Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Alltaf í boltanum Sagt hefur verið um Suðurnesjamenn að þeir séu einkar leiknir í körfubolta. Þessir einbeittu piltar í Reykjanesbæ notuðu uppstyttuna til að sýna hvað þeir geta í íþróttinni. RAX Varla er hægt að halda því fram að vel hafi tekist til við rekst- ur Ríkisútvarpsins frá því að stofnuninni var breytt í opinbert hluta- félag [ohf.] árið 2007. Uppsafnað tap félags- ins frá apríl 2007 nem- ur 1.269 milljónum króna á verðlagi ársins 2012. Á sama tímabili hefur Ríkisútvarpið fengið liðlega 19 þúsund milljónir króna í afnotagjöld (eða þjónustugjöld, eins og þau heita í ársreikningi). Ríkisútvarpið hefur verið rekið sem opinbert hlutafélag frá apríl 2007. Samkvæmt stofnefnahag var eigið fé fyrirtækisins 879 milljónir króna (um 1.300 milljónir á verðlagi 2012). Vegna taprekstrar ákvað rík- isstjórn, undir forystu Katrínar Jak- obsdóttur, þáverandi mennta- málaráðherra, að styrkja fjárhagsstöðu RÚV enda hafði eigið fé rýrnað um 59 milljónir króna mánaðarlega frá apríl 2007 til árs- loka 2008. Í apríl 2009 ákvað ríkið að breyta 562 milljóna króna skuld RÚV í hlutafé, en hið opinberlega hlutafélag var þá tæknilega gjald- þrota. Ekki glæsileg mynd RÚV blæðir út og það þrátt fyrir milljarða í forgjöf. Í heild hefur rík- isfjölmiðilinn haft tæpar 30 þúsund milljónir í heildartekjur en tapað 1.269 milljónum eins og áður segir. Rekstur Ríkisútvarpsins var síst skárri á árunum fyrir formbreyt- inguna, en 2005-2006 tapaði fyr- irtækið um 960 milljónum króna á verðlagi síðasta árs. Á síðustu tíu árum nemur heildartap stofnunar- innar 3.183 milljónum króna á föstu verðlagi. Krónískt tap hefur því lítið með rekstrarform stofnunarinnar að gera. Það er ekki sérstaklega glæsileg mynd sem blasir við nýrri stjórn Ríkisútvarpsins. Augljóst er að ekki verður hægt að reka hið opinbera hlutafélag í óbreyttri mynd nema ríkissjóður sé tilbúinn til að hlaupa reglulega undir bagga með fyr- irtækinu. Menntamálaráð- herra, sem ber ábyrgð á Ríkisútvarpinu ohf., hefur um tvennt að velja:  Hann getur sætt sig við óbreytt skipulag, þar sem ríkið keppnir við einkarekna ljós- vakamiðla. Um leið þarf hann að vera reiðubúinn til að beita sér fyrir því að ríkið leggi fyrirtæk- inu reglulega til eigið fé líkt og gert hefur verið.  Hann getur tekið ákvörðun um að beita sér fyrir því að ríkisrekstur í fjölmiðlun verði brotinn upp, lífi hleypt í einkarekna fjölmiðla og gefið um leið íslensku menning- ar- og listalífi gríðarlegt tæki- færi. Lítið ríkisfyrirtæki Í grein sem undirritaður skrifaði í tímaritið Þjóðmál vorið 2010 var eft- irfarandi lagt til: 1. Ríkisútvarpið lagt niður í núver- andi mynd. Fasteignir fyrirtæk- isins (þá fyrst og fremst Efsta- leiti) seldar og skuldir greiddar niður og starfsemin flutt í lítið og hentugt húsnæði. 2. Ríkisútvarpið reki eina útvarps- rás og eina sjónvarpsrás. 3. Ríkisútvarpið hættir allri dag- skrárgerð, fyrir utan að reka fréttastofu fyrir útvarp en sjón- varpsfréttir verða lagðar niður. (Eftir að fréttastofur Sjónvarps og Útvarps voru sameinaðar hafa sjónvarpsfréttir ekki orðið mikið meira en útvarpsfréttir í mynd, og að stærstum hluta endurtekn- ing á útvarpsfréttum.) 4. Ríkisútvarpið hættir kaupum á öllu afþreyingarefni frá erlendum aðilum. RÚV getur eftir sem áður keypt erlent fræðslu- og menn- ingarefni enda fari sá kostnaður ekki yfir 10% af heildar- dagskrárkostnaði. 5. Allt dagskrárefni útvarps og sjón- varps, annað en fréttir, verður keypt af innlendum aðilum sam- kvæmt ákveðinni dagskrárstefnu. 6. Ríkisútvarpinu verður bannað að selja auglýsingar eða kostun á einstökum dagskrárliðum. Með þessum breytingum verður til lítið ríkisfyrirtæki með nokkrum tugum starfsmanna, sem sinna fréttaflutningi, útsendingarstjórn og yfirumsjón með efniskaupum. Þúsundir milljóna Í heild nam rekstrarkostnaður Ríkisútvarpsins 5.162 milljónum króna á síðasta reikningsári. Heild- arlaunakostnaður var 2.248 milljónir króna en meðalfjöldi fastráðinna starfsmanna var 305. Meðalkostn- aður á hvert stöðugildi var því lið- lega 614 þúsund krónur á mánuði. Fjárlög gera ráð fyrir að framlag til Ríkisútvarpsins í gegnum út- varpsgjaldið nemi á þessu ári um 3.195 milljónum króna. Verði skipu- lagi og rekstri Ríkisútvarpsins breytt með þeim hætti sem hér er lagt til má ætla að kostnaður vegna yfirstjórnar og dreifingar efnis verði vart hærri en 900 milljónir (líklega töluvert lægri). Þá standa eftir a.m.k. 2.295 milljónir króna. Þessum fjármunum er hægt að verja óskipt- um til innlendrar dagskrárgerðar að frádregnum 10% sem standa undir kaupum á erlendu menningarefni. Allt mun krauma Með öðrum orðum: Á hverju ári verður þúsundum milljóna varið til kaupa á innlendu útvarps- og sjón- varpsefni. Í áðurnefndri Þjóð- málagrein var fullyrt að ef þessi leið yrði farin myndi allt þjóðfélagið krauma: „Við munum leysa úr læðingi krafta og hugmyndasköpun sem auðgar íslenskt menningar- og við- skiptalíf langt umfram drauma. Ís- lendingar verða í sérflokki þegar kemur að listum og menningu. Eng- in þjóð í heiminum mun verja jafn- miklum fjármunum með beinum hætti til lista og menningar og varð- veislu eigin sögu og tungu. Við mun- um sjá sprengingu sem á vart sinn líka og skapa áður óþekkt skilyrði fyrir fullhuga á öllum sviðum sköp- unar. Best af öllu er að þjóðfélagið allt verður skemmtilegra. Íslendingar njóta þeirrar gæfu að eiga ótrúlega hæfileikaríkt fólk á öllum sviðum lista og menningar. Vandinn er sá að við erum að sóa fjármunum á þessu sviði. Besta dæmið er Ríkisútvarpið. Því miður virðist sem lítill pólitískur vilji sé til þess að bæta þar úr. Alveg með sama hætti og þingmenn virðast ekki skilja að við erum á miklum villigötum þegar kemur að því að ákveða með hvaða hætti sameig- inlegum fjármunum er varið til að styðja við listir og menningu, óháð því hvort það er hlutverk ríkisins yf- irhöfuð að standa í slíku.“ Öflug vítamínssprauta Ný stjórn Ríkisútvarpsins getur tekið þá ákvörðun að gerast mál- svari staðnaðar stofnunar eða barist fyrir því að nýtt tímabil hefjist þar sem grunnur að stórsókn íslenskrar menningar hefst. Það væri ekki ónýtt fyrir Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að gefa ís- lensku lista- og menningarlífi öfluga vítamínsprautu og fá í kaupbæti öfl- ugri sjálfstæða fjölmiðla sem standa höllum fæti í ójafnri og ósanngjarnri samkeppni við ríkið. En auðvitað geta stjórn RÚV, menntamálaráðherra og þingmenn tekið sameiginlega ákvörðun um að halda öllu óbreyttu. Blæðingin í Efstaleiti heldur þá áfram, skatt- greiðendur þurfa að greiða reikn- inginn, íslenskir listamenn og dag- skrárgerðarmenn verða af tækifærum og sjálfstæðir fjölmiðlar berjast áfram í bökkum. Eftir Óla Björn Kárason » Frá því að RÚV varð opinbert hlutafélag hefur það fengið liðlega 19 þúsund milljónir frá skatt- greiðendum. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ríkisútvarpinu ohf. blæðir út Afkoma Ríkisútvarpsins síðustu 10 ár 400 200 0 -200 -400 -600 -800 -1000 Á verðlagi ársins 2012 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 jan .-m ars 2 00 7 ap ríl - á gú st 20 07 /2 00 8 20 08 /2 00 9 20 09 /2 01 0 20 10 /2 01 1 20 11/ 20 12 Frá formbreytingu er reikningsár Ríkisútvarpsins september til ágúst. Opinbert hlutafélag tók til starfa í apríl 2007.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.