Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 59

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 59
Taugalæknisfræði sérgrein verður til Sigurjón B. Stefánsson Ætli flestir læknar verði ekki sammála um það, að læknisfræði sé byggð á læknislist og vísindalegri þekkingu, og að sérhæfður þekkingargrunnur einkenni hverja sérgrein. Almennt er talið, að einn læknir geti ekki svo vel sé tileinkað sér nema einn þessara þekkingargrunna. Þegar sérgrein verður til, er oft andstaða gegn því ferli. Astæðan er sú, að einhverjir missa spón úr aski sínum við klofninginn og áhrif þeirra, sem eftir sitja, minnka. En hvenær er hægt að segja, að sérgrein hafi orðið sjálfstæð? Það, sem liðsmenn nýrrar sérgreinar fara fram á, er sjálfstæði til að skipuleggja kennslu, rannsóknir og sjúkraþjónustu. Tvö fyrri atriðin eru krafa um sjálfstæða kennslustöðu í greininni (kennslustóll, chair, Lehrstuhl), og er þá yfirleitt átt við prófessorsstöðu. Hið þriðja krefst sérhæfðrar sjúkradeildar, sem er stýrt af sérfræðingum greinarinnar. Hér verður sagt frá tilurð taugalækninga sem sérgreinar innan læknisfræði, og það er áhugavert að sjá, hversu ólík fæðingin er eftir löndum og menningarsvæðum. Læknisfræðin rís úr rústum Rómaveldis Eftir hrun Rómaveldis á fimmtu öld e. Kr. gerðist kirkjan í Evrópu milliliður í að úthluta ölmusu til lítilmagnans. Þetta kærleiksverk byggðist á þeirri kenningu, að „Guð hefði getað gefið öllum mönnum ríkidæmi, en það hafi verið Hans vilji, að í þessum heimi yrðu einnig til fátæklingar, svo að þeir ríku gætu bætt fyrir syndir sínar" með því að gefa ölmusu.1 í klaustrin leituðu fátækir og sjúkir hjálpar, og prestar sinntu lækningum á meðal almúgans. Mörkin á milli kærleika og ógnar voru þó óljós, og þegar miðöldum lauk, breyttust kærleiksverkin í ógnarleik galdrabrenna.2 Grísk læknisfræði ríkti í Rómaveldi, en á miðöldum hnignaði þekkingu manna á þeim fræðum í Vestur-Evrópu. í austur-rómverska keisaradæminu hélst grísk læknishefð og barst þaðan til Persíu og hins arabíska heims. Þar voru grísk læknisrit þýdd og lesin.3' 4 Á seinni hluta miðalda varð grísk læknisfræði á ný ráðandi í Vestur-Evrópu samfara auknum kynnum Evrópubúa af arabískri menningu og latneskum þýðingum arabískra rita. Við stofnun háskóla í Evrópu á 11. og 12. öld varð læknisfræði ein af megin kennslugreinunum. Togstreita varð nú á milli lækna, sem höfðu efni á að stunda háskólanám og læra læknisfræði af latínuritum og hinna, sem lærðu lækningar líkt og iðngrein hjá lærimeisturum úti í mannlífinu, ólæsir á latínu og jafnan efnalitlir. Latínulærðir læknar lögðu einkum fyrir sig innvortis sjúkdóma, og til þeirra leituðu þeir, sem betur voru efnum búnir. Hugmynd grískrar læknisfræði var, að sjúkdómar stöfuðu af jafnvægisröskun líkamsvessanna, en vessarnir voru blóð, gult gall, svart gall og slím. Til að endurreisa jafnvægið var ýmsum ráðum beitt, svo sem blóðtökum, inntöku uppsölu- og niðurgangslyfja eða með því að mynda vessandi húðsár, framkölluð með bruna eða lyfjum.5 Sjúklingar iðnlærðra lækna (sáralækna, bartskera, baðara) komu úr lægri samfélagsstigum. Þessir læknar urðu leiknir í að meðhöndla sár, kýli, tognanir og beinbrot, þeir urðu herlæknar (feltskerar) síns tíma. Hér mátti þegar sjá skiptingu læknisfræðinnar í lyf- og handlækningar. LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.