Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012 Matur og drykkir Í ísskápnum voru ótal dollur sem innihéldu allt frá sultu upp í fetaost, mikið af grænmeti, nýuppteknar kartöflur úr garðinum og þá var þar fisk og tilbúið lasagna að finna. Örn: Ég hef dottið í það að eiga ýmsa tilbúna rétti sem geta farið beint inn í ofninn handa börnunum mínum svo sem lasagna. Þessi börn borða ekki hvað sem er. En ég á þá bara til eitthvað eins og fisk, sem all- ir borða. Ég steiki hann til dæmis í raspi eins og ég ætlaði upphaflega að gera í kvöld – þangað til ég mundi að Nanna væri að koma. Úti í garði á ég sítrónumelissu og eitthvert kál. Nanna: Það gæti verið eitthvað. Mín eldamennska er meira og minna þannig að ég opna ísskápinn og gái hvað ég á. Örn: Kíktu í minn. Hér er ég til dæmis með fiskinn sem ég tók úr frysti í gær. Því miður hefur ástandið í ísskápnum þróast þannig að það er hrein- lega meiriparturinn í dollum. Eins og mangó-chutney, sem mér finnst ógurlega gott. Svo eru tómatar hér eins og þú sérð. Nanna: Það á aldrei að geyma tómatana í ísskáp Örn. Örn: Af hverju ekki? Missa þeir eitthvert bragð eða hvað? Nanna: Jú, einmitt, þeir missa bragð. Mér líst ágætlega á fiskinn. Örn: Ég á líka mozarellu og smáskyr. Viltu það ekki? Nei, allt í lagi. En hér eru líka nýjar kartöflur, sem ég tók upp. Nanna: Þær eru flottar, ég nota þær. Hvaða hráefni finnst þér best að vinna með svona án mikillar umhugs- unar eða undirbúnings, Nanna? Og fyllið þið oft á ísskápinn? Nanna: Grænmeti líklega og það er gott að vinna með fisk. Örn: Sem ég á einmitt nóg til af – fisk og grænmeti. Nanna: Ég held að ég noti ofninn. Áttu eldfast mót fyrir mig? Örn: Ég þarf að fylla á þessar grunnvörur reglulega. Stundum eru sjö manns í mat. Stelpurnar og kærastarnir og sonur minn stundum og fjöl- skyldan hans. Á ég kannski að sækja eitthvað úr garðinum Nanna? Ég á líka sítrónuolíu sem systir mín gaf mér. Nanna: Það væri fínt að fá smá graslauk og sítrónumelissu. Áttu eitt- hvert salat segirðu? Annars fer ég á hverjum degi í búðina. Ég er fót- gangandi og kaupi því það sem ég þarf hverju sinni. Örn skreppur út í garð með skærin. Nokkur snjókorn féllu á Örn og ljósmyndara meðan klippt var af jurtunum. Enda er þetta sama dag og fé fennti í þúsundatali fyrir norðan. Talið berst að múffum og Dýrunum í Hálsaskógi en Nanna var að gefa út múffubók og Örn leikur í verkinu. Af því sem fannst í ísskáp Arnar notaði Nanna fisk, kartöflur, tómata, papriku, ferskju og mangó-chutney. Auk þess sítrónuolíu, salt, pipar og krydd úr garðinum. ELDAÐ ÚR ÍSSKÁP ANNARRA Dollur, fiskur og grænmeti Örn Árnason skrapp út í garð eftir kryddjurtum. NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR MATREIÐSLUBÓKAHÖF- UNDUR MEÐ MEIRU LEIT Í HEIMSÓKN TIL ARNAR ÁRNA- SONAR EN NANNA FÉKK ÞAÐ VERKEFNI AÐ ELDA EITT- HVAÐ ÚR ÞVÍ SEM FYRIRFYNDIST Í ÍSSKÁP LEIKARANS. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Rétturinn úr ís- skápnum kom- inn á diskinn. ½ paprika, skorin smátt 2 tómatar, smátt skornir 3 gulrætur, smátt skornar 300 g ýsuflök 1 nektarína, skorin í bita 6 nýuppteknar kartöflur, skornar smátt 1⁄3 bolli graslaukur, smátt skorinn sítrónuolía nokkrir dropar chiliolía 1 msk. mangó-chutney Aðferð Kartöflum, gulrót- um og tómötum er stráð í botninn á smurðu eldföstu móti og inn í ofn í 10 mín- útur. Í skál er blandað sam- an sítrónuolíu og nokkrum dropum af chiliolíu. Mat- skeið af mangó-chutney, smávegis af salti og pipar er þá hrært saman við og örlitlu af graslauk. Blandan er sett öðrum megin á fiskflökin og hinum megin eru flökin krydduð með salti og pipar. Flökin eru misþykk og eru því brotin saman og sett ofan á kart- öflu- og grænmetisblönd- una. Þar ofan á er nekta- rínubitunum og paprikunni stráð. Rétturinn er þá hafður í ofninum í 10 mín- útur til viðbótar. Fiskur á staðn- um fyrir tvo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.