Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 18

Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 18
JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON: Öbótamál Jóns Hreggviðssonar á Rein A LDA RFA RSLÝSING I. Sagnfræðingar hafa auðkennt svo 17. öldina og upphaf hinnar 18., að þá hafi mest verið niðurlæging íslendinga. Þá hafi verið öld fáfræði, galdra og gjörninga, efnaleg afkoma á völtum fótum, mergsogin af heillar aldar ein- okunarverzlun, og löggæzla hin hörmulegasta. Höfðingjar landsins hund- flatir fyrir hinum dönsku valdhöfum. En undir lokin var eins og rofaði til fyrir nýjum degi. Þá risu upp menn, sem höfðu þrótt til að ganga í berhögg við ósóma aldarinnar. Frásögn sú, er hér fer á eftir, er ágætt dæmi um óöldina, sem þá var, raunar aðeins eitt af mörgum, en þó einna sögulegast, af því að persónurnar, sem þar eiga hlut að máli, eru stórbrotnastar og vettvangurinn víðastur. Halldór Kiljan Laxness skáld hefur valið sér að yrkisefni ævi Jóns Hreggviðssonar í síðustu skáldsögu sinni, er hann nefnir íslandskJukkan- Skáldið tekur að vísu fram, að bókin sé ekki „sagnfræðileg skáldsaga“, en þó verður ljóst við lestur hennar, að um flest er stuðzt við raunverulega atburði, en eðlilega hvikað allvíða frá upphaflegri tímaröð. Islandskhikkurmi lýkur þar sem Jón Hreggviðsson hefur fengið konungsleyfi í Kaupmanna- höfn til að áfrýja máli sínu til hæstaréttar, en samkvæmt heimildum var það ári síðar en dauðadómur hafði verið kveðinn upp yfir honum á Alþingi. Þegar þess er gætt, að alsýknaður var Jón Hreggviðsson ekki fyrr en nálægt 30 árum síðar, má ætla að H. K. L. láti hér ekki staðar numið, heldur sé isIandskJukkan upphaf að miklum skáldsagnaflokki um ævi og samtíð Jóns Hreggviðssonar. Bókin virðist og bera þetta með sér á ýmsan hátt að öðru ieyti, þótt vissulega sómi hún sér hið bezta sem sjálfstæð heild. II. Um 1680 bjó að Fellsöxl í Skilmannahreppi í Borgarfjarðarsýslu bóndi, sem Jón Hreggviðsson hét. Hann var uppalinn í hreppnum, fæddur árið 1650, en ókunnugt er um ætterni hans. Honum er svo lýst, að hann hafi verið ,,í lægra lagi en að meðalvexti, réttvaxinn, þykkvaxinn, fótagildur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.