Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 10
„Það er ekkert annað en ofbeldi þegar menn aka langt yfir hámarks- hraða og stofna lífi og limum sam- ferðafólks síns í hættu. Hraðakstur er ofbeldisglæpur,“ segir Ragnheið- ur Davíðsdóttir, forvarnarfulltrúi Vátryggingafélags Íslands. Hættulegustu vegir á Íslandi liggja rétt fyrir utan borgarmörkin; Suðurlandsvegur, Vesturlandsvegur og Reykjanesbraut. Á þessu ári hafa sjö banaslys átt sér stað í umferð- inni. Fjögur af þeim voru í dreifbýli, þar af tvö á Suðurlandsveginum. Það sem af er ári hafa flest al- varleg umferðarslys orðið á Reykja- nesbrautinni. Slysin nú eru rakin til vegaframkvæmda og skorts á grein- argóðum merkingum. Eftir tvöföldun brautarinnar hef- ur þó ekkert banaslys orðið þar. Að framkvæmdum loknum má því gera ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði öruggari en nokkru sinni áður. Hluti Suðurlandsvegar hefur einnig verið tvöfaldaður sem er mjög til bóta fyr- ir umferðaröryggi. „Við róum lífróður til að fá tvö- falda vegi,“ segir Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, en tvöföldun helstu slysavega er forgangsatriði að hans mati. Beltin hefðu bjargað 42 lífum Gunnar Geir Gunnarsson, verk- efnastjóri hjá umferðaröryggissviði Umferðarstofu, segir að flest alvar- leg slys eigi sér stað í júlí og ágúst þegar heilt er á litið. Miklar sveiflur eru þó á fjölda slysa á milli ára. Ragnheiður Davíðsdóttir bendir á að áður hafi alvarlegustu umferð- arslysin orðið í þéttbýli. Nú sé um- ferðin þar orðin svo þung að öku- menn eigi erfiðara með að aka yfir hámarkshraða. Alvarlegustu slysin hafa því færst út á þjóðvegina enda hraðakstur algengasta orsök alvar- legra umferðarslysa. Þá hafi malar- vegirnir verið skárri upp á hann að gera þar sem fólk komst ekki jafn- hratt og á bundna slitlaginu. Stóru vegirnir í grennd við höf- uðborgarsvæðið eru miklar slysa- gildrur, þar eru bæði á ferð syfjaðir ökumenn á leið heim sem og þeir sem ólmir vilja komast sem allra fyrst út úr þéttbýlinu. Ágúst Mogensen segir skort á notkun öryggisbelta sorglega stað- reynd meðal íslenskra ökumanna. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarnefndarinnar má telja líklegt að fjörutíu og tveir af þeim sem lát- ist hafa á undanförnum tíu árum í umferðarslysum væru enn lifandi hefðu þeir verið í öryggisbeltum. Ekki þarf að vera á nema um áttatíu kílómetra hraða til að eiga á hættu að kastast út úr bíl eða hljóta hættuleg meiðsl. Vegna veðurs er þjóðvegurinn víða upphækkaður. Oft þarf ekki mikið til að fara út af og veltan af háum veginum gefur verið lífshættuleg. Um helmingur bana- slysa í umferðinni er rakinn til út- afaksturs sem á sér oft stað þegar ekið er yfir hámarkshraða. Rifrildi við makann Á hverju ári verða minnst eitt eða tvö alvarleg slys þar sem ökumaður er illa upplagð- ur þegar hann fer út í umferð- ina. Ágúst segir að þeir sem hafi verið að rífast við maka sinn og sé mikið niðri fyrir séu sjaldnast í ástandi til að aka bifreið. Þeir sem eru í andlegu ójafnvægi virða síður hraða- takmarkanir og sinna lítt um öryggi þar sem hugur þeirra er annars staðar. „Í fyrra mátti rekja fleiri en eitt banaslys til þessa,“ seg- ir hann. Þreyta er einnig mikill áhættu- þáttur í umferðinni og er skemmst að minnast auglýsingaherferð- ar Umferðarstofu þar sem fólk var hvatt til að hvíla sig í fimmtán mín- útur ef syfja sækir að ökumanni. Ág- úst segir raunhæft að miðað við að fólk aki ekki lengur í senn en tvær eða þrjár klukkustundur. Þannig er nauðsynlegt að stoppa minnst einu sinni þegar ekið er á milli Reykjavík- ur og Akureyrar. Ekki þarf að missa sjónar á veginum í meira en fimm eða tíu sekúndur til að illa geti far- ið. „Í árekstrarprófunum eru bíl- ar aðeins á 64 kílómetra hraða á klukkustund,“ segir Ágúst. Þegar hraðinn er orðinn mikið meiri stór- aukast líkur á alvarlegum áverkum ef árekstur verður. Jeppaeign er einkennandi fyrir Íslendinga og er um helmingur bíla á götunni stærri en meðal fólksbíll. Ef smábíll lendir í hörðum árekstri við jeppa eru yfirgnæfandi líkur á að ökumaður minni bílsins slasist alvar- lega. Jepp- arn- ir eru þó ekki endilega öruggir því burðarvirkið getur gefið sig og þeir sem inni eru orðið fyrir miklum áverkum. Áhættusæknir ökumenn Ágúst leggur áherslu að umferð- arslys snúist ekki aðeins um öku- menn bifreiða og farþega þeirra heldur einnig gangandi vegfarend- ur og ökumenn bifhjóla. Á síðasta ári lést einn sem var á gangi þegar ekið var á hann. Bifhjólum fjölgar sífellt og segja má að á síðustu árum hafi átt sér sprenging í bifhjólaeign. Rannsóknarnefnd umferðarslysa tók saman að sjö ökumenn bifhjóla létust á árunum 2003 til 2007. Árin fimm þar á undan voru sambærileg slys aðeins þrjú. „Það verður að segjast eins og er að margir sem aka á svokölluðum kappakstursbifhjólum fara svívirði- lega hratt. Þar verða þeir að taka til í eigin ranni,“ segir Ágúst. Þó skortir einnig á að ökumenn bifreiða veiti bifhjólum næga athygli í umferð- inni, svo sem á gatnamótum. Það er gömul mýta að það séu yngstu ökumennirnir sem valdi flestum slysum. Ág- úst segir reynslu ökumanns skipta miklu í umferðinni. Þó sé besta forspárgild- ið fyrir slys saga um um- ferðarlagabrot. Þannig séu áhættusæknir ökumenn jafnhættulegir í umferð- inni þegar þeir eru orðnir eldri eins og á fyrstu árum ökuferilsins. Til að sporna við umferð- arlagabrotum, og þá sér í lagi hraðakstri, á þjóðvegum tel- ur Ragnheiður að sýnileiki lögreglumanna skipti höf- uðmáli, en sjálf starfaði hún áður í lögreglunni. Viða hafa verið settar upp löggæslumyndavélar sem hún segir ágætar til síns brúks. Þær myndi þó aðeins brotið þannig að hægt sé að bera þau upp á ökumenn síðar. Ölvaður ökumaður eða sá sem ekur langt yfir hraðatakmörk- unum heldur því hins vegar áfram þótt hann náist á mynd. Þannig er brotið ekki stoppað. Það geri aðeins lögreglumenn, segir Ragnheiður. föstudagur 13. júní 200810 Helgarblað DV HRAÐAKSTUR ER OFBELDI Sumarið er tím- inn fyrir umferð- arslys. Mun fleiri alvarleg umferðarslys eiga sér stað á sumrin en öðrum árstímum. Rekja má það meðal annars til ferðalaga landans í sumarleyfinu. Fjórtán af fimmtán bana- slysum í umferðinni í fyrra áttu sér stað í dreif- býli. Alvarleg umferðarslys eru langal- gengust úti á landi. Einnig er mest um ölvunarakstur yfir sumarmánuðina. Þeir sem hyggjast aka þjóðveginn í sum- ar ættu því að huga að örygginu. SlyS Á þjóðvegum Á ÁRunum 2003 til 2007 Svartir punktar tákna banaslys, rauðir punktar tákna slys með miklum meiðslum á fólki og gulir punktar sýna slys með litlum meiðslum á fólki. HRaðakStuR 19 prósent ÖlvunaRakStuR 16 prósent Án BílBeltiS 13 prósent SofnaR undiR StýRi 5 prósent BiðSkylda ekki viRt 5 prósent *á fyrstu fimm mánuðum ársins 2008 2005 2006 2007 2008 *19 13 31 13 15 14 7 4 alls látnir Þar af í dreifbýli tæp 60 prósent banaslysa í umferðinni má rekja til fimm þátta.BanaSlyS í umfeRðinni SektiR vegna HRaðakStuRS 90 100 110 120 130 140 150 akStuRSHRaði í kílómetRum Á klukkuStund 10 þúsund 30 þúsund 50 þúsund 1 punktur 70 þúsund 2 punktar 90 þúsund 3 punktar 130 þúsund, 4 punktar, 1 mánaðar svipting eRla HlynSdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is tugir barna í umferðarslysum Árlega slasast 35 til 40 börn sex ára og yngri sem eru farþegar í bílum. Með góðum öryggisbúnaði hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara slysa. Framhald á síðu 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.