Austurland - 13.11.2014, Blaðsíða 4

Austurland - 13.11.2014, Blaðsíða 4
13. Nóvember 20144 700IS Hreindýralandi lokið í Sláturhúsinu Dagana 25. október til 1. nóv-ember var videólistahátíðin 700IS Hreindýraland í Slát- urhúsinu á Egilsstöðum. Hátíðin var haldin í 9. sinn og var þemað í ár ljóð á skjá, þar sem bæði var unnið með listafólki sem vinnur með vídeó og hljóð, en einnig sem vinnur með texta og ljóð. Vídeoverk voru sett upp um allt Sláturhúsið, eins og gert hefur verið síðastliðin ár og var húsið sjálft jafnvel notað fyrir sýningu utanhúss. Verkin á sýningunni að þessu sinni voru frá Íslandi, Finnlandi, Danmörku, Frakklandi, Hong Kong, Þýskalandi og Svíþjóð. Ásdís Sif Gunnarsdóttir myndlist- arkona sem fyrir stuttu fékk verðlaun og viðurkenningu úr Listasjóði Guð- mundu S. Kristinsdóttur, fyrir fram- lag hennar á sviði myndlistar, spilaði ljóðaplötu sína á opnunarkvöldinu og sýndi einnig vídeóverk sín. Snorri Ásmundsson sýndi 50 portrait verk og Sigga Björg Sigurðardóttir, Renaud Perrin og 13 listamenn frá Hong Kong sýndu vídeóverk í ýmsum rýmum í Sláturhúsinu. Tvær listakonur, þær Katarina Mis- tall frá Svíþjóð og Marie Thams frá Danmörku voru í listamannadvöl á Fljótsdalshéraði, og þær heimsóttu skóla á Héraði á meðan dvöl þeirra stóð. Þær settu báðar upp verk sín í Sláturhúsinu, en verkin voru blanda af textaverkum, skúlptúrum og vídeólist. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Kristín Scheving en hún opnaði nýverið nýja raflistadeild í Listasafni Íslands, sem heitir Vasulka-stofa. Kristín er deildarstjóri þeirrar deildar. Hefur hún reglulega sýnt vídeoverk frá Hreindýralandshátíðinni í kaffistofu Listasafns Íslands allt þetta ár. Aðspurð sagði Kristín að hátíðin yxi frá ári til árs en á tíu ára afmælinu á næsta ári ætlaði hún að gefa út bók þar sem farið yrði yfir sögu hátíðarinnar frá upphafi. Hátíðin væri fyrir löngu orðin víðfræg og búin að festa sig í sessi og ólíklegt annað en að hún ætti eftir að vera fastur hluti af menningarlífi Austfirðinga og landsmanna allra um ókomin ár. LISTA-LJÓS Í MYRKRI Í kvöld, fimmtudaginn 13. nóv-ember kl 18: 00, verður sýningin LiSTa-LJÓS Í MYrKri opnuð á Hótel Héraði en þessi viðburður er hluti af dagskrá Daga myrkurs sem nú stendur yfir á Austurlandi. Um er að ræða samstarfsverkefni þar sem Lóa Björk , myndlistarmaður og list- greinakennari í ME, hefur fengið til liðs við sig í listsköpun nokkur ljóð- skáld á Austurlandi ásamt Bjarna Rafni tónlistarmanni og listanemum í áfanganum Samtímalistir af list- námsbraut ME. Skáldin sem taka þátt í verkefninu eru Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Hrafnkell Lárusson, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir, Ingunn Snædal, Sigurður Ingólfsson, Stefán Bogi Sveinsson og Steinunn Friðriks- dóttir. Þema verkefnisins er veturinn og myrkrið og það hvernig tengja má saman listgreinar eins og ljóðlist, tón- list og sjónlistir. Markmiðið er að kanna hvernig má nýta skammdegið til uppsprettu listsköpunar en ljósið og hið magn- aða myrkur er útgangspunktarnir í verkefninu. Lagt var til að ljóðskáldin semdu ljóð þar sem veturinn væri í aðalhlutverki eða nýttu eigin ljóð sem tengjast því þema og í framhaldi af því völdu nemendur sér ljóð til að vinna með. Þegar undirbúningsferli og hug- myndavinnu var lokið var farið í að mynda verkin og vinna nánar með textann og var hann þá ýmist lesinn upp eða unninn á myndrænan hátt. Nemendurnir vinna með ljóðin út frá eigin hugmyndum með ýmsum hætti þar sem blandað er saman líkamstján- ingu og náttúrumyndum. Lóa hefur hvatt þau til að fara ótroðnar slóðir í myndsköpuninni og láta hugmynda- flugið og þær myndir sem birtast þeim í ljóðunum stjórna ferðinni. Listanem- arnir hafa undanfarna daga verið að mynda og klippa saman, ýmist leikin atriði eða myndir teknar utanhúss í mismunandi birtu og veðri. Í kvöld má svo sjá afraksturinn þar sem kvikmyndirnar verða sýndar, ljóð- skáldin mæta og lesa upp milli þess sem Bjarni Rafn leikur sér með raftóna sína en hann er mjög efnilegur tónlistar- maður. Hann hefur tekið þátt í hinum ýmsu tónlistarviðburðum síðastliðin ár og hefur meðal annars unnið með hljómsveitinni Samaris. Þess má einnig geta að í tengslum við þetta verkefni gafst listanemendum Lóu Bjarkar kostur á að kynnast verkum, íslenskra og erlendra lista- manna sem voru hér á vegum Krist- ínar Scheving, stjórnanda hátíðarinnar 700.is. Hreindýraland nú á dögunum. Þau fengu þannig innsýn í videóverk þeirra en þema hátíðarinnar 700.is nú var einmitt texti í mynd. Sú hátíð var haldin í Sláturhúsinu en þar tóku einnig á móti þeim 10 þýskir listahá- skólanemar í masternámi og sýndu þeim hvernig þau unnu verk sín og voru þau ansi fjölbreytt. Lóa Björk og Kristín Scheving hafa verið í sam- starfi allt frá því videólistahátíðin 700. IS hófst fyrir níu árum síðan og þar hafa nemendur Listnámsbrautar ME oft fengið að njóta góðs af en þeir hafa tekið þátt í námskeiðum í videólist og ýmsum spennandi verkefnum síðan sú hátíð hófst hér á Austurlandi. Ef vel gengur er stefnt að því að verkið LJÓS Í MYrKri verði fram- lag austfirskra listamanna og listnema á Vetrarhátíð í Reykjavík 2015 þar sem þemað þar er einmitt MaGNað MYrKUr. Lóa Björk, höfundur ver- kefnisins, hefur áður tekið þátt í þeirri hátíð ásamt eiginmanni sínum Sigurði Ingólfssyni með videóverkinu FLÆði, sem varpað var upp á vegg í Sundhöll Reykjavíkur við góðan orðstír. Þar tengdu þau einmitt saman myndlist og ljóð en verkið fjallaði um Lagarfljótið. Á Vetrarhátíðinni í Reykjavík gefst gott tækifæri til að kynna það sem við hér á Austurlandi höfum fram að færa í listsköpun og hver veit nema farið verði með verkefnið enn lengra. Allt er mögulegt. Menningarráð Austur- lands hefur styrkt verkefnið og eru því færðar þakkir fyrir það og sömuleiðis Auði Önnu Ingólfsdóttur, hótelstýru á Hótel Héraði, sem bauð hópnum að halda þennan viðburð á Dögum myrkurs í glæsilegu anddyri hótels- ins. Lista- og ljóðaunnendur ættu ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara en allir eru velkomnir og ókeypis aðgangur. Lista-ljós í myrkri. Ljósmyndari: Elsa Katrín Ólafsdóttir Fréttatilkynning frá Austurbrú: Frumkvöðlasetur rís á Djúpavogi Frumkvöðlasetrið Djúpið var opnað á Djúpavogi 3. nóvem-ber síðastliðinn. Tilgangur set- ursins er að styðja frumkvöðla við að skapa ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar á Austurlandi. Það var síðastliðið vor sem Aust- urbrú ses. , AFL Starfsgreinafélag og Djúpavogshreppur undirrituðu viljayfirlýsingu um stofnun frum- kvöðlaseturs á Djúpavogi. Tilgangur setursins er að styðja frumkvöðla við að hrinda hugmyndum sínum í fram- kvæmd og skapa ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar í landshlutanum. AFL Starfsgreinafélag leggur setr- inu til að byrja með húsnæði í Sam- búð, Mörkinni 12, á Djúpavogi auk aðgangs að netttengingu. Djúpavogs- hreppur leggur frumkvöðlasetrinu til 250.000 kr. til að standa straum af nauðsynlegum stofnkostnaði. Austur- brú ses. veitir Djúpinu samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnu- lífi, menntun og menningu. Efnt var til nafnasamkeppni í haust til þess að finna frumkvöðlasetrinu nafn. Alls bárust 33 tillögur að nafni og varð nafnið Djúpið fyrir valinu. Sem fyrr segir var Djúpið opnað formlega í gær, 3. nóvember, og í tilefni dagsins var boðið upp á nám- skeiðið Sköpunarkjarkur sem byggt er lauslega á bókinni Sköpunarkjarkur eftir bræðurna Tom og David Kelly. Kennari námskeiðsins var Karl Guð- mundsson ráðgjafi í vöruþróun og markaðsmálum og sóttu það fimmtán nemendur. Nánari upplýsingar um Djúpið veitir Alfa Freysdóttir, verkefnastjóri Djúpsins, í síma 894 8228 og í net- fanginu frumkvodlasetur@djupi- vogur.is Horft inn í Djúpið á opnunarkvöldi.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.