Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 31.07.2013, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2013 Pennagrein Sigurður Jónsson, járnsmiður og kaupmaður, var fæddur á Hliðsnesi á Álftanesi syðra, 27. október 1843. Hann lést 27. maí 1935. Sigurður var stundum nefndur klénsmiður, en það orð mun komið úr þýsku –kleinsch- mied- sem merkir fínsmiður á járn, gat t.d. verið lásasmiður en Sigurður var annálaður smiður, einkum á járn. Hann bjó á Akranesi 1888-1892, en þá flutti hann aftur til Reykjavíkur. Árið 1889, þegar hann bjó á Akranesi, kaupir hann það sögufræga Hoff- mannshús, þá 45 ára gamall. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir, einnig 45 ára. Hjá þeim voru þá þessi börn þeirra: Ingólfur 15 ára, Sigurður 12 ára og Guðrún 6 ára. Kaupmaður og frumkvöðull í Hoffmannshúsi Sigurður járnsmiður var mikill mynd- ar- og dugnaðarmaður og fram- kvæmdasamur. Hann fékkst hér dá- lítið við verslun, einnig járnsmíði, og hann var fyrsti maður sem setti á fót bakarí á Akranesi og byggði í því skyni sérstakt hús, rétt fyrir vestan Hoffmannshúsið. Hann lagði talrör milli bakarís og búðar til að auðvelda samskiptin. Sigurður gróf brunn í kjallara íveruhússins og lagði vatnsrör úr honum upp í eldhús og dældi vatn- inu upp. Er það fyrsta vatnsleiðsla og dæla sem sett var upp hér á Akranesi. Hann lagði einnig skólprör út úr hús- inu, sem var nýjung í þorpinu. Hann réði til sín útlærðan bakara úr Reykjavík til þess að kenna Ing- ólfi syni sínum, sem hann mun hafa sérstaklega ætlað að reka brauðgerð- arhúsið. Af ástæðum sem ekki eru kunnar seldi Sigurður Hoffmanns- húsið 1891, og flutti aftur til Reykja- víkur árið 1892. Sagt var að Sigurður hafi verslað töluvert og borist allmik- ið á. Hann var víkingur að hverju sem hann gekk, en ekki alltaf einhamur og þótti sumum erfitt að þola skap hans. Í nokkrum heimildum kemur fram að Sigurður hafi keypt bakarí af Bene- dikt St. Bjarnasyni, fæddum á Ísafirði 1859, en látnum 1918. Benedikt var í Hoffmannshúsi 1893-94, og er þá bakari, líklega fyrsti bakarinn sem sest að á Akranesi. Benedikt átti son, Júlíus, sem fæddur var í Georgshúsi á Akranesi 4. júlí 1894, en hann dó 2. nóvember 1962. Júlíus var kvæntur Sigríði Sigríksdóttur, Eiríkssonar frá Krossi; hann var sjómaður í Ívarshús- um 1930-40, síðan í Reykjavík. Sonur þeirra var Benedikt B. Júlíusson, sem margir eldri Skagamenn kannast við, f. 1929, og átti heima á Akranesi til 1958, síðast á Vesturgötu 67, að hann flutti til Reykjavíkur. Hann var húsa- smíðameistari. Yfirsmiður fyrsta vitans á Akranesi En aftur að Sigurði frá Hliðsnesi. Í fundargerð Æfingafélagsins á Akra- nesi frá 26. des. 1889 kemur m.a. fram að „fundarmenn hafi látið í ljósi þá ósk sína að fundarmaðurinn frá Hoffmannshúsi, Sigurður kaupmað- ur Jónsson gjöri áætlun um kostnað við byggingu fyrsta vitans á Akranesi, og taki verkið jafnframt að sér“. Hér var sem sagt um að ræða fyrsta vísi að vita á Akranesi, svokölluðum vörðu- vita eða fiskimannavita sem reistur var á Teigakotslóð og kveikt var á árið 1891. Hér sést að Akurnesingar hafa treyst Sigurði manna best til að smíða og reisa þetta mannvirki. Forgöngumaður að Vélsmiðjunni Héðni Eftir að Sigurður flytur til Reykja- víkur árið 1892, þá eignast hann hús- ið Aðalstræti 6, Jónassenshús, og lét hann byggja hæð ofan á það. Einnig reisti hann járnsmiðju á baklóð þess árið 1896 og aðra árið 1903, og var hann skráður eigandi að Aðalstræti 6A og 6C árið 1910. Árið 1901 eign- aðist Bjarnhéðinn Jónsson, járnsmið- ur bakhúsið Aðalstræti 6B, sem Sig- urður hafði reist, og var skráður þar til heimilis árið 1910 og hafði þar vél- smiðju, sem var upphaf að Vélsmiðj- unni Héðni. Bjarnhéðinn stund- aði nám hjá Sigurði Jónssyni og fékk sveinsbréf í járnsmíði árið 1899. Árið 1900 keypti hann smiðjuna af Sig- urði og rak hana til æviloka í Aðal- stræti 6B, þar sem hann bjó einnig. Eftir lát Bjarnhéðins, 31. des. 1920, keyptu Markús Ívarsson og Bjarni Þorsteinsson smiðjuna af ekkjunni og nefndu hana Vélsmiðjuna Héðinn til minningar um Bjarnhéðinn, en hann lést í Reykjavík í árslok 1920. Traust- ir hornsteinar hvíldu þannig und- ir stofnun „Héðins“ í elsta iðnaðar- hverfi landsins, þar sem Skúli fóg- eti Magnússon staðsetti „Innrétting- ar“ sínar 170 árum áður. Árið 1951 var húsið í Aðalstræti 6A flutt í Efsta- sund 99, en talið er að það hafi verið byggt 1825. Á þessu svæði, við Aðal- stræti, var síðar reist háhýsi það sem gengið hefur undir nafninu „Morg- unblaðshöllin“. Fremstur í járnsmíði á Íslandi á sinni tíð Sigurður Jónsson vann um skeið í verksmiðjum Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn, en eftir að hann flutti í Aðalstræti 6, bjó hann vél- smiðju sína þeim bestu tækjum sem þekkst höfðu hér á landi. Hann var mjög þjóðhagur og vafalaust sá fremsti í sinni iðngrein hér á landi. Lagði hann einkum stund á fínni járn- smíði, viðgerðir á vélum o.fl. Einn- ig fékkst hann við stærri verkefni, t.d. smíðaði hann fyrstu brýrnar yfir El- liðaárnar og gerði miklar endurbæt- ur á Reykjanesvita, sem þótti mik- ið mannvirki í þá daga. Sigurður var einn af stofnendum og meðeigendum fyrsta gufubátafélagsins við Faxaflóa og tók þátt í ýmsum öðrum fyrirtækj- um. Var einn af stofnendum Iðnað- armannafélags Reykjavíkur 3. febrú- ar 1867 og lifði lengst allra þeirra er félagið stofnuðu. Vinir hans minnast hans svo í minningargrein: „Hann var maður hár vexti og fríður sýnum og hinn höfðinglegasti ásýndum, hann var stilltur í lund, en þó þykkjuþung- ur, eins og göfugra manna er háttur, varð hann þeim mun betri, sem hann varð eldri“. Púltið, Skrínan eða Skattholið Áður en Sigurður flutti til Akraness, þá bjó hann í því sögufræga húsi, Vesturgötu 16B í Reykjavík, en það hús byggði Sigurður árið 1882, úr viði fengnum úr strandskipinu „Jame- stown“ (sjá Lesbók Mbl. 1/11 1936: Silfurfarmur á sjávarbotni í Höfn- um eftir Ólaf Ketilsson). Í húsinu hafði hann smiðju sína og bjó hann þar einnig, eða þar til húsið komst í eigu Benedikts Gröndals skálds, en eftir það gekk húsið undir nafninu Gröndalshús. Húsið þótti sérkenni- lega byggt. Það er tvílyft að framan og einlyft að aftan. Vegna þess gekk það undir ýmsum nöfnum, svo sem Púltið, Skrínan eða Skattholið. Bene- dikt Gröndal bjó í húsinu við Vestur- götu 16B til dauðadags, en hann lést árið 1907, rúmlega áttræður að aldri. Benedikt skrifaði m.a. ævisögu sína Dægradvöl í húsinu. Kona Benedikts var Ingigerður Tómasdóttir Zoëga, sem fædd var í Garðhúsum hér á Akranesi, en faðir hennar Tómas Zoëga byggði Garðhúsin árið 1845, eða sama ár og Ingigerður fæddist. Fyrirhugað var að flytja Gröndalshús- ið í Árbæjarsafn, en horfið var frá því; var húsið flutt út á Granda þar sem það var endurgert á vegum minja- verndar Reykjavíkurborgar. Helst er hugað að því að flytja þetta sögufræga hús, sem Sigurður á Hliðsnesi reisti, upp í Grjótaþorp, þar sem það fær að njóta sín innan um önnur gömul og sögufræg hús. Vélsmiðjan Héðinn hf. Vélsmiðjan Héðinn hóf starfsemi sína í núverandi mynd fyrir u.þ.b. 90 árum, þ.e. 1. nóvember 1922. Eins og áður sagði var hún stofnuð af þeim Bjarna Þorsteinssyni vélfræðingi og Markúsi Ívarssyni vélstjóra, en leiðir þeirra félaga höfðu legið saman í vél- smiðjunni Hamri. Og eins og áður sagði þá keyptu þeir smiðju þá sem Bjarnhéðinn Jónsson hafði starfrækt í Aðalstræti 6B frá því um aldamótin. Gáfu þeir hinu nýja félagi nafnið Héð- inn til virðingar þessum ágæta iðnað- armanni. Bjarnhéðinn hafði keypt smiðjuna af læriföður sínum, Sig- urði Jónssyni frá Hliðsnesi, en hann fékk leyfi til að reisa smiðju á lóðinni nr. 6 við Aðalstræti árið 1895. Um- svif vélsmiðjunnar Héðins urðu mjög umfangsmikil næstu árin og áratug- ina, og of langt upp að telja hér. Árið 1937 sá Héðinn um að reisa þrjár síldarverksmiðjur, m.a. verksmiðjuna á Akranesi. Verksmiðjan á Akranesi var endurbyggð árið 1948 og sama ár var síldar- og fiskimjölsverksmiðjan að Kletti við Reykjavík byggð. Báðar voru verksmiðjur þessar útbúnar með síldarpressum og öðrum tækjum frá Héðni. Fyrsta íslenska frystivélin var hönnuð og smíðuð af vélsmiðjunni Héðni hf. upp úr 1950 og var hún sett upp í frystihúsinu Heimaskaga hf. á Akranesi árið 1954. Í dag er Héð- inn hf. eitt stærsta fyrirtæki landsins í málmiðnaði og véltækni með 120 starfsmenn. Höfuðstöðvar fyrirtækis- ins eru í Hafnarfirði, en einnig rekur Héðinn þjónustuverkstæði á Grund- artanga í Hvalfjarðarsveit. Sonur byggðarinnar Þótt Sigurður Jónsson frá Hliðsnesi hafi hvorki geta talist Akurnesingur né að hann hafi búið hér lengi, aðeins i fjögur ár, þá skilur hann eftir sig djúp og áhrifamikil spor í sögu byggðar- innar. Hann stjórnaði af festu smíði og uppsetningu fyrsta vitans á Akra- nesi, en vitarnir áttu eftir að reynast sæfarendum góð leiðsögutæki, og vís- uðu þeim rétta leið og heila í höfn. Þá keypti Sigurður það merka hús, Hoff- mannshúsið, byggði fyrsta bakaríið á Akranesi, og í framhaldi af því útbjó hann húseignir sínar með nýjum og áður óþekktum útbúnaði, en það voru nýungar sem áttu eftir að ryðja sér til rúms á næstu árum. Þá kem- ur í ljós að Sigurður hefur á lands- vísu haft ómæld áhrif í verklegum framkvæmdum, sem leiddu til mikilla framfara fyrir land og þjóð. Ásmundur Ólafsson tók saman. Heimildir: Ólafur B. Björnsson: Saga Akraness og blaðið Akranes 1952, Mbl.-gagnasafn, Þor- steinn Jónsson, Reykvíkingar 2011, Borgfirzk- ar æviskrár o.fl. Sigurður Jónsson frá Hliðsnesi - örlagavaldur á Akranesi Götulífsmynd frá Aðalstræti í Reykjavík frá 1901. Myndin er tekin til suðurs. Á horni Aðalstrætis og Austurstrætis til vinstri er verið að leggja lokahönd á mikla stækkun Hótel Íslands (vinnupallar). Við enda götunnar er Klúbbhúsið og Spítalinn. Næst til hægri er Aðalstræti 2, þá Duusport og svo tvílyft hús Sigurðar Jónssonar, járnsmiðs, Aðalstræti 6 (Árið 1951 var húsið í Aðalstræti 6A flutt í Efstasund 99). Á þessu svæði var Morgunblaðshöllin reist síðar. Feðgar og uppfinningamenn á ferð: Sigurður Jónsson frá Hliðsnesi og sonur hans Oddur Vigfús Sigurðsson, hugvitsmaður í Lundúnum. Oddur er sá sem seldi Einari Benediktssyni vatnsréttindin (Dettifoss, Goðafoss m.m.). Fræg hús á Akranesi: Bakaríið sem Sigurður reisti 1889-90 til vinstri. Talrörið liggur milli þess og Hoffmannshússins til hægri. Auk þess sést í „Læknishúsið“ sem var byggt 1896 af Guðmundi Jakobssyni, kirkjusmið fyrir Ólaf Finsen, héraðs- lækni. Til hægri við það er „Georgshús“ (Vertshúsið), byggt 1883 af Georg Thor- steinssyni, sem drukknaði í Hoffmannsveðrinu 1884. Georgshús var lengi stærsta hús á Akranesi. Þau urðu örlög húsanna að Hoffsmannshúsið brann til kaldra kola 15. apríl 1946. Georgshús var flutt að gatnamótum Vesturgötu og Vallholts í kringum 1960; það var rifið 1970 og voru viðir úr því notaðir í útihúsabyggingar á bænum Gröf á Hvalfjarðarströnd. Læknishúsið stendur enn og er nr. 40 við Vesturgötu. Myndin er tekin úr kartöflugarðinum fyrir neðan Halldórshús, þar sem nú eru bílastæði við Bíóhöllina. Ljósm. af www.haraldarhus.is Myndasmiður óþekktur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.