Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 16
föstudagur 13. júní 200816 Helgarblað DV nótum og það er stutt síðan ég talaði alvarlega við hana um þessa tíma. Ég sagðist þar geta fyrirgefið henni og hún varð hissa í fyrstu. Eins og hún hafi ekki átt von á því. En ég var full af heift, út af þessu öllu saman.“ Allt í hers höndum Eitt kvöldið þegar Jón var við vinnu í Klúbbnum, sem þá var auka- vinna hans, fór Hanna í bíó með systur sinni og mági og var því ráðin barnapía. „Þegar ég kom heim var allt í hers höndum. Þá voru barna- pían og mamma hennar í sjokki, vegna þess að þær töldu að Anna hefði verið bundin í rúminu. Sem var kjaftæði. Strákurinn, Gunnar, átti að hafa verið í reiðileysi á gólf- inu. Þetta leit rosalega illa út, þannig lagað séð, en þetta var ekkert svona. Þetta leit þannig út en var ekki svo- leiðis. Mamma hennar Hönnu var bú- inn að vera þarna hjá okkur, hafði flutt inn til okkar um stund eftir skilnað. Hún var þarna með börnin sín og þarna var mikill umgangur og það var farið rosalega vel með börn- in. Enda kom það í ljós. Það sást ekkert á þeim, ekki neitt. Enginn roði eða neitt. Samt var talað um að Anna hefði verið hlandblaut tímun- um saman. Ef það hefði verið hefði hún verið brunnin á rassinum og með roða. En báðir krakkarnir fóru strax í skoðun og það var ekkert sem amaði að þeim. Ekki neitt.“ Sprækur stráksi Í skýrslu sem Anna Karin Júlíus- dóttir gerði 3. júní 1984 segir að hún og Karl Marinósson hafi farið á vett- vang frá Félagsmálastofnum og talað við Hönnu. Segir þar að sterk hland- lykt hafi mætt þeim þegar þau opn- uðu herbergi Önnu Daggar og hún verið föl og máttleysisleg með tóm augu. „Stráksi hafi hins vegar verið sprækur,“ eins og segir í skýrslunni. Þar segir enn fremur. „Að lokum er tekin sú ákvörðun að fjarlægja Önnu Dögg af heimilinu og fara með hana á Dalbraut þar eð andleg heilsa hennar sé í hættu.“ Segir einn- ig að að kvöldi 3. júní hafi þau Anna og Karl farið aftur í Orrahóla að hitta þau Hönnu og Jón. „Þá var allt ann- að uppi á teningnum. Öll fjölskyldan lagðist á eitt að afneita vandamálinu og eru sammála að Anna Dögg sé ofur eðlilegt barn. Starfsmenn fóru fram á við ungu hjónin að þau færu með litla soninn í læknisskoðun og var það samþykkt.“ Síðar í skýrsl- unni kemur fram að Hanna fór með drenginn til Halldórs Hansen og hafi strákurinn reynst í fínu lagi. „Lýsingarnar frá þeim voru ömur- legar. Svo kom annað hljóð í strokkinn hjá Karli þar sem hann sagði að við þyrftum trúlega ekki lögfræðing held- ur bara góðan tilsjónarmann. Þetta mál stefndi ekki í dómsmál. Hann vildi meina að við fengjum börnin heim. Enda væri ekkert að,“ segir Jón. Í skýrslu sem Ingólfur Hjaltalín skrif- ar undir 5. júní segir um Önnu Dögg. „Undirritaður finnur engin merki um líkamlegt ofbeldi og engin merki um neurologiskan sjúkdóm né sköddun á taugakerfi.“ Ingólfur kemst að þeirri niðurstöðu að trúlega vanti Önnu meiri þjálfun til að ná jafnöldrum sínum. Anna Þórarinsdóttir skoð- aði einnig Önnu Dögg í nóvember 1984 og komst að sömu niðurstöðu og Ingólfur. Að með nægri þjálfun myndi Anna Dögg ná jafnöldrum sínum í styrk og þroska. Fengu ekki börnin yfir jólin Önnu Dögg og Gunnari, yngra barninu, var komið fyrir á Dalbraut. Í skýrslu stendur að Anna Dögg hafi fengið umsögn frá lækni og að hún hafi verið líkamlega í lagi. Fóstrurn- ar segja hana hins vegar hafa þroska á við ársgamalt barn. Hanna lenti í árekstrum við fóstr- urnar á Dalbraut og vildi ekki um- gangast þær. „Hún vildi bara fá börn- in sín. Hún fékk að fara með þau til móður sinnar eftir að hún fékk íbúð. Þar var hún í smá stund en þurfti alltaf að skila henni Önnu Dögg af sér. Í hvert skipti sem hún skil- aði Önnu var hún rifin af mömmu sinni hágrátandi. Hún vildi ekki fara þarna inn,“ segir Jón og bætir við að smátt og smátt hafi samskiptin orð- ið verri og verri við Dalbraut. „En við áttum að fá þau heim yfir jólin 1984 en fengum ekki. Lög- fræðingur okkar, Ólafur Garðars- son, kærði þann úrskurð og við vor- um bara tvö yfir jólin. Úrskurðurinn stóðst. Meira að segja bauðst einn starfsmaður þar til að taka börnin heim til sín yfir jólin sem við harð- neituðum, það kom ekki til greina.“ Ekki Þýskaland 1939 Í greinargerð sem Ólafur Garð- arsson skrifaði 21. desember 1984 segir að hann geri þá kröfu að úr- skurði barnaverndarnefndar Reykja- víkur verði hnekkt. Hafi tveir starfs- menn farið á heimili hjónanna og farið þaðan með eldra barnið. Hafi móðirin örvingluð látið barnið enda hafi henni verið hótað sviptingu með valdi. Vegna húsnæðiseklu hafi yngra barnið, Gunnar, einnig verið vistað á Dalbraut. Þegar svo ungu hjónin höfðu fengið húsnæði í Yrsu- felli hafi þau óskað eftir að fá börnin heim strax. Var því synjað á grund- velli þess að börnin væru í rann- sóknum. Hafi hjónunum verið boðið að afsala sér börnunum til frambúð- ar en þau neitað. Svo segir orðrétt í greinargerðinni. „Við skulum átta okkur á því að hér er á ferðinni mjög óvenjulegt mál. Ekkert áfengi, deyfi- lyf eða barsmíðar. Eingöngu meint andleg vangeta foreldra. Foreldrar eru misjafnir uppalendur. Svoleið- is hefur það alltaf verið og svoleið- is mun það alltaf verða. Það kemur ekki Einstein frá hverju heimili. Þau Jón og Hanna eru ekki bestu uppal- endur sem völ er á. En þau eru full- fær um að ala upp sín börn án þess að börnin bíði alvarlegt tjón af. Þetta er ekki Þýskaland 1939. Þetta er Ís- land. Fólk má eignast börn og ala þau upp nema þau séu haldin ein- hverjum stórkostlegum andlegum göllum. Hér er ekki um slíka galla að ræða.“ Send í rannsóknir á Klepp Þau Jón og Hanna stóðu mik- ið í baráttunni ein. Höfðu engan til að leita til. „Þeir nýttu sér það að við þekktum ekkert til. Við viss- um ekkert hvað félagsmálaráð eða barnaverndanefnd var einu sinni. Við vissum ekkert hvaða stofnanir þetta voru áður en þetta gerðist. Þau nýttu sér alveg til hins ítrasta hvað við vorum lítt kunnug okkar rétti,“ segir Hanna og Jón bætir við; „Við áttum slæman bakgrunn. Foreldrar hennar vildu ekkert fyrir okkur gera. Mamma mín veiktist þegar ég var níu ára, fékk heilablæðingu, og var á spítala. Pabbi giftist annarri konu, stjúpmóður minni, og hún vildi ekkert fyrir mig gera. Vildi bara vera með pabba og sínum börnum. Ég mátti ekkert koma þar nálægt. Við stóðum því í raun ein gegn kerfinu. Þegar við skírðum Önnu Dögg mættu afi hennar og systir mín. Þannig að við vorum utangátta og í raun auðvelt skotmark. Maður fékk stundum á tilfininguna að þeir væru að ráðast á veika lambið sem refur- inn ræðst á. Við höfðum engan bak- grunn sem gat veitt okkur stuðning. Þess vegna vorum við svo hjálpar- þurfi í kerfinu á þessum tíma. Ólafur lögfræðingur gerði það sem hann gat og hann á svo sann- arlega hrós skilið fyrir allt sem hann gerði. Hann skutlaði okkur hingað og þangað. Stóð sig eins og hetja. En hann komst ekki lengra. Við sátum uppi í risi og það var eins og þarna væri saman komin dómnefnd, lögfræðingurinn og við. Þar biðum við eftir læknaskýrslunni um börnin . Svo kom hún og allt var í lagi. Ekkert að. Ólafur, lögfræðing- urinn okkar, var vongóður um að þetta myndi þá taka enda en þá kom allt í einu babb í bátinn. Nú skyldum við vera rannsökuð. Þá var það loka- hnykkurinn. Við vorum því send á Klepp, Ólafur skutlaði okkur þangað til þess að klára það dæmi. Það var jú bara formsatriði. Svo myndum við fá börnin. Nei, það var sko aldeil- is ekki.“ Niðurstöðurnar sem lækn- ar á Kleppi fengu út voru að Jón og Hanna væru meðalgreind og gætu ekki séð um tvö börn. Þau yrðu því að velja á milli. Umhugsunarfrest- urinn var vika. „Rannsóknin var þannig að þetta voru krossapróf, þríhyrningar, fer- hyrningar, hringir og þess háttar. Svo kom úrskurðurinn. Við værum meðalgreind, sem dugði ekki til að fá börnin aftur. Ég veit ekki alveg hvernig við brugðumst við en við vorum alveg ofsalega reið.“ „Ég held ég hafi end- anlega gefist upp þarna. Datt alveg niður í mínus,“ grípur Hanna inn í. „Við biðum þarna frammi á Kleppi. Svo vorum við kölluð inn í herbergi þar sem miðaldra maður sat á bak við skrifborð. Hann tilkynnti okk- ur að við fengjum ekki börnin. En við mættum sækja um annað hvort barnið. Eftir að annað barnið færi í fóst- ur mættum við taka upp málið eft- ir þrjú ár. Hvers konar manneskjur eru þetta hugsaði ég,“ bætir Hanna við. „Taka málið upp eftir þrjú ár? Þá er barnið orðið fastmótað hjá fóst- urforeldrum og þá átti að fara aftur að kroppa í líf barnsins og rífa það jafnvel upp með rótum á ný. Glæt- an. Þetta var barn, þetta var ekki leikfang.“ Erfið orð Aðspurð hvernig tilfinning það sé að velja á milli barnanna sinna og hafa vikutíma til þess segir Hanna eftir drykklanga stund: „Það er ekki hægt að lýsa þessu. Þetta var eins og ég ætti að henda öðru hvoru barn- inu fram af kletti. Það er alveg hægt að lýsa þessu þannig. Ég get alveg sagt það að það eru ekki mörg ár síðan ég fór að geta tal- að um þetta. Og þá braust þetta yf- irleitt út í svo mikilli reiði að ég var vart viðræðuhæf. Það er ekki nema bara fyrst núna sem ég get rætt þetta frekar rólega. Ég verð enn svo ofsa- lega reið. Stundum langar mig bara að fara út á svalir og öskra. Ég var orðin ófrísk að þeirri yngstu í lokin á þessu máli. Ég get kannski ekkert alhæft um það en manni finnst eins og þeir hafi verið að hugsa ókei, fyrst hún er að fæða barn númer þrjú er í lagi að sú elsta fari. Hvernig er hægt að leggja svona á fólk? Ennfremur hugsa ég, hvern- ig í ósköpunum komst ég í gegnum þetta?“ Þau völdu Gunnar þar sem hann var enn kornabarn og minni líkur á því að hann myndi eitthvað eftir at- burðarásinni. „Ég tel að Anna Dögg hafi orðið fyrir miklu áfalli þegar hún horfði á eftir okkur með bróður sinn,“ segir Hanna og ljóst að þessi orð voru ekki auðveld. Enn fylgst með þeim Málinu var formlega lokið 1985. Það kom því eins og köld vatnsgusa framan í þau Jón og Hönnu þegar þau sáu bréf frá Fellaskóla gert að beiðni Félagsmálastofnunar árið 1993. Bréf- ið var um yngri börn þeirra hjóna, Gunnar og Jóhönnu. „Ég varð brjál- aður þegar ég sá þetta. Ég hélt að við værum sloppin og þeir færu að ein- beita sér að þeim börnum sem þurftu virkilega hjálp,“ segir Jón og Hanna bætir við að í kjölfarið hafi þau flúið til Danmerkur. „Við flúðum um tíma, út af þessu áreiti barnarverndarnefndar á strákinn. Barnaverndarnefnd ein- faldlega hætti ekki. Við vorum farin að segja við börnin að passa sig hvað þau gerðu því barnaverndarnefnd gæti bara komið og tekið þau. ÞURFTU AÐ VELJA ANNAÐ BARNIÐ „Við notuðum beislið úr barnavagninum og höfðum hana beislaða í rúminu. En ekki þannig að hún væri bundin við rúmið heldur gat hún al- veg hreyft sig, sest upp en ekki staðið upp.“ Söknuður sjálfsagt er ekkert erfiðara en að sjá á bak börnum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.