Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 36
AF TILRAUNUM Ragnheiður Eiríksdóttir heidatrubador@gmail.com Úrslitakvöld Músíktilrauna var haldið í Silfurbergi í Hörpu síðast- liðið laugardagskvöld 23. mars og ánægjulegt var að sjá hve margir voru mættir. Áhorfendur voru vel með á nótunum og fögnuðu innilega fyrsta atriðinu sem var sigursveit Músíktilrauna frá í fyrra, RetRoBot frá Selfossi. Fínasta hljómsveit og gaman var að sjá að henni hefur vaxið fiskur um hrygg. For Colourblind People frá Akureyri steig fyrst á svið af keppn- isböndunum. Hljóðheimurinn er heillandi en rödd söngvarans brot- hætt og vantar upp á nákvæmni, en vissulega tekur á taugarnar að byrja kvöldið. CeaseTone er spenn- andi tónlistarmaður með flottar blús-skotnar lagasmíðar og gíf- urlega útgeislun. Sérstaklega vel tókst til þegar hann bætti tölvu- trommum við hljóðmynd sína, og út- komuna mætti jafnvel kalla teknó- blús. Glundroði frá Selfossi spilaði þjóðlagarokk og þrátt fyrir fínar til- raunir með hörpu og fiðlu vantar þá betri lög. Eins mætti vanda útsetn- ingar betur, sem virðast á köflum of- hlaðnar. Skerðing frá Akranesi var fulltrúi pönksins þetta kvöld og byrjaði á að flytja lagið „Down- trodden, Lonesome, Bohemian, Lo-Fi, Teenage, Existentialist Blues“ sem vinnur hér með verðlaun hjá mér fyrir besta nafn á lagi í keppninni. Magnarar væla og trommari missir kjuða en hvað er meira pönk en það? Þeir bæta fyrir hnökrana með frábæru stuði og hæfilega kæruleysislegu viðmóti. Stórfínar söngkonur Aragrúi er þriðja Selfossbandið sem stígur á svið þetta kvöld, annað sem keppir. Stórfínar söngkonur, og smá Kolrössu Krókríðandi-áhrifa gætir í lagasmíðunum, þar sem kraft- meiri köflum er stillt upp við hlið líf- rænni; það er dýnamík sem er að virka. Eftir hlé hóf Yellow Void leik og þar mætti bæði vinna meira í lögum og flutningi, en það má útskýra með reynsluleysi meðlima sem öll eru 16 ára og yngri. Kaleo komu á óvart með fyrsta lagi sínu sem var alveg frábært og bandið þétt og vel spil- andi. Hin lögin voru hefðbundin rokk-blúslög og hljómuðu minna spennandi. Tríóið Kjurr, með trommarann Sólrúnu Mjöll Kjartansdóttur innan- borðs, minnti á tríóið The Police þar sem einmitt var einnig að finna ævin- týralega góðan trymbil. Þessi sveit á mikið inni og býr yfir gífurlegri sér- stöðu. Lögin eru flott og flutningur magnaður. Þá var komið að Vök frá Hafnarfirði sem flutti lágstemmda raftónlist með gítar og saxófón. Þau eru áhugaverður indídúett með sitt eigið sánd og mjög fín lög. Næstsíðust á svið var In the Company of Men sem spilaði þungt, kaflaskipt rokk. Söngvari sveitar- innar er kraftmikill, og lokalag þeirra „Steini milljón“ er hressandi rokkslagari. Að lokum léku Hide Your Kids dansvæna indítónlist og margt er þar gott, eins og seiðandi og rám rödd söngvarans, þéttar trommur og grípandi syntalínur. Lögin eru þó mis-tilbúin og til dæmis þarfnast miðlagið meiri vinnu. Frábær skemmtun Þegar úrslit voru tilkynnt kom í ljós að sigurvegarar Músíktilrauna 2013 voru Vök og í öðru sæti lentu In the Company of Men. Aragrúi varð í því þriðja, en söngkona Aragrúa, Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, var jafnframt kosin söngvari Músíktil- rauna. Gítarleikari Músíktilrauna var Hafsteinn Þráinsson, eða Cease- Indíið vinnur á Morgunblaðið/Styrmir Kári Sigurvegarar Hljómsveitin Vök bar sigur úr býtum í Músíktilraunum 2013. Þungt rokk Hljómsveitin In the Company of Men varð í öðru sæti. Indí Hide Your Kids lék dansvæna indítónlist. Tríó Kjurr minnti á tríóið Police. 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Hörku spennumynd 16 -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Páskamyndin 2013 Stórkostleg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd með íslensku og ensku tali Sýnd í 2D og 3D Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU Forsýningar LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 12 L L L L L 10 HHHH - K.N. Empire 12 SNITCH Sýnd kl. 8 - 10:20 THE CROODS 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 THE CROODS ÍSL TAL Sýnd kl. 2 THE CROODS 3D ENSKT TAL ÓTEXTUÐ Sýnd kl. 8 BROKEN CITY Sýnd kl. 8 - 10:15 IDENTITY THIEF Sýnd kl. 10 OZ THE GREAT AND POWERFUL 3D Sýnd kl. 2 - 5 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D Sýnd kl. 6 FLÓTTIN FRÁ JÖRÐU Sýnd kl. 2 - 4 - 6 SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS BROKEN CITY KL. 5.50 16 SAFE HAVEN KL. 5.50 - 8 12 SNITCH KL. 8 - 10.10 16 IDENTITY THIEF KL. 10.10 12 SAFE HAVEN KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 SNITCH KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 ANNAKARENINA KL. 6 - 9 12 JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 STÓRSKEMMTILEG ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 3-D OG 2-D. FORSÝNINGAR SAFE HAVEN KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 SAFE HAVEN LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 L THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L THE CROODS 3D ENSKT TAL, ÁN TEXTA KL. 5.45 L BROKEN CITY KL. 8 - 10.30 16 IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 12 21 AND OVER KL. 8 - 10.10 14 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D KL. 5.50 L DIE HARD 5 KL. 10.30 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.