Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 36
föstudagur 13. júní 200836 Menning DV Project: Iceland Bókin Project: Iceland er nýkomin út hjá Forlaginu. Hún er sköpunarverk íslensk-enska ljósmyndarans og stílistans Charlie Strand sem flutti til Ís- lands frá London fyrir tæpum þremur árum með það mark- mið að gera bók sem sýndi það sem er að gerast á sviði sköpun- ar á Íslandi, einkum í tónlist, myndlist og tísku. Verkefnið hefur síðan þróast og vaxið stöðugt og náð til yfir fimmtíu hljómsveita, myndlistarmanna og tískuhönnuða sem höfund- urinn hefur kynnst og heillast af. Geisladiskur fylgir bókinni til að gefa lesendum betri mynd af tónlistarmönnunum sem sýndir eru í bókinni. Sjötta verðlaunaafhending Grímunnar fer fram í kvöld: Grímurnar settar upp Gríman, Íslensku leiklistarverð- launin, verða veitt í sjötta sinn við hátíðlega athöfn á Stóra sviði Þjóð- leikhússins í kvöld. Veitt verða verð- laun í sextán flokkum sviðslista, auk áhorfendaverðlauna. Jafnframt verða heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands veitt þeim sviðslistamanni sem skilað hefur mikilvægu og fram- úrskarandi ævistarfi. Uppfærsla Þjóðleikhússins á Ívanov í leikstjórn Baltasars Korm- áks fékk flestar tilnefningar, eða tíu, þegar þær voru tilkynntar fyrir rétt- um mánuði. Þar á meðal er sýning- in tilnefnd í flokknum sýning árs- ins en aðrar tilnefndar í þeim flokki eru Brák í Landnámssetrinu í Borg- arnesi, Dubbeldusch hjá Leikfélagi Akureyrar, Fool 4 Love leikfélagsins Silfurtunglið sem sett var upp í Aust- urbæ og Hamskiptin sem sett voru upp bæði í Lyric Hammersmith og Þjóðleikhúsinu. Athöfnin verður í beinni útsend- ingu í Ríkissjónvarpinu. Undirbún- ingur hefur staðið yfir alla vikuna á sviðinu, en yfir tvö hundruð manns koma að undirbúningi og sviðsetn- ingu athafnarinnar og hafa aldrei verið fleiri. Sú nýbreytni er í ár að hljómsveit verður á sviðinu sem mun sjá um að skemmta gestum. Kynnar eru leikararnir Guðjón Davíð Karls- son og Jóhannes Haukur Jóhannes- son. Útsendingin hefst klukkan 20.55, eða strax að loknum leik Hollend- inga og Frakka á EM. Warren Buff- ett aðferðin Bókin Warren Buffett að- ferðin eftir Robert G. Hagstrom er komin út á íslensku. Buffett er rík- asti maður veraldar og hefur verið með ríkustu mönnum heimsins um áratuga skeið. Hann hefur efnast vegna fjárfestinga og hef- ur alltaf sagt að hver sem er geti gert það sem hann geri. Í Warr- en Buffett aðferðinni er kafað í þaula ofan í fjárfestingarheim- speki Spámannsins frá Omaha, eins og hann hefur verið kall- aður. Gylfi Magnússon, dósent í fjármálum í viðskiptadeild Há- skóla Íslands, ritar inngang við íslenska útgáfu bókarinnar og Már Wolfgang Mixa, sérfræð- ingur hjá Icebank, ritar formála. Loforð í kilju Verðlaunabókin Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur er nú komin út í kilju. Bókin var valin besta sagan í samkeppninni um íslensku barnabókaverðlaunin á síðasta ári. Að mati dómnefndar lýsir hún á einstakan hátt þeim tilfinningum sem bærast með ellefu ára stelpu sem verður fyrir því að missa bestu vinkonu sína. Sagt er frá vináttu stelpnanna, áfallinu og söknuðinum, og síðast en ekki síst litla skrýtna lyklinum og lof- orðinu sem Ásta gefur vinkonu sinni og sver við leynistaðinn að standa við. Þorvaldur Davíð situr á efri hæð Priksins þegar blaðamaður mæt- ir þangað, nokkrum mínútum eftir umrædda tímasetningu stefnumóts- ins. Þorvaldur er reyndar ekki einn því dökkhærður maður situr á móti honum, og hefur nýlokið við að rétta honum einhverjar tölulegar stað- reyndir á blaði. Leikarinn áttar sig ekki alveg á þessari undarlegu byrjun á því sem hann hélt að ætti að vera blaðaviðtal. Í ljós kemur að dökk- hærði maðurinn hafði farið manna- villt. Hann átti stefnumót við annan mann á Prikinu, einhvern Davíð en ekki Þorvald Davíð. Eftir að greitt hafði verið úr mis- skilningnum, hláturinn að þessu allsúrrealíska atviki var afstaðinn og dökkhærði maðurinn farinn að finna Davíð, innir blaðamaður Þorvald eft- ir því hvernig fyrsti veturinn við Julli- ard-skólann hafi verið. Þrettán tíma vinnudagur „Veturinn var rosalega krefjandi,“ segir Þorvaldur. „En hann var líka mjög lærdómsríkur og skemmtileg- ur. Ég fann það þegar ég var að leika í Killer Joe fyrir norðan á dögunum, skömmu eftir að ég kom heim, að það sem ég hafði verið að læra yfir veturinn var strax farið að skila sér. Þegar maður er að læra er það svo „intensíft“, það er svo mikið að gera, að maður veit stundum ekki alveg hvað maður er að meðtaka í tímum, enda er það ekki gott að vera allt of meðvitaður.“ Vinnudagurinn er langur hjá Þorvaldi í náminu - yfirleitt þrettán klukkutímar, frá níu á morgnana til tíu á kvöldin með klukkutíma pásu til að borða. „Svo þegar maður kem- ur heim á kvöldin fer maður beint í að lesa textann sinn og glósa. Og af því að ég er sá eini í bekknum sem hefur ekki ensku fyrir móðurmál þarf ég að „walk the extra mile“, eins og þeir segja. Það er ekkert grín að leika á öðru tungumáli. Og þar sem það er stór hluti af tjáningu leikarans þarf ég auðvitað að leggja mikla áherslu á að ná góðum tökum á málinu. Leik- listardeildin í Juilliard hefur ein- ungis tvisvar áður, að ég held, tekið inn nemendur sem ekki nota ensku sem fyrsta tungumál. Það sýnir, að ég held, fyrst og fremst hversu mik- ils þeir meta þann hluta í tjáningu leikarans. Það er ekkert létt að leika á öðru tungumáli og það var nú frek- ar óþægilegt í byrjun en svo vand- ist þetta og verður alltaf eðlilegra og eðlilegra fyrir mér.” Miklu betri en ímyndunaraflið náði utan um Þorvaldur segist hafa feng- ið einkatíma í talkennslu og hljóð- fræði, enda leggi skólinn upp með að nemendur nái ákveðnum skiln- ingi á tungumálinu. „Á fyrsta árinu er farið ítarlega í hljóðfræði þar sem maður stendur með lítinn spegil fyr- ir framan munninn og lærir hvernig á að mynda réttu hljóðin svo maður tali rétta ensku, eða „standard amer- ican“,“ segir Þorvaldur og skiptir um leið yfir í hreim sem hvaða Kani gæti verið stoltur af. „Þetta er ákveðin am- eríska sem fáir nota í daglegu máli, heldur meira svona Shakespeare- ameríska. Kaninn leggur líka rosa- lega upp úr því að þú getir talað með mismunandi hreimum. Þá er best að kunna þessa svokölluðu réttu ensku því út frá henni þarftu einungis að breyta nokkrum hljóðum, og þá ertu allt í einu orðinn karakter frá Bronx eða kúreki úr Villta Vestrinu.“ Þorvaldur hafði gert sér óljósar hugmyndir um hvernig Julliard-skól- inn og námið væri. „Ég fór í rauninni svolítið „blankó“ út í þetta. Ég vissi ekki mikið um skólann, fyrir utan að þetta væri frábær skóli. En um leið og þeir vilja fá þig í skólann veita þeir þér allar þær upplýsingar sem þú vilt og reyna að svara öllum þínum spurningum.“ Þorvaldur þekkti engan sem hafði verið í leiklistardeild Julliard, eðlilega, verandi eini Íslendingur- inn sem numið hefur við deildina. En hann þekkti á hinn bóginn lítil- lega Víking Heiðar Ólafsson píanó- leikara sem hefur verið við nám við tónlistardeild skólans undanfarin ár. Víkingur gat þó skiljanlega lítið frætt hann um leiklistardeildina. „En skól- inn reyndist svo miklu betri en ég hefði nokkurn tímann getað ímynd- að mér.“ „Er ég að verða brjálaður?“ Námið er fjögur ár. Sautján nem- endur eru með Þorvaldi í bekk en einn hætti í vetur af persónulegum ástæðum. Þorvaldur segir alltaf eitt- hvað um það að nemendur hætti, annaðhvort af persónulegum ástæð- um eða vegna þess að þeir gefast upp. Námið sé enda afar erfitt. Ætli hann hafi einhvern tímann hugsað um að hætta vegna álags? „Ég hugsaði aldrei „nú er ég hætt- ur“. Til þess er ég of þakklátur fyrir þetta tækifæri að fá að læra við skól- ann. En ég hugsaði stundum „er ég að verða brjálaður?“ Þú getur ímynd- að þér, að vera að læra aðalhlutverk- ið í Pétri Gaut eða hlutverk sjötíu og fimm ára gamals Suðurríkjamanns seint um kvöld eða nótt, eftir lang- an dag. Þú ert að leggja gríðarlega á þig og ferð að hugsa „Vó, hver er ég? Hvað er að gerast?“ Daginn eftir er ég mjög ánægður því á svona stundum veit ég að ég er að læra. Þegar þetta er sem erfiðast lærirðu mest. Ég hef lent í mörgum svona mómentum, sem betur fer,“ segir Þorvaldur og bætir við aðspurður að hann hafi margoft vakað heilu næturnar til að mastera eitthvert verkefni eða hlutverk. Menning Hýr á brá Benedikt Erlingsson fékk þrjár grímustyttur í fyrra. einn í stór- bor inni Þorvaldur Davíð Kristjánsson er fyrsti Ís- lendingurinn sem fær inngöngu í leiklist- ardeild Julliard-listaskólans í New York. Hann hefur nú lokið fyrsta vetrinum og er í sumarfríi á Íslandi. Þorvaldur situr þó svo sannarlega ekki auðum höndum því hann er með leikrit í burðarliðnum sem byggist að nokkru leyti á Njálu, eins og hann sagði Kristjáni Hrafni Guðmundssyni frá. And- vökunætur, ofurálag og ástæður þess að Þorvaldur hætti í Leiklistarskólanum hér heima ber einnig góma. d V- M Yn d Á sg Ei r leiklist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.