Monitor - 18.10.2012, Blaðsíða 3

Monitor - 18.10.2012, Blaðsíða 3
FYRIR KNATTSPYRNUSÉNÍ Stelpurnar í landsliði Íslands í knattpyrnu héldu í gær til Úkraínu en á laugardag fer fram fyrri viðureign liðanna um laust sæti í úrslita- keppni Evr- ópumótsins sem fram fer á næsta ári. Því er upplagt að kaupa sér andlitsmálningu og senda stúlkunum góða strauma. Góð úrslit ytra ættu að auka stemninguna á Laugardalsvellinum í seinni viðureign liðanna. FYRIR TÓNLISTARUNNENDUR Lára Rúnars sendir á næstunni frá sér sína fjórðu plötu og nefnist hún Moment. Að- dáendur söngkonunnar geta þó fengið gríðargott forskot á sæluna því í kvöld kl. 20.30 mun hún bjóða áhugasömum á að koma og hlusta á gripinn á Faktorý. Bjór í boði hússins og fi mm heppnir fá fría plötu. FYRIR SÁLINA Ef þú vaknar eilítið súr á næstunni og vantar að kæta sálina eilítið þá er gott að slá inn Skype Laughter Chain á Youtube og rifja upp myndskeiðið þar sem hláturinn er í aðalhlutverki. Við þekkjum það öll hvað hláturinn getur gefi ð okkur mikla birtu og meira að segja bláókunnugt fólk getur fengið okkur að hlæja með hláturinn einan að vopni.„Lögin verða áfram sungin á íslensku. Við erum allir stúdentar í þýsku en erum nú ekkert sérstakir í henni. Ég hugsa samt að Doddi (söngvari) reyni að koma með einhverjar kynningar milli laga á þýsku. Hann er búinn að vera að æfa þær á fullu,“ segir Davíð Arnar Sigurðsson, píanóleikari Lock- erbie, sem heldur í dag í sitt fyrsta tónleikaferðalag út fyrir landsteinana. Hljómsveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu í fyrrasumar og skrifaði undir plötusamning við þýska plötufyrirtækið Käpitan Platte í nóvember á sama ári. Platan, sem ber nafnið Ólgusjór, var í framhaldinu af því gefi n út í Þýskalandi, Austurríki, Sviss og Lúxemborg í mars síðastliðnum. „Planið var að fylgja eftir plötuútgáfunni úti strax í sumar, svo þetta er í raun túrinn sem átti að vera farinn þá. Það var búið að skipuleggja túrinn þá og allt en svo þurftum við að fresta því fram á haust. Það kemur samt ekkert að sök. Nú mætum við bara beint á Airwaves af túrnum, þéttir eftir mikla spilamennsku svo það er bara brjáluð tilhlökkun í gangi fyrir þessu öllu saman,“ segir Davíð Arnar. Útrunnið vegabréf og ópökkuð taska „Í raun og veru veit ég svo sem ekki mikið um staðina sem við erum að fara að spila á. Ég veit að Dikta eru að fara að spila á sama stað og við í Leipzig í nóvember og svo spiluðu Agent Fresco á sama stað og við spilum í Búdapest á Evróputúrnum sínum. Þeir sögðu að það væri rosalega fl ottur staður svo það lofar góðu,“ segir Davíð Arnar aðspurður um hvað bíði strákanna á meginlandinu. Hljómsveitin kemur til með að ferðast um í langferðabíl með þýskum bílstjóra og þýskum hljóðmanni og heldur sjö tónleika í fi mm löndum. Fyrir hvaða áfangastöðum er tilhlökkunin þá mest? „Ég er helvíti spennt- ur fyrir Mílanó-tónleikunum. Það er náttúrlega fl ott borg og svo skemmir ekkert fyrir að það er geðveikt veður á Ítalíu núna. Það verður fínt að komast úr kuldanum hér yfi r í 20 stiga hita. Svo er ég spenntur fyrir að koma til Ungverjalands, ég hef aldrei komið þangað áður.“ Líkt og liggur í augum uppi þarf að huga að mörgu fyrir svona tónleika- ferðalag, til dæmis hefur hljómsveitin líklega æft stíft að undanförnu, en það er ekki síður mikilvægt að huga að praktískum atriðum sem eiga þó til að gleymast. „Helmingur af efninu sem við tökum á tónleikunum er nýtt svo það verður spennandi. Ég er hins vegar ekki búinn að pakka og ég á meira að segja líka eftir að sækja vegabréfi ð mitt. Ég fattaði það bara í gær að vegabréfi ð mitt væri útrunnið þannig að það þarf að redda því,“ segir Davíð að lokum og hlær. Hljómsveitin Lockerbie heldur í dag út til meginlands Evrópu í sitt fyrsta tónleikaferðalag út fyrir landsteinana Er Atli Óskar viljandi að reyna að líkjast Eminem í tilefni afmælis þess síðarnefnda? fyrst&fremst Vikan á Helgi Sæmundur Guðmundsson Eru einhverjir vina minna að fara í fótbolta á kvöldin og geta boðið mér með? 16. október kl. 20:30 Aron Gunnarsson Meira stress uppi stuku en thegar madur er inna vellinum!! Afram island!! 16. október kl. 18:16 MONITOR MÆLIR MEÐ... 3 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 MONITOR Maggi Mix Ég er spaði fæddist tanaður allann daginn :D Ég er skvísu spaði 16. október kl. 17:57 Kristmundur Axel YM eg væri til i að sja annie mist og gunnar nelson slást 16. október kl. 20:42 Fínt að komast úr kuldanum LJÚFIR LOCKERBIE-LIÐAR DAVÍÐ ARNAR Á 30 SEKÚNDUM Fyrstu sex: 151291. Staða í hljómsveit: Píanóleikari. Uppáhaldsmatur: Hreindýrakjöt. Lag í uppáhaldi þessa stundina: There Will Never Be Another You með Chet Baker. Fjöldi eiginhandaráritana sem ég hef gefi ð á tónlistarferlinum: Alveg ógeðslega margar (hlær). Í BLAÐINU FEITAST Hin sykraða söng- kona Agnes Björt Andradótt- ir á það til að dansa í strætó. 4 Stíllinn heimsótti Make Up Store til að fá heitustu förðun- artrendin beint í æð. 6 Atli Óskar hefur komið víða við sem leikari þrátt fyrir ungan aldur. Í gær fagnaði einn farsælasti rappari veraldar, Eminem, 40 ára afmæli sínu. MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Lísa Hafl iðadóttir (lisa@monitor.is) Umbrot: Monitorstaðir Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Styrmir Kári Erwinsson (styrmirkari@mbl.is) Myndvinnsla: Ingólfur Guðmundsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 Efst í huga Monitor Að upplifa drauminn Þvílíkur fagmaður, þessi Felix Baum-gartner. Öll heimsbyggðin fylgdist með þegar þessi ofurhugi rauf hljóðmúrinn fyrstur manna síðastliðinn sunnudag og fagnaði ógurlega þegar hann lenti á jörðu niðri. Töffarinn tók sig til og sló nokkur met í einu. Fallhlífarstökk hans var úr hæstu hæð sögunnar eða rúmlega 39 kílómetra hæð og um leið setti hann lofthæðarmet í mönnuðu loftbelgsfl ugi. Felix var fyrstur manna til að rjúfa hljóðmúrinn án hjálpar farartækis enda náði hann 1342 km/klst hraða þegar hann stefndi til jarðar í frjálsu falli. Ofur- hetjan var heilar 4 mínútur og 19 mínútur í frjálsu falli. Það held ég að kalli fram vott af hræðslu og gífurlegt magn frelsis á sama tíma. En stökk Felix ætti að vera okkur mikil hvatning til að fylgja eftir draumum okkar. Það sýnir að í raun og veru er ekkert ómögulegt. Auðvitað þarf draumurinn að vera á einhvern hátt raunhæfur en trúin á drauminn, trúin á að hann geti orðið að veruleika, er alltaf fyrsta skrefi ð og jafnframt það mikilvægasta. Þegar maður svo trúir á drauminn þá þarf maður auðvitað að trúa á sjálfan sig. Trúa því að það sé maður sjálfur sem geti upplifað drauminn. Þá skiptir miklu máli að vera óhræddur við að vera maður sjálfur og ekki láta viðhorf og hegðan annarra hafa áhrif á mann. Það getur alltaf verið að einhverjir hafi ekki trú á verkefninu en þá er mikilvægt að halda einbeitingunni, telja í sig kjark og horfa fram á veginn. Þá er mikilvægt að átta sig á því hvaða fólk það er í kringum mann sem gefur okkur jákvæða orku og hverjir gefa okkur neikvæða orku. Í stað þess að eyða orku í að pirra þig á síðarnefnda hópnum sjúgðu þá þeim mun meiri orku í þig frá jákvæða hópnum. Við stefnum öll í einhverja átt. Ef þér líkar við stefn-una sem þú hefur tekið, láttu þá engan segja þér að beygja af réttu leiðinni. Trúðu á sjálfan þig. Alla leið. jrj 8 15 ÁFANGASTAÐIRNIR 18. – 26. OKTÓBER Off enbach, Þýskaland Wil, Sviss Mílanó, Ítalía Búdapest, Ungverjaland Valasske Mezirici, Tékkland Leipzig, Þýskaland Bielefeld, Þýskaland Björn Daníel Sverrisson Það er aðeins einn Felix sem er hetja. Það er Felix Bergsson. 14. október kl. 19:19 Felix Bergsson nældi mér í miða á Mika! hlakka mikið til að sjá falsettukónginn (drottninguna) í aksjón! 16. október kl. 17:13 Mynd/Styrmir Kári

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.