Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 2
„Það eru allir fluttir úr húsinu nema ég og kona mín. Það eru allir að flýja,“ segir Stefán Björgvin, íbúi á Grettis- götunni. Mikil læti eru í kringum skemmtistaði borgarinnar bæði á virkum kvöldum og um helgar. Ná- grannar heyra mikið af köllum og hrópum á morgnana um helgar. „Það er ekki hægt að bjóða íbúum miðborgarinnar upp á þetta,“ segir hann. Erfitt að selja íbúðirnar Nágrannar skemmtistaðanna í miðborginni eru farnir að flýja heim- ili sín til þess að fá frið á næturnar. Stefán er íbúi að Grettisgötu 3. Hann segist ekki geta selt íbúð sína en all- ir aðrir eru farnir út. Hann segir að staðsetningin sé góð en það verði að koma til móts við íbúðareigendur en það sé óleysanlegt vandamál. „Þeir geta ekki gert neitt eins og staðan er í dag því vítahringurinn hefur ver- ið opnaður. Það tekur nokkur ár að vinna í þessum málum,“ segir hann. Fangar kvarta lítið Guðmundur Gíslason, forstöðu- maður Hegningarhússins á Skóla- vörðustíg, segir að ekki hafi margar kvartanir komið frá föngunum vegna hávaða frá skemmtistöðunum sem eru í nágrenninu. Þeir fangar sem eiga erfitt með sjálfan sig hafa bent á að almennt sé erfitt fyrir þá að heyra glaum og gleði allar nætur. Forstöðumaðurinn telur að stytt- ing afgreiðslutímans sé ekki besta lausnin til að minnka hávaðann á götum borgarinnar, því ástandið er lítt betra en fyrir nokkrum árum þeg- ar skemmtistöðum var lokað klukk- an þrjú. Skemmtistaðaeigendur ekki sáttir „Þeir fara alltaf grófustu leið- ina. Þeir eru búnir að taka af okkur viðskiptavini fyrripart dagsins með því að setja reykingabannið á og nú ætla þeir að taka kúnnana sem koma seinnipartinn með því að stytta af- greiðslutímann,“ segir Kormákur Geirharðsson, veitingamaður á Öl- stofunni. Héldu að allt væri í góðu Samgöngu- og umhverfissvið sendi veitingamönnum álit um að það legði til að lokað yrði klukkan þrjú í stað hálfsex. Lögfræðingur Kor- máks fór í málið og andmælti þeirri tillögu þar sem þeir höfðu fengið að lesa yfir skýrslur frá lögreglunni nokkru fyrr og koma kvartanirnar frá einum manni. Samkvæmt skýrslum lögreglunnar kom fram að þegar hún kom á svæðið hafi ekki verið mikill hávaði og ekkert sérstakt í gangi fyr- ir utan. Samgöngu- og umhverfissvið svaraði ekki andmælabréfinu og því héldu veitingamennirnir að málið væri allt í góðum farvegi og andmæl- in hefðu verið tekin til greina. Stóri skellurinn Veitingamenn Ölstofunnar, Vegamóta og Kaffi Ólivers mættu á fund fyrir skömmu með borgar- stjóra Reykjavíkur, lögreglustjóra og fleirum sem koma að miðborg- inni. Á þessum fundi var verið að ræða hvað hægt væri að gera til að minnka hávaðann í miðborginni. Daginn eftir fengu Vegamót og Öl- stofa Kormáks og Skjaldar bréfið þar sem þeim var gert að stytta af- greiðslutímann. Hægt að fara tvær leiðir Kormákur telur að hægt sé að fara tvær leiðir til að bæta ástandið. Annaðhvort sé að rýmka skilyrðin fyrir reykingaklefum, hafa þá hljóð- heldari en þeir eru í dag eða að leyfa reykingar inni í afmörkuðum rým- um sem myndi ekki trufla reyklaust fólk og starfsmenn. Tekur hann fram að það eigi að vera á ábyrgð staðar- ins að velja hvort henti betur fyrir þá en sjálfur segist hann vera hlynnt- ur báðum leiðunum. Veitingamenn hafa beðið um frest til þess að þurfa ekki að brjóta lög. Kormákur telur fullvíst að fleiri muni styðja hann. ,,Ég get næstum hengt mig upp á það að fleiri veitingamenn fylgja í kjölfar- ið,“ segir Kormákur. Þetta helst föstudagur 13. júní 20082 Fréttir DV - þessar fréttir bar hæst í vikunni Bubbi Morthens kvæntist Hrafnhildi Hafsteinsdótt- ur við fallega en látlausa athöfn í Reynivallakirkju í Kjós síðasta laugardag. Þó veðrið hafi ekki leikið við brúð- hjónin létu þau það ekki á sig fá og voru bæði hin glæsilegustu. Nánustu vinum og fjölskyldu hjónanna var svo boðið í brúð- kaupsveislu í húsi Ungmennafé- lagsins Drengs við bakka Laxár í Kjós. Margt góðra gesta var í veislunni og fór miðborgarstjór- inn og Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon á kostum í veislunni, þar sem hann benti á hversu mikið karlmenn við Meðalfellsvatn sækja í yngri konur. Tuttugu ára aldursmunur er á Bubba og Hrafn- hildi. Við vatnið búa meðal annars einnig Óskar Páll Sveinsson upp- tökustjóri og Alma Guðmundsdóttir úr Nylon, en á þeim er sautján ára aldursmunur. Þá er sjálfur Jakob Frímann með tuttugu árum yngri konu. Í kirkjunni söng Ragnheiður Gröndal til brúðhjónanna, en hápunktur- inn var sennilega þegar brúðguminn söng frumsamið lag til eiginkonu sinnar. Gestir hrifust mikið með laginu. kóngurinn kvænist fegurðardrottningu F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð mánudagur 9. júní 2008 dagblaðið vísir 102. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins DV GEFUR MILLJÓN SPOR51FUGLFarðu inn á dv.is og sláðu inn leyniorð dagsins. Leyniorð dagsins Geymið miðann Við gefu m fimm 10.000 kr matarkö rfur hve rn virkan d ag í júní Ísland enn á lista hinna viljugu SviðSkrekkurvið altarið allt um brúðkaup bubba og hrafnhildar hafsteinsdóttur: brigitte bardot fordæmir ísbjarnardrápið í skaga-firði. smánarlegt og örvænting eru orð sem fyrir-sætan fyrrverandi notar. bardot berst fyrir rétt-indum dýra eftir farsælan feril sem kynbomba. Bardot Brjáluð nýgift fréttir MYND MARÍA ELÍNARDÓTTIR fréttir Þrátt fyrir loforð ingibjargar sól-rúnar gísladóttur um að taka ísland af lista hinna viljugu Þjóða er landið enn Þar. listinn er aðgengilegur á heimasíðu hvíta hússins. Elvar Már Jóhannsson, rúmlega tvítugur sjó- maður, var úðaður með piparúða af lögreglunni á Patreksfirði undir lok sjómannadagsins. Hann hyggst kæra aðfarir lögreglu. Á myndbandi sem gekk á netinu sjást lögreglumenn sprauta úðan- um framan í Elvar Má, þrátt fyrir að hann hafi ekki sýnt mótþróa við handtöku. Elvar vill meina að lögreglan hafi slegið hann margsinnis á meðan hann lá í jörðinni. Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum hafnar ásökunum og segir sína menn hafa farið að reglum í hvívetna. Elvar lenti í slagsmálum fyrr um kvöldið, en tveir menn hafa kært hann fyrir lík- amsárás. Elvar segist hafa boðist til að setjast inn í lögreglubíl með því skilyrði að vopnaði lögreglumaðurinn kæmi ekki nálægt honum. Sú varð ekki raunin og á myndbandinu sést lögreglumaðurinn úða piparúða framan í sjómanninn unga. í mál við gaslöggur sjómaður í mál við gaslöggur F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 10. júní 2008 dagblað ið vísir 103. tbl. – 98. árg. – verð kr. 2 95 dv.is besta rannsóknarblaðamennska árs ins DV GEFUR MILLJÓN NORNA61SEIDUR Farðu inn á dv.is og sláðu inn leyniorð dagsins. Leyniorð dagsins Geymið miðann Við ge fum fi mm 10.00 0 kr matar körfur hvern virkan dag í júní Elvar Már Jóhannsson var úðaður MEð piparúða á sJóM annadaginn: Íslenskir netnÍðingar niðurlægja stúlkur hnEfalEikaMaðurinn skúli árManns- son gErði sér lítið fyrir og vann fyrsta andstæðing sinn sEM atvinnuMaður. á nýrri vEfsíðu Eru birtar svæsn- ar nEktarMyndir af íslEnskuM stúlkuM. Þær Eru varnarlausar gagnvart uppátækinu. fErskt salat rEyndist banabiti rEkstrarfyrirtækis hiMnEskrar hollustu. farið Er fraM á að félagið vErði tEkið til gJaldÞrotaskipta. En vörurnar sEM skarta andliti sólvEigar Eiríksdóttur lifa líklEga áfraM. Himnesk Hollusta farin á Hausinn fréttir sport kærður fyrir brot gegn valdstjórn inni „maðurinn var Hættulegur,“ segir lö greglan fréttir sigur Í fyrsta bardaga 2 Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Bruna- varna Suðurnesja, hefur verið leystur frá störfum á meðan stjórn embættisins fer yfir hvers vegna fjölmiðlar höfðu aðgang að útkallsrásum embættisins. Sig- mundur unir ákvörðun stjórnar- innar og er í launuðu leyfi á með- an málið er skoðað. Hann segir sjálfur nauðsynlegt að sannleik- urinn í málinu verði leiddur í ljós og boltinn sé hjá Brunavörnum. Embættið skoðar nú hversu alvarlegt eða umfangsmikið málið er. sigmundur settur í leyfi miðvikudagur 11. júní 2008 2 Fréttir DV Ekki veitt í Héðinsfirði Landeigendur í Héðinsfirði hafa ákveðið að selja ekki veiði-leyfi til almennings í Héðinsfirði í sumar. Þorsteinn Jóhannesson, formaður veiðifélags Héðins-fjarðar, segir að þetta hafi verið ákveðið vegna þess hve umsvifa-mikil sprengjuvinna standi fyrir dyrum vegna Héðinsfjarðar-ganga. „Úr varð að verktakinn greiðir veiðifélaginu fyrir að selja engin veiðileyfi til almennings,“ seg-ir Þorsteinn. Landeigendur og starfsmenn verktakafyrirtækja fá eftir sem áður að veiða í firðinum sem er rómaður fyrir góða sjó-bleikjuveiði. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Síldin komin Fyrstu síldinni, sem berst til Norðurlands á þessari vertíð, var landað á Þórshöfn. Sigurð-ur VE-15 landaði þar fullfermi af síld, eða 1500 tonnum, og fór hún öll í bræðslu. Síldin veiddist norðaustur af Jan Mayen en mjög góð síldveiði er á þessum slóðum og um tugur íslenskra skipa þar á veiðum. Síldin er úr norsk-ís-lenska síldarstofninum, en tölu-vert hefur orðið vart við síld úr stofninum í íslensku lögsögunni. Þetta kom fram á ruv.is Skjálftafundur með Árna Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson, þingmenn Fram-sóknarflokksins, hafa sent Árna M. Mathiesen, fyrsta þingmanni Suðurkjördæmis sem og öðrum þingmönnum kjördæmisins, beiðni þar sem farið er þess á leit við ráðherr-ann að hann boði alþingis- menn til fundar vegna nýaf-staðinna jarðskjálfta. Vilja framsóknarmennirn-ir að á fundinn verði boð- aðir fulltrúar þeirra sveitar- félaga sem harðast urðu úti í skjálftanum, forystumenn sunnlenskra sveitarfélaga, Viðlagatryggingar Íslands, Almannavarna á svæðinu og þ r verði farið yfir afleiðingar jarðskjálftanna og staða mála rædd með heimamönnum. Kaupum meira af áfengi Sala á áfengi jókst um rúm 13 prósent í maí miðað við sama mánuð árið áður. Ef miðað er við breytilegt verðlag á milli ára er aukningin þó tæp 20 prósent. Í maí var velta áfengisverslunar 18,9 prósent meiri en í apríl þar á undan miðað við fast verðlag. Líkleg skýring á þessari auknu sölu áfengis er fimmta helgin í maí sem viðmiðunarmánuðirnir hafa ekki. Neyslan eykst á sama tíma og verð hefur hækkað um 5,8 prósent frá því í fyrra. Stefán Karl Lúðvískson Dæmdur fyrir deyfandi sleipiefniStefán Karl Lúðvíksson, eigandi erótísku verslunarinnar Amor, var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu fjörutíu þúsund króna sektar fyrir að flytja til landsins handjárn og sleipiefni. Aðspurður hvort dómurinn hafi valdið honum vonbrigðum segir Stefán: „Að sjálfsögðu.“ Hann bætti við að hann væri staddur erlendis og gæti því ekki tjáð sig frekar um dóminn. Forsaga málsins er að við tollaeft-irlit síðasta sumar voru gerð upptæk 36 sett af handjárnum úr málmi og 24 túpur af sleipiefni sem innihélt ólögleg lyf. Stefán var síðan ákærður fyrir brot á vopnalögum vegna innflutnings hand-járnanna og brota á lyfjalögum vegna innihalds sleipiefnisins. Hann hafði þá selt hvort tveggja í verslunum sínum en tók það úr sölu eftir athugasemdir lögreglu. Sleipiefnið sem um ræðir heit-ir Anal-ease og inniheldur benzocain sem er deyfandi efni. Það fæst víða í erótískum búðum erlendis og er með-al annars hægt að fá það með kirsu-berjabragði. Nú selur Stefán hins vegar sleipiefnið Moist Anal Lube með sam-þykki lögreglunnar. Í frétt DV um málið sagði Stefán að viðskiptavinir hans hafi spurt reglulega um handjárnin eftir að þau voru fjar-lægð úr versluninni. Viðskiptavinirnir hafa að sögn Stefáns lýst yfir hneyksl-un sinni og undrun yfir því að honum sé meinað að selja handjárnin. Stefán hefur alla tíð kallað járnin ástarjárn, sem er bein þýðing úr ensk-unni; love cuffs. Samkvæmt löggjafan-um heyra þau þó undir vopnalög. Ekki er ljóst hvort Stefán ætlar að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. erla@dv.is Neitaði sök Stefán karl Lúðvíksson sagðist aldrei hafa grunað að hann væri að fremja afbrot og hætti sölu á bæði handjárnunum og sleipiefninu þegar tollayfirvöld gerðu athugasemdir. „Það er ómögulegt að segja hversu langan tíma þetta ferli mun taka, en á meðan við erum að gera okkur grein fyrir staðreynd- um málsins, þá er hann heima hjá sér í launuðu fríi.“ vaLgeir örN ragNarSSoN blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Sigmundur Eyþórsson, slökkvi-liðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, hefur verið leystur frá störfum í ótilgreindan tíma á meðan stjórn Brunavarna Suðurnesja skoð-ar hvers vegna tilteknir fjölmiðlar höfðu aðgang að útkallsrásum emb-ættisins. DV greindi frá því í síðasta mánuði að slökkviliðsstjórinn hefði meðal annars veitt Morgunblað-inu, Fréttablaðinu, Víkurfréttum og Loga Bergmann Eiðssyni, fréttaþul hjá Fréttastofu Stöðvar 2, aðgang að kerfi og tíðnisviðum embættis-ins. Fjölmiðlunum var kleift að fá aðgang með svokölluðum Tetra-talstöðvum. Ákvörðun um að Sig-mundur yrði settur í leyfi var tekin um helgina. Í launuðu fríi Sigurvin Guðmundsson, stjórn-arformaður Brunavarna Suður-nesja, staðfestir að Sigmundur sé kominn í leyfi á meðan embættið skoðar málið. „Þetta snýst um þetta Tetra-mál og aðgang fjölmiðla að kerfinu. Þetta er í ákveðnum farvegi núna og við erum að skoða hversu alvarlegt eða umfangsmikið þetta mál er.“ Sigurvin segir ómögulegt á þessu stigi að tjá sig um hvort eða hvenær Sigmundur muni snúa aft-ur til starfa, eða hvernig tekið verði á málinu af hálfu embættisins. „Ég vil ekki kalla þetta rannsóknarferli, við erum að setjast niður og fara yfir málið, það er staðan eins og hún er núna. Það er ómögulegt að segja hversu langan tíma þetta ferli mun taka, en á meðan við erum að gera okkur grein fyrir staðreynd-um málsins er hann heima hjá sér í launuðu fríi,“ segir hann. Jón Guðlaugsson, aðstoðar-slökkviliðsstjóri Brunavarna Suð-urnesja, hefur verið skipaður í starf Sigurmundar um ótilgreindan tíma. Spurður um samskipti embættisins við Sigmund, segist Jón ekki vita til þess að ósætti ríki um ákvörðunina. eðlilegt að vera heima Eins og fram hefur komið í DV sagðist Sigmundur heimila til-teknum fjölmiðlum aðgang að útkallsrásunum á þeim forsend-um að gott samstarf við fjölmiðla væri mikilvægt og það væri gott að upplýsingar kæmust sem fyrst í hendur fjölmiðla. Fjölmargir lýstu yfir óánægju sinni með einhliða ákvörðun Sigmundar, þar sem viðkvæmar persónuupplýsingar væru gefnar upp á rásunum. Sigmundur kvaðst ekki hafa áhyggjur af því. DV ræddi við Sigmund í gær. „Þetta er náttúrlega sú niðurstaða sem stjórn- in hefur tekið, að ég sé í launuðu sumarfríi. Það er alveg eðlilegt á meðan málið er í rannsókn og ég er ekkert ósáttur við það. Sannleikann í málinu þarf að leiða í ljós,“ segir Sigmundur Eyþórsson. Hann vill lítið tjá sig um framtíð sína hjá slökkvi- liðinu og segir boltann vera hjá stjórninni. „Það er ekki mitt að ákveða hvað gerist næst, stjórnin vinnur sína vinnu og næstu skref eru í henn- ar höndum,“ segir hann. Sigmundur eyþórsson Sigurvin guðmundsson Slökkvilið Fjölmiðlar höfðu aðgang að útkallsrásum slökkviliðsins. Sigmundur eyþórsson Sigmund-ur verður í leyfi á meðan stjórn Brunavarna Suðurnesja skoðar málið. SLÖKKVILIÐSSTJÓRISETTUR Í FROST3 Hagkv ma r að lifa kóngalífi í viku í stað þess að fara í ferðalag út á land eða til útlanda. Það er hagkvæmara að fara út að borða í hádeginu, borða lúxusmáltíð í Perlunni á kvöldin, fara í Bláa lónið, bíó og Húsdýra- garðinn í stað þess að keyra um landið. Bensínverð er svo hátt að það er næstum því jafndýrt fyrir fjögurra manna fjölskyldu að fara í vikuferð á sólarströnd og að fara hringferð um landið með gistingu á hótelum. vertu heim F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð fimmtudagur 12. júní 2008 dagblaðið vísir 105. tbl. – 9 8. árg. – verð kr. 295 dv.is besta rannsóknarblaðamen nska ársins Þeir sem hafa reynslu af fíkniefnainnflut n- ingi segja innflutning hollendings á hátt í 200 kílóum af hassi hafa verið heimskuleg - an. hollendingurinn sló íslandsmet í mis- heppnuðum hassinnflutningi í gær. Heimskulegt Hasssmygl LúxusLíf ódýrara en ferðaLag kostar 120 þúsund að fara hringin n litlu dýrara í sólarlandaferð hagkvæmara að halda sig í heimabyggð og lifa hátt: Vertu heima og lifðu eins og kóngur DV GEFUR MILLJÓN NATTUR99AN Farðu inn á dv.is og sláðu inn leyniorð dagsins. Leyniorð dagsins Geymið miðann Við ge fum fi mm 10.00 0 kr matar körfu r hver n virkan dag í júní kastljósið dregið fyrir Héraðsdóm sonur og tengdadóttir jónínu bjartm arz, fyrrverandi umhverfisráðherra, hafa stefnt sjónvarpsfólkinu Þórhalli gunnarssy ni, jóhönnu vilhjálmsdóttur, helga se ljan, sigmari guðmundssyni og páli magnús syni fyrir dóm vegna meiðyrða. 4 Veitingamenn eru afar ósáttir við tillögu um stytt- ingu afgreiðslutíma skemmtistaðanna. Kormákur Geirharðsson, veitingamaður á Ölstofunni, telur að hægt sé að fara aðrar leiðir en þær sem eru farnar í dag. Nágrannar kvarta og flýja heimili sín vegna hávaða sem berst frá skemmtistöðum. Fangar í Hegningarhúsinu kvarta lítið. hitt málið ÍBÚAR FLÝJA SKEMMTISTAÐI „Það er ekki hægt að bjóða íbúum miðborg- arinnar upp á þetta.“ Hávaðamengun stefán Björgvin, íbúi í miðborginni, er ekki sáttur við hávaðann í kringum skemmtistaðina. Kormákur Geirharðsson Veitingamenn hafa beðið um frest til þess að þurfa ekki að brjóta lög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.