Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hann var skondinn stærðarmunurinn á litla kúst- inum og risastóru fægiskóflunni sem blasti við þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um Hafnarfjarðarhöfn um daginn þar sem menn voru að taka til hendinni. Oft vill vera munur á þegar mætast stórvirkar vinnuvélar og mannshöndin. Sópað og tekið til við Hafnarfjarðarhöfn Morgunblaðið/Golli Fægiskóflan er helst til stór fyrir kústinn Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Það eru talsverðir hagsmunir fyrir okkur að losa snjóinn af veginum. Þau ferðaþjónustufyrirtæki sem eru á svæðinu urðu fyrir miklum skaða í fyrra því vegurinn var opnaður svo seint. Því höfðum við frumkvæði að því að ryðja veginn. Vegagerðinni er svo í sjálfsvald sett hvort hún kemur að kostnaði við þetta,“ segir Páll Gíslason, rekstrarstjóri og einn eig- enda Fannborgar við Kerlingarfjöll. Snjómokstur á fjallvegum er ekki inni í fjárveitingum Vegagerðar- innar en sökum þess að ferðamanna- tímabilið er sífellt að lengjast hér á landi liggja nokkrir hagsmunir undir því að vegir séu ruddir snemma að sumri til. Eftir vorhret í fyrra var vegurinn um Kjöl ekki opnaður fyrr en 23. júní. Stefnt er að því að vegurinn verði opnaður á milli 3.-5. júní í ár vegna þessa framtaks einkaaðila. Kostnaðurinn við slíka fram- kvæmd er ekki hár, undir einni millj- ón, en að sögn Páls liggja mun meiri hagsmunir að baki fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu. Hann hvetur jafnframt ríkisvaldið til þess að huga nánar að því að tryggja að ferðamenn komist leiðar sinnar. Það skjóti skökku við að vegir séu ill- færir um leið og aukin áhersla sé á ferðaþjónustu sem atvinnugrein. „Ég vil samt taka það fram að við höfum átt í mjög góðu samstarfi við Vegagerðina um þetta,“ segir Páll. Á svæðinu eru vinsælir áfanga- staðir ferðamanna eins og Kerling- arfjöll og Hveravellir svo eitthvað sé nefnt. Mokstur í höndum einkaaðila  Ferðaþjónustufyrirtæki lét ryðja snjó af Kjalvegi til að flýta fyrir opnun Kostaði undir milljón  Miklir hagsmunir fyrir ferðaþjónustuna Vegir illfærir þótt ríkið leggi áherslu á ferðaþjónustu Ljósmynd/Páll Gíslason Slá í gegn Traktorsgrafa notuð við að moka snjó af Kjalvegi. Ný íslensk skáld- saga, Sýslumað- urinn sem sá álfa, kemur út í dag. Svo óvenjulega vill til að sama dag fer fram út- för höfundarins, Ernis Kristjáns Snorrasonar geð- læknis, sálfræð- ings og rithöf- undar. Ernir skrifaði bókina síðustu mánuðina sem hann lifði en hann lést á líknardeild Landspítalans 26. apríl síðastliðinn, 68 ára að aldri. Hann segir í tileinkun að bókin sé kveðja til umheimsins sem hann ann svo heitt. „Og vonandi vekur hún einhverjum bros og svolitla gleði.“ Tómas Hermannsson, útgefandi hjá Sögum útgáfu, segir að verk- efnið hafi verið óvenjulegt. Hann tekur fram að bókin sé góð og það sé forsenda þess að ákveðið var að gefa hana út. „Við vissum að það var mik- ið kappsmál hjá Erni að fá hana út- gefna áður en hann létist en það tókst því miður ekki. En nú er hún komin og ekkert annað að gera en að koma henni til les- enda,“ segir Tómas. Útför Ernis fer fram frá Fossvogskirkju í dag, kl. 13, og útgáfuhóf vegna skáldsögunnar verður í Eymundsson við Skólavörðustíg kl. 19. Minning- argreinar um Erni birtast í Morgunblaðinu í dag. »28 Bók á útfarardegi höfundar  Skáldsaga Ernis K. Snorrasonar, Sýslumaðurinn sem sá álfa, komin út Lífeyrissjóð- urinn Stapi tilkynnti að sjóðurinn hygðist skerða rétt- indi sjóðs- félaga um 7,5%. Í október í fyrra var tilkynnt 6% skerðing á lífeyrisréttindum. Í yfirlýsingu á vef sjóðsins kem- ur fram að gripið sé til þessara aðgerða þar sem loforð um rétt- indi séu talsvert meiri en eignir sjóðsins standi undir. Þá kemur fram, að vegna samspils á milli tekna frá lífeyrissjóði og Trygg- ingastofnun ríkisins verði skerð- ing á tekjum lífeyrisþega mun minni en nemi lækkun á greiðslum frá sjóðnum. Enn skerðast rétt- indi hjá lífeyrisþeg- um Stapa Skerðing Réttindi skerðast um 7,5%. Ríkisstjórnarfundur fer fram á Egilsstöðum í dag. Þetta er fyrsti fundur ríkisstjórnarinnar á Austur- landi. Að honum loknum hitta ráð- herrar sveitarstjórnarfólk. Undir- skriftalistar vegna Norðfjarðar- ganga verða afhentir Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra við Safnahúsið í Neskaupstað klukkan 15.30 í dag. Ríkisstjórnarfundur á Egilsstöðum Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi, segir ekki loku fyrir það skotið að nánari samvinnu sé að vænta á milli Vegagerðarinnar og einkaaðila. „Það er verið að prófa þetta núna. Ekki er búið að festa þetta á einn eða neinn hátt. Við sjáum ekkert sem mælir gegn því að þetta fyrir- komulag sé á hlutunum,“ segir Páll. Samvinna möguleg VEGAGERÐIN JÁKVÆÐ Skáldsagan Sýslumaðurinn sem sá álfa er óvenjuleg og skemmti- leg glæpasaga sem lætur hug- myndir um hversdagsraunsæi lönd og leið, segir í frétta- tilkynningu frá Sögum útgáfu. Hún segir frá röskum sýslumanni sem óvænt er falið að rann- saka bankahrunið á Ís- landi. Söguþráðurinn er bráðfjörugur og allt að því súrrealískur, segir út- gáfan. Óvenjuleg glæpasaga RANNSAKAR BANKAHRUN Dr. Ernir K. Snorrason Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.