Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 28.03.2013, Blaðsíða 65
FIMMTUDAGUR 28. mars 2013 | SPORT | 45 Útgefandi Vátryggingafélag Íslands hf., kennitala 690689-2009, Ármúla 3, 108 Reykjavík. Vátryggingafélag Íslands hf. („VÍS“) birti lýsingu þann 27. mars 2013, í tengslum við almennt útboð á hlutum félagsins og umsókn stjórnar félagsins um að hlutir í VÍS verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Lýsingin er dagsett 27. mars 2013, gefin út á íslensku og birt á vefsíðu félagsins, www.vis.is/fjarfestar. Lýsinguna má nálgast rafrænt á vefsíðu félagsins næstu 12 mánuði. Lýsinguna má einnig nálgast á vefsíðu umsjónaraðila, www.arionbanki.is. Frá 3. apríl 2013 má jafnframt nálgast innbundin eintök hjá VÍS í Ármúla 3, 108 Reykjavík og hjá Arion banka hf. í Borgartúni 19, 105 Reykjavík. Heildarfjöldi útgefinna hluta í Vátryggingafélagi Íslands hf. nemur 2.502.757.040, en þar af á félagið 0,01% eigin hluta. Allir útgefnir hlutir í félaginu eru í sama flokki og jafn réttháir. Hlutir félagsins eru gefnir út rafrænt í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. og er hver hlutur 1 króna að nafnverði. Auðkenni hlutanna hjá Verðbréfaskráningu er VIS og ISIN númer þeirra er IS0000007078. Stjórn útgefanda hefur óskað eftir því að VÍS verði auðkenni hlutabréfanna í kerfum NASDAQ OMX Iceland hf. Almennt útboð 12.–16. apríl 2013 Klakki ehf. hyggst selja þegar útgefna hluti í VÍS með almennu útboði sem Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf. hefur umsjón með. Stærð útboðsins nemur 60% af útgefnum hlutum, nánar tiltekið 1.501.654.224 hlutum (sem heimilt er að stækka í allt að 70% eða 1.751.929.928 hluti). Á vefsíðu umsjónaraðila, www.arionbanki.is, verður tekið við áskriftum frá og með föstudeginum 12. apríl 2013 klukkan 10.00 til og með þriðjudeginum 16. apríl 2013 klukkan 16.00. Lágmarksáskrift er að andvirði 100 þúsund krónur. Fjárfestum er boðið upp á þrjár áskriftarleiðir, eða svokallaðar tilboðs- bækur. Ákvörðun á verði þeirra hluta sem seldir verða í útboðinu verður ekki með sama hætti í öllum tilboðsbókum útboðsins. Í tilboðsbókum A og B óskar seljandi eftir áskriftum á verðbilinu 6,75–7,95 krónur á hlut og mun eftir lok áskriftartímabils ákvarða eitt endanlegt útboðsgengi til allra kaupenda sem þátt tóku í tilboðsbókum A og B, en það mun verða á framangreindu verðbili. Í tilboðsbók C þurfa fjárfestar að tilgreina kaupverð í 2,475% eignarhlut og er tekið við áskriftum sem eru að lágmarki á verðinu 6,75 krónur á hlut, en öllum hlutum sem seldir verða í tilboðsbók C verður úthlutað á því gengi sem viðkomandi fjárfestir býður. Í tilboðsbók A er gert ráð fyrir að bjóða samtals 10% af útgefnum hlutum, í tilboðsbók B 30,1% og í tilboðsbók C 9,9%, auk þess sem seljandi mun ráðstafa 10% (stækkanlegt í allt að 20%) í eina eða fleiri af tilboðsbókunum eftir því sem verð og/eða magn eftirspurnar gefur tilefni til að hans mati. Markmið Klakka ehf. með útboðinu er að selja hlutabréfin á ásættanlegu verði, svo og að útboðið geri Vátryggingafélagi Íslands hf. kleift að uppfylla lágmarksskilyrði um dreifingu hlutafjár sem NASDAQ OMX Iceland hf. gerir til félaga sem fá hlutabréf tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Stefnt er að því að útboðið marki þannig grunninn að dreifðu eignarhaldi á VÍS og er þá bæði horft til þess að almenningur og fagfjárfestar eignist hlut í félaginu. Stjórn seljanda mun falla frá útboðinu ef ekki fæst áskrift í útboðinu fyrir að lágmarki 60% af útgefnum hlutum í VÍS eða ef NASDAQ OMX Iceland hf. samþykkir ekki fyrir lok maí 2013 umsókn um að hlutir í VÍS verði teknir til viðskipta. Stjórn seljanda áskilur sér jafnframt rétt til að falla frá útboðinu hvenær sem er fram að tilkynningu NASDAQ OMX Iceland hf. um að hlutir í VÍS verði teknir til viðskipta ef upp koma einhverjir þeir áhrifaþættir sem stjórn seljandans telur gefa tilefni til þess, svo sem sérlega neikvæð þróun á efnahagsumhverfi og/eða verðbréfamarkaði á Íslandi. Niðurstöður útboðs verða birtar almenningi opinberlega á Evrópska efnahagssvæðinu í síðasta lagi miðvikudaginn 17. apríl 2013. Útboðið er með fyrirvara um samþykki á fyrirliggjandi umsókn um að hlutir í Vátryggingafélagi Íslands hf. verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Slíkt samþykki er tilkynnt opinberlega af NASDAQ OMX Iceland hf. og sömuleiðis þá hvenær fyrsti mögulegi viðskiptadagur verði með hlutina á hinum skipulega verð- bréfamarkaði, en NASDAQ OMX Iceland hf. tilkynnir slíka dagsetningu með að lágmarki eins viðskiptadags fyrirvara. Nánari upplýsingar Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. hefur umsjón með almenna útboðinu og því ferli að fá hluti félagsins tekna til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Nánari upplýsingar um félagið og skilmála almenna útboðsins má finna í lýsingu VÍS. Reykjavík, 28. mars 2013 Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. BIRTING LÝSINGAR VÁTRYGGINGAFÉLAGS ÍSLANDS HF. HANDBOLTI Ísland mætir Slóveníu í tveimur mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2014 í byrjun næsta mánaðar. Ísland er með fullt hús stiga eftir að hafa unnið Hvíta- Rússland og Rúmeníu í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum en Slóvenía er í öðru sæti með þrjú stig. Tvö efstu liðin komast áfram á EM en Slóvenar eru með sterkt lið sem hafnaði til að mynda í fjórða sæti á HM í handbolta á Spáni. Ísland hefur endurheimt þrjá leikmenn sem misstu af HM vegna meiðsla. Þetta eru þeir Alexander Petersson, Ingimundur Ingimundar son og Rúnar Kárason. Ísland er þó í talsverðu basli með línumenn. Vignir Svavarsson er með slitið krossband og ólíklegt er að þeir Kári Kristján Kristjáns- son og Róbert Gunnarsson muni ná fyrri leiknum. Vonast er til að þeir spili með Íslandi í síðari leiknum sem fer fram hér heima. Aron kallaði því á þá Atla Ævar Ingólfsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson til að fylla í þeirra skörð. Arnór Gunnarsson og Hreið- ar Levý Guðmundsson eru í hópi þeirra leikmanna sem detta úr hópnum nú en Ólafur Bjarki Ragn- arsson, lykilmaður hjá þýska B- deildarliðinu Emsdetten, kemur inn í landsliðið á ný. „Þetta eru tveir afar mikil vægir leikir,“ sagði Aron við Frétta blaðið í gær. „Útileikurinn verður sér- staklega erfiður. En við förum í hvern leik til að vinna og ætlum að halda toppsæti riðilsins.“ Nánari umfjöllun um landsliðs- hópinn má finna á Vísi. - esá Alexander gefur kost á sér í landsliðið á ný Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari gerði talsverðar breytingar á liðinu fyrir tvo leiki gegn Slóveníu. MEÐ Á NÝ Alexander hefur verið lykil- maður í liði Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIKÖRFUBOLTI Birna Valgarðs dóttir, leikmaður Keflavíkur, bætti í gær stigametið í efstu deild kvenna er hún skoraði 22 stig í sigri Keflavíkur á Fjölni, 89-84, í lokaumferð Dominos-deildar kvenna. Birna hefur nú skorað alls 5.006 stig á ferlinum en líklegt er að þetta verði hennar síðasta tímabil og leikurinn í gær hafi verið hennar síðasti deildar leikur. Fram undan er úrslitakeppnin en stig í henni eru ekki talin með. Gamla metið átti Anna María Sveinsdóttir, sem lék einnig með Keflavík, en það var 5.001 stig. Birna er því annar leikmaðurinn frá upphafi sem rýfur fimm þús- und stiga múrinn. Birna hafði hvílt í síðustu tveimur leikjum Keflavíkur á undan en spilaði með í kvöld eftir ábendingu blaðamanns Frétta- blaðsins, eins og fjallað var um í gær. Hún bætti metið með því að setja niður þriggja stiga skot undir lok fyrri hálfleiks. - esá Birna bætti stigametið 5.006 STIG Birna Valgarðsdóttir er stiga- hæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÚRSLIT DOMINO‘S-DEILD KVENNA KR - SNÆFELL 68-75 KEFLAVÍK - FJÖLNIR 89-84 GRINDAVÍK - HAUKAR 109-55 NJARÐVÍK - VALUR 71-78 LOKASTAÐAN Keflavík 28 23 5 2229-1948 46 Snæfell 28 21 7 2033-1756 42 KR 28 18 10 1943-1874 36 Valur 28 16 12 1929-1828 32 Haukar 28 13 15 1905-2002 26 Grindavík 28 9 19 1951-2080 18 Njarðvík 28 8 20 1932-2162 16 Fjölnir 28 4 24 1989-2261 8 ÚRSLITAKEPPNIN KEFLAVÍK - VALUR SNÆFELL - KR Fyrstu leikir er miðvikudaginn 3. apríl kl. 19.15. HANDBOLTI Stefán áfram hjá Löwen Stefán Rafn Sigurmannsson skrifaði í gær undir nýjan eins árs samning við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Hann kom til liðsins frá Haukum fyrr í vetur og var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu með nýjum samningi. ÍSHOKKÍ SA Víkingur meistari SA Víkingar frá Akureyri varð í gær Íslandsmeistari í íshokkí í sextánda sinn eftir sigur á Birninum, 4-0, í oddaleik liðanna í lokaúrslitunum. Lars Foder skoraði þrjú mörk fyrir norðanmenn en ítarlega umfjöllun um leikinn má finna á íþróttavef Vísis. HANDBOLTI Aron Rafn Eðvarðs- son er á leið til sænska liðsins Guif, en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Aron Rafn hefur varið mark Hauka undanfarin ár og unnið sér sæti í íslenska landsliðinu. Hjá Guif eru fyrir þrír Íslend- ingar. Kristján Andrésson þjálfar liðið og bróðir hans, Haukur, er fyrirliði þess. Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson, fyrrum liðsfélagi Arons Rafns hjá Hauk- um, er nú á sínu fyrsta tímabili með Guif. Aron Rafn klárar tímabilið með Haukum áður en hann held- ur út til Svíþjóðar. - esá Aron Rafn samdi við Guif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.