Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 1
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ ■□ 12. árgangur Vestmannaeyjum 4. júlí I985 28. tölublað. Brattagata, Fjólugata og Brekkugata Ekki vístum jarðvegsskiptí Áskorun 40 íbúa við Bröttu- götu kom nokkuð til umræðu í bæjarstjórn 2. júlí s.l., en eins og fram hefur komið í blaðinu, þá tekur bæjarráð fljótlega til endurskoðunar gatnagerðaráætlun 1985 m.a. með það í huga að halda áfram jarðvegsskiptum í eldri íbúa- götum og tínir til sérstaklega Bröttugötu, Fjólugötu og Brekkugötu. Þorbjörn Pálsson Alþýðu- flokki, sagði það gleðilegt að núverandi meirihluti hafi nú tekið upp tillögu minnihlutans við gerð síðustu gatnagerðar- áætlunar um framkvæmdir við þessar oötur í ár. Arnar Sigurmundsson Sjálf- stæðisflokki, benti á að það væri ekki sjálfgefið að hafist yrði handa við framkvæmdir á* þessum götum í ár. Hins vegar væri öruggt að þarna væri um forgangsröð að ræða og væru þessar götur þar fyrstar, hvort sem það yrði í ár eða næsta ár. Þorbirni fannst lítllæti meiri- hlutamanna mikið, þar sem að þeir byggju flestir við ómalbik- aðar götur, eða þar sem malbik væri mjög illa farið og þær götur væru alltaf skildar hafðar útundan. GKM Bæjarstjórn samþykkir vítur A síðasta fundi bæjarstjórn- ar var tillaga Andrésar Sig- mundssonar um vítur á sjón- varpið fyrir slælegan frétt- aflutning af landsbyggðinni, samþykkt með 8 atkvæðum en einn sat hjá. Það var Bragi Ólafsson sem sat hjá, en hann er eins og kunnugt er frátta- ritari sjónvarps. Einhugur ríkti í bæjarstjórn um þessi mál engu að síður, og var á það bent, að þó að Tommahamborgaramótið hafi verið kennt við Tommaham- borgara, þá sé engin ástæða til Dagmömmur: að sleppa því að sýna eða segja frá því frekar en öðrum mótum. Andrés Sigmundsson benti á að auglýsingar blöstu við á öllum knattspyrnuvöllum hér- lendis sem og erlendis og af öllum búningum leikmanna í knattspyrnu. Samt væri sýnt frá þeim mótum. „Alls konar smjörlíkisrallí eru haldin og smjörlíkis bílarn- ir eru á skerminum hjá okkur án nokkurra athugasemda," sagði bæjarfulltrúinn máli sínu til stuðnings. GKM Spáð í fjölda barna Porbjörn Pálsson spurðist fyrir um það á fundi bæjar- stjórnar hvort vitað væri um hámarksfjölda barna sem væru í pössun á heimili. Sigurður Jónsson svaraði og sagði að staðfestar tölur lægju ekki fyrir, en heyrst hefði að allt að 10 börn væru í umsjá einnar konu. Þorbjörn kvað þetta á- hyggjuefni og skoraði á félags- málaráð að kanna þessi mál og meta hverju sinni hver há- marksfjöldi mætti vera. - GKM Hann á afmæli í dag Þetta merkisskip er 9 ára í dag. Það heitir Herjólfur og var byggt í Sterköder í Krist- ianssund í Noregi og er myndin tekin í Kristianssund, af Grími Gíslasyni sem þá var háseti á Herjólfi. Skipið var og er óskabarn Vestmannaeyinga og hefur skilað sínu hlutverki með mikl- um myndarbrag í gegnum árin. Frá árinu 1976 hefur það flutt ca. 410 þúsund farþega, að meðaltali 130 í ferð. 83.000 bíla, að meðaltali 26 í ferð. 95.200 tonn af vörum, eða að meðaltali 45 tonn í ferð. 1. júlí hafði skipið farið 3126 ferðir milli lands og Eyja síðan það kom. Framkvæmdarstjóri Herj- ólfs hf. er Ólafur Runólfsson, en Guðmundur Kadsson er stjórnarformaður. Um leið og við óskum Vest- mannaeyingum til hamingju með að hafa notið gifturíkrar þjónustu skipsins þessi 9 ár, þá vonum við að skipið eigi eftir að standa sig jafn örugglega í framtíðinni. Um Herjólf hafa oft staðið deilur, en þegar upp er staðið fremst hvað öllum er umhugað þá sýna þær kannski fyrst og um heill og velfarnað skipsins. Fjárveitinganefnd í Eyjum Fjárveitinganefnd Alþingis er nú stödd hér í Eyjum. Með þeim eru vegamálastjóri, vitamálastjóri, forstöðumenn tæknideildai hafnarmála, hagsýslustjóri og ritari fjárveitinganefndar ásamt mökum. Samtals 26 manns. Þetta mun vera fyrsta ferð fjárveitinganefndar til Vestmanna- eyja og vonum við að hún setjist öll hér að. Hafið samband við okkur! Halló! Halló! Eigendur Toshiba örbylgjuofna athugið, Dröfn Faretsveit hússtjórnarkennari verður með örbylgjuofnanámskeið, laugardaginn 6. júli kl. 13.30 í húsi Snótar Heiðarvegi 7, ^oóíuba Og nú lærum við á ofninn okkar!!!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.