Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.06.1992, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 02.06.1992, Blaðsíða 1
Ljósritunarpappír - gulur, rauður, grænn og blár - og að sjálfsögðu einnig hvítur Eyjaprent/Fréttir hf. ------------------------------------------------------ 19. drgangur vestmannaeyjum, 2.júní 1992 2$. tölublað Fax: 11293 Auglýsingar og ritstjóm: Simi 11210 | í 1 *▼j j fTiiT jffi jy Ryfc s ~ .- |L írtS m - iéÉ Blómaróslrnar, Halla og Inga, voru á föstudaglnn að selja blóm fyrlr svd. Bykyndll. Runnu þau út elns og heltar lummur, þvi hver gat sagt nel vlð þessar blómlegu konur sem alltaf eru tllbúnar að leggja góðom málum llð þegar mlklð llggur irlð. Pétur Jónsson, kennarl ósamt BJarna val. Flugskóli lfqls Andersen: Fyrsti nemandinn til að ijúka sólóprófi Krlstján Egllsson með sandhverfuna. HumarbóturinnSkuldVE: Með fyrstu sandhverfuna Eins og við greindum frá fyrir skömmu vill Tilraunastöð Hafrann- sóknarstofnun borga 5000 krónur fyrir lifandi sandhverfur. Áhöfnin á humarbátnum Skuld VE fékk sandhverfu í trollið á laugardagsmorguninn og tókst þeim að koma henni lifandi í hendurnar á Kristjáni Egilssyni forstöðumanni Náttúrugripasafnsins. Gísli B. Konráðsson skipstjóri sagði að sandhverfan hefði komið í trollið í Háfadýpi. I gær var sandhverfan enn við bestu heilsu og bíður nú flutnings í Tilraunastöðina. Er voent- anlegur siðdegis ð sunnu- dag f gær benti ekkert til annars en að Herjólfur komi til heimahafn- ar á hvitasunnudag eins og áætlað var. Þuríður Helgadóttir á skrif- stofu Herjólfs, sagði að í gær hefði hann verið á leið til Flekk- efjord eftir að hafa verið í slipp til lokaskoðunar. Fjölmenn móttökunefnd er í Noregi til að taka við skipinu á föstudaginn. Þann hóp skipa fimm manna stjórn Herjólfs hf. og jafnmargir úr varastjórn. Einnig þrír úr smíðanefnd, fyrr- um formaður smíðanefndar, framkvæmdastjóri og einn eftir- litsmaður. Þessir sextán fara á kostnað fyrirtækisins en makar eru úti á eigin vegum. Þá má að lokum geta þess að 3. stýrimaðurinn var kallaður út í gær til að skilyrði um fjölda í áhöfn verði fullnægt. Fyrir skömmu lauk fyrsti nemand- inn sólóprófi frá Flugskóla Vals Andersen. Sá heitir Bjarni Valur Einarsson, 18 ára framhaldsskóla- nemi, og stefnir hann að einkaflug- mannsprófi um næstu áramót. Pétur Jónsson flugmaður, kennari Bjarna Vals, er mjög ánægður með fyrsta nemenda sem nær þessum áfanga við skólann. Bjarni Valur hóf nám í febrúar sl. og þurfti ekki nema 17 flugtíma áður en hann tók sóló- prófið og má hann nú fljúga einn og yfirgefinn í nágrenni Eyjanna. Bjarni Valur er með þessu að láta æskudrauminn rætast. Hann segist hafa haft áhuga fyrir flugi svo lengi sem hann man eftir sér. Hann er staðráðinn í að Ijúka einkaflug- mannsprófi um næstu áramót og hyggur á atvinnuflugmannspróf í framhaldi af þvf. Skólinn hóf starfsemi í vetur og f dag eru fjórir nemendur við nám. Pétur segir þetta góða byrjun en hann vill flciri, þannig að mögulegt verði að halda bóklegt nám fyrir einkaflugmannspróf í haust. Hraðakstur: Tveir sviptir á staðnum Nokkrir ökumenn virðast hafa gleymt hraðatakmörkum á götum bæjarins því á tímabilinu frá klukkan 11 á fimmtudagskvöldið til miðnættis voru þrír staðnir að hraðakstri. Sá fyrsti var gómaður á Strandvegi kl. 11. Hann var mældur á 72 km. hraði. Hálftíma síðar var bifhjóla- knapi á ferð eftir Kirkjuvegi. Var hann á 110 km. hraða og var sviptur á staðnum. Og enn hálftíma síðar var sá þriðji tekinn. Ók hann á 104 km. hraða upp Skólaveginn Varð hann einnig að sjá á eftir ökuskírtein- inu. Loks var einn tekinn á 85 km. hraða á aðfararnótt laugardagsins. Brotist inn i trillu Lögreglu var á laugardagskvöldið tilkynnt um innbrot í trillu sem lá í höfninni. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær innbrotið var framið en lögregla álítur að það hafi verið nóttina áður. Þjófurinn eða þjófarnir stálu ein- hverju af verkfærum. Ekki hefur enn náðst í þá og er málið í rannsókn. Stútum fœkkar Klukkan fjögur á aðfararnótt fímmtudagsins var ökumaður stað- inn að meintum ölvunarakstri. Þessi ökumaður er sá 11. sem lögreglan hefur staðið að verki það sem af er árinu. Á sama tíma í fyrra voru stútarnir orðnir hvorki fleiri né færri en 22 þannig að um helmings minnkun er að ræða. Lögreglumaður sem rætt var við sagði þetta mjög ánægjulega þróun og vonandi héldi hún áfram. Kona kœrir líkamsórás -dró hana síðar til baka. Á aðfararnótt sunnudagsins kærði kona líkamsárás til lögreglu. Ekki mun ástæða kærunnar hafa verið mikil því nokkru seinna dró hún hana til baka og verður ekki meiragert í málinu afhendi lögreglu. m FJÖLSKYLDUTRYGGING FASTEIGNflTRYGGING © TRYG6INGAMIDST0DIN HF Umboð í Vestmannaeyium. Strandvegi 63 S 11862 Leitið ekki langt yfir skammt. Allar byggingavörur á einum stai HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYJA Garðavegi 13 - s í m i 1115 1 HÚSEY - Þjónustuaðili fyrir þig, þar sem fagmennskan og þjónustan er í fyrirrúmi HÚSEY rr\

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.