjánsdóttir, Hákon Torfason, Sigrún Erla Vilhjálmsdóttir, Hallgrímur Ingólfsson, Hákon Hallgrímsson, Hrefna Guðmundsdóttir, Unnur Hallgrímsdóttir, Þór Hallgrímsson, Sandra Heimisdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, amma og langamma, ÁSTA BJARNADÓTTIR sjúkraliði, Strikinu 2, Garðabæ, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi sunnudaginn 12. febrúar, verður jarðsungin frá Árbæjar- kirkju í Reykjavík þriðjudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Guðmundur Þorsteinsson, Bjarni Guðmundsson, Ólína Guðmundsdóttir, Halldór Kr. Júlíusson, Elísabet Hanna Guðmundsdóttir, Skúli Hartmannsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Martin Sökjer, Sverrir Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA S. EINARSDÓTTIR, Norðurbrún 1, sem lést föstudaginn 10. febrúar, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Guðgeir Einarsson, Sjöfn Stefánsdóttir, Sólrún Einarsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Hallur Kristvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Frændi minn, VALTÝR SIGURÐSSON frá Seli, A-Landeyjum, Ljósheimum 11, Reykjavík, lést laugardaginn 28. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir fær Kristín og starfsfólk á Skjóli fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Sverrir Kristjánsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, BALDUR G. BJARNASEN flugvélstjóri, lést á heimili sínu sunnudaginn 12. febrúar. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Þórdís Baldursdóttir, Gísli Guðmundsson, Óskar Baldursson, Sigrún Birgisdóttir, Sigtryggur Baldursson, Sigrún Hrafnsdóttir, Guðjón Þór Baldursson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÍRIS JÓNSDÓTTIR, Arnartanga 35, Mosfellsbæ, sem lést laugardaginn 11. febrúar, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju mánudaginn 20. febrúar kl. 13.00. Kristján Þór Valdimarsson, Hrafnhildur Gísladóttir, Ósk Kristjánsdóttir, Lúðvík Aron Kristjánsson, Lis Ruth Klörudóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, VILFRÍÐUR GUÐNADÓTTIR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtu- daginn 16. febrúar. Guðvarður Elíasson, Hulda Guðvarðardóttir, Björn Guðmundsson, Elías Guðvarðarson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.