Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Blaðsíða 1
24. árgangur • Vestmannaeyjum 30. október 1997 «43. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Myndriti:481 1293 Allt stefnir í lækkun hjá Herjólfi: Fjölskylduvæn íar- gjöldsett á oddinn Kvöldblik yfir Smáeyjar ufem,^>a„l8lrtn^ Ognaði fólki með hnífi aðilum. Engin meiðsl urðu á fólki. maðurinn í haldi lögreglu en var Meðan á rannsókn málsins stóð var sleppt þaðan að kvöldi laugardags. Fjölmiðlanemar í heimsókn Allt frá því að stjórn Herjólfs hf. ákvað að hækka gjaldskrá skipsins hefur megn óánægja verið meðal bæjarbúa með þá ráðstöfun. Sérstaklega hefur fjölskyldufólki þótt vegið að sér með hækkuninni. Nú virðast bæjaryfirvöld hafa ákveðið að ganga í niálið, ásamt stjórn Herjólfs. Bæjarstjóri segir að samgönguráðherra hafi tekið því vel þegar málið var borið undir hann. Þá hafa framsóknarmenn, sem funduðu hér um síðustu helgi, ályktað í sömu átt þannig að verulegur skriður ætti að komast á málið. A fundi bæjarráðs, sl. þriðjudag gerði bæjarstjóri grein fyrir fundi sínum, framkvæmdastjóra og stjómar- formanni Herjólfs hf. með samgöngu- ráðherra og formanni samgöngu- nefndar um nauðsynlegar breytingar á rekstrarsamningi Hetjólfs, sem tryggi að hægt verði að lækka gjaldskrá skipsins og gera hana fjölskylduvænni en áður. Bæjarstjóra var falið að vinna áfram að málinu. Samhliða þessu samþykkti hafnar- stjóm að veita helmingsafslátt af öllum gjöldum hafnarinnar til Herj- ólfs. Er litið á það sem framlag hafn- arinnar til að gera fargjöldin fjöl- skylduvænni. Hafnarstjóm í Þor- lákshöfn hefur verið sent sams konar erindi. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, segir að með þessu vilji bæjarstjóm leggja sitt af mörkum. til að ná niður fargjöldunum. „Samgöngumálaráð- herra hefur líst sig hlynntan erindinu. í allt þarf 11 til 13 milljónir til að ná niður fargjöldum fyrir fjölskyldu- fólkið þar sem við gerum ráð fyrir einhvers konar þaki. Gert er ráð fyrir að hlutur bæjarins yrði 3 milljónir," sagði Guðjón. Framsóknarmenn tóku mjög skýra afstöðu til lækkunar fargjalda með Herjólft og öðrum ferjum á kjör- dæmisþingi sínu um helgina. I áskorun til Alþingis er lagt til að far- gjöld fyrir fjögurra manna fjölskyldu verði ekki hærri en sem næmi því að fara sömu vegalengd eftir landvegi. Guðni Agústsson, alþingismaður, er bjartsýnn á að hún nái fram að ganga. Vísar hann m.a. til stuðnings Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og fonnanns Framsóknarflokksins. „Ég orðaði við Halldór að brýnasta hagsmunamál Vestmannaeyinga og annarra eyjabúa væri að stjórnvöld viðurkenndu ferjur sem landvegi. Og að mörkuð yrði sú stefna að ekki yrði dýrara fyrir fjögurra manna fjölskyldu að ferðast með ferju en sem næmi sömu vegalengd á landi. Það er ekki hægt að horfa fram hjá breyttu þjóðfélagi og meiri kröfum um frelsi til ferðalaga. Þar verða eyjabúar að sitja við sama borð og aðrir. Halldór tók undir að jafna beri aðstöðu eyja- búa með hagsmuni Vestmannaeyja að leiðarljósi. Með tilkomu Hvalfjarðar- ganganna næsta haust dettur Akra- borgin út og þeim peningum sem falla til þá vill Halldór halda inni í ferjugeiranum,“ sagði Guðni Ágústs- son alþingismaður. Um hálfeittleytið á föstudagsnótt var óskað eftir lögreglu að húsi í bænum vegna manns sem hafði ógnað fólki með hnífi. Þegar lögregla kom á staðinn var maður þar, vopnaður hníft en losaði sig við hann áður en lögregla handtók hann. Hnífurinn fannst svo skömmu síðar við húsið. Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn átti að hafa ógnað þremur öðrum með hnífnum en sjálfur kvaðst hann hafa verið að verja sig og sína fjölskyldu fyrir þeim í næstu viku verða á Fréttum 15 nemar í hagnýtri fjölmiðlun í Háskóla Islands. Þessar heimsóknir hófust á síðasta ári og er blaðinu rnikill fengur að þessum liðsauka. Nemamir munu hella sér út í blaðamennsku fyrir Fréttir og mega Eyjamenn eiga von að sjá ný andlit á þessum vettvangi. Nemamir sem komu í fyrra vom mjög ánægðir með viðtökurnar og endur- guldu þeir með góðu efni í blaðið. - á öllum svi Fræðst um umhverfismál Náttúrustofa Suðurlands hélt hér námsstefnu á fóstudag og laugar- dag fyrir sveitarstjórnarmenn af öllu Suðurlandi. Á námsstefnunni, sem um 50 manns sóttu, var farið ofan í kjölinn á breytingum í umhverfismálum í landinu á und- anförnum árum og reifuð framtíð- arsýn umhverfismála á Suður- landi. Fjöldi fyrirlesara mætti á fundinn og reifuðu þeir umhverfis- mál frá öllum sjónarhornum. „Tilgangur námsstefnunnar var að færa heim í hérað upplýsingar um þær nriklu breytingar sem átt hafa sér stað í umhverfislöggjöf okkar Islend- inga síðustu ár. Samfara breyttri umhverfislöggjöf hafa átt sér stað miklar breytingar á þeim opinberu stofnunum sem fara með um- hverfismál. Þrátt fyrir vilja heima- manna, þá gefst ekki alltaf kostur á því að fylgjast með því sem er að gerast í eins umfangsmiklum mála- hóp og umhverfismál eru. Það var því ætlun Náttúrustofu Suðurlands, með þessari námsstefnu, að stefna á einn og sama stað öllum helstu aðilurn er fara með mismunandi þætti umhverfismála fyrir hönd hins opin- bera og sveitarstjómarmönnum og starfsmönnum sveitarstjóma sem fara með þessi mál heima í héraði," sagði Ármann Höskuldsson, forstöðumað- ur Náttúmstofu Suðurlands. Frá námsstefnunni í AKÓGES-húsinu Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 ■ sími 481 Vetraráœtlun ▼ ▼ ▼ Alla daga nema sun. Aukaferðir föstudaga sunnudaga Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Kl. 08:15 Kl. 12:00 Kl: 15:30 Kl: 19:00 Kl: 14.00 Kl: 18.00 Ucrjólfur BRUAR BILIÐ Sími 481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.