Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 48
Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012 degi til sunnudags og vann stíft þar á milli. Gussi ákvað hins vegar eftir að hann vann sem dyravörður á Café Óliver mörgum ár- um síðar að fá sér aldrei meira en einn drykk framvegis. Notaði hyggjuvitið í stað krafta „Dyravarðarstarfið varð mannlegt fyrir mér en þar sá maður líka hvernig drykkja er og það verður enginn betri maður eða skemmtilegri í glasi. Ég drekk í dag mjög sjaldan brennda drykki og fæ mér einn bjór í mesta lagi. Það var ekki það að drykkja hefði verið vandamál, alls ekki, en mér fannst þetta bara óþarfi.“ Gussi varð þekktur sem dyravörðurinn sem gat talað fólk til og notað hyggjuvitið í stað krafta til að fá fólk út klukkan þrjú eða róa mannskapinn niður. „Þetta var gott tímabil og ég kynntist lífsreynslusögum fólks sem mér þótti oft vænt um að heyra. En þetta var auðvitað tegund af erfiðisvinnu og kannski hef ég verið pínulítið ofvirkur og þurft að fá útrás við líkamleg störf. Ég er kominn á rólegra skeið núna.“ En dyravarðarstarfið var hinn pólinn á því að flytja til Súðavíkur þegar hann var 19 ára. Á þeim tíma hafði hann lokið við að leika í Fóstbræðrum og allir þekktu hann. Fólk stoppaði hann úti á götu til að deila með honum hvaða atriði væru í eft- irlæti úr þáttunum og Gussi segir að sér hafi þótt skemmtilegast að fólk nefndi aldr- ei sama atriðið. „Í dyravarðarstarfinu þurfti ég að standa fyrir framan fjölda fólks á hverju kvöldi og þetta var eitthvað sem ég gerði með það fyrir augum að flýja ekki áhorf heldur takast á við það. En ég vissi auðvitað ekkert út á hvað dyravarðarstarfið gekk þegar ég réð mig í það. Hélt það nægði bara að segja: Jæja, klukkan er þrjú og það er búið að loka. Auðvitað gekk það aldrei og það þurfti að tala fólkið til. Að- eins tvisvar lenti ég samt í að þurfa að beita afli, en það var í sjálfsvörn. Í 99 pró- sentum tilvika dugði bara að tala. En starf- ið gaf mér mikið, að fá að hlusta á hvað fólk var að tala um og vildi tjá sig um. Ég hef alltaf verið þakklátur fyrir það að fólk vilji deila einhverju með mér og mín reynsla er sú að það eru allar manneskjur góðar. Þær eru bara mismunandi vel búnar til að takast á við þær aðstæður í lífinu sem þær lenda í.“ Ekki ætlað að stofna fjölskyldu Fjölskyldu hefur Gussi aldrei stofnað og segist tengja það við þörf sína fyrir frelsið. Að geta farið út á sjó í þrjá mánuði ef hann þurfi þess með. „Ég held að mér sé jafnvel ekki ætlað að verða fjölskyldumaður en ég er fremur örlagatrúar og tilviljanir eru eitthvað sem ég hef enga trú á. En hvað veit maður. Nú er ég að fara að leika í þessari mynd og ætla að skrifa. Ég ætla jafnvel að taka skrokkinn á mér í gegn því ég sé fyrir mér að ég muni þurfa aukna hreyfingu ef ég ætla að setjast við skriftir. Kannski verður kona komin inn í myndina eftir eitt tvö ár, þótt ég sjái það ekki fyrir mér núna að stofna til fjölskyldu og hafi ekki þrá eftir því.“ Það kemur ekki á óvart að leikarinn hafi átt auðvelt með að þróa handrit sitt en hann hefur býsna gott hugmyndaflug. Fræg varð hangikjötssúpa sem hann fann upp og var sett á fastan matseðil Café Óli- ver og varð réttur sem sló í gegn hjá mat- argestum. Hugurinn fer víða og hann les mikið. Tíminn með Fóstbræðrum var frábær að sögn Gussa. Hann hafði dreymt um að geta Gussi var valinn í Fóstbræður eftir prufur sem hann fór í fyrir þættina. * Ég kom held ég íþetta líf til þess aðhrista upp í óþarfa hefð- um og gildum. Ég vil hleypa gleði og kátínu inn í líf fólks og leyfa því að lyfta brúnum. ÚLPU - DAG AR Í ELL INGS EN Í KULDANUM ÓMISSANDI DIDRIKSONS FIONA Stærðir 36–46. Svartar og rauðar. 18.990 KR. FULLT VERÐ 23.990 KR. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 26 37 DIDRIKSONS LESTER Stærðir S–XXL. Grænar og svartar. 19.990 KR. FULLT VERÐ 24.990 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.