Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 47
DV Helgarblað föstudagur 13. júní 2008 47 bak.“ Í dag á Fjölnir og rekur vefsíð- una www.hestafrettir.is en síðan er stærsti fréttamiðill hestamanna hér á landi í dag. „Ég hef mjög gaman af þessari vinnu enda er ég vanur að velja mér störf sem mér líður vel í. Ég er með gott samstarfsfólk sem hjálpar mér að láta hlutina ganga upp. Vefurinn er ekki allt sem Fjöln- ir hefst við því einnig stundar hann hrossarækt og tamningar. „Frá því að ég byrjaði í hestunum aftur er ég búinn að fara í gegnum utanskóla- nám félags tamningamanna FT ásamt að vera orðinn gæðingadóm- ari og svo er ég auðvitað að fara að vinna í því að verða Íslandsmeist- ari í hestaíþróttinni,“ segir Fjölnir og skellir upp úr. Fjölnir verður pabbi Fyrir rúmlega tveimur árum er óhætt að segja að líf Fjölnis hafi breyst til frambúðar. Hann eignaðist son ásamt þáverandi sambýliskonu sinnar, Mailinn Solér. „Það er ekk- ert í lífinu sem toppar þessa tilfinn- ingu,“ segir Fjölnir um fæðingu son- ar síns. Sonurinn fékk nafnið Oliver Erik Solér Fjölnisson og er það í höf- uðið á besta vini Fjölnis til margra ára. „Ég ákvað að tryggja syni mín- um góðar afmælis- og jólagjafir með því að skíra í höfuðið á vini mín- um,“ segir Fjölnir í gamansömum tón. Barnsmóðir Fjölnis er norsk en þau eru skilin í dag. Lengi vel bjuggu þau saman í Hveragerði en eins og gengur tókst þeim ekki að láta saO- bandið ganga upp. „Við erum mjög ólík og á endanum skildi leiðir þrátt fyrir að hafa reynt allt til að bjarga sambandinu. „Hún fluttist til Noregs með Oliver og þar er hans heimili í dag. Oliver kemur þó öðru hvoru til Íslands og eyðir tíma með mér hérna í Hveragerði.“ Þeim feðgunum líður vel í sveitinni og njóta þess að fara saman á hestbak og í sund en að sögn Fjölnis veit Oliver fátt skemmti- legra en að fara í sund. Berst fyrir rétti sínum Fjölnir segir það enga óskastöðu að vera fráskilinn með barn, sér- staklega þegar það býr í öðru landi. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en við erum að reyna að vinna úr mál- unum. Ég hef hins vegar ekki verið alveg sáttur við hversu lítinn tíma ég hef fengið með litla manninum, það er vissulega erfiðara þar sem hann er í Noregi og hef ég því miður þurft að leyta réttar míns. Ósk mín er sú að ég fái sameiginlegt forræði, þá er ég ekki bara að hugsa um tímann með honum heldur einnig lagalegan rétt minn. Ég horfði upp á bróður minn deyja frá litlu barni og svona hluti vil ég bara hafa á hreinu. Tökum sem dæmi að ef barnsmóðir mín félli frá ætti sambýlismaður hennar meiri rétt en ég sjálfur og ég gæti endað í forræðisdeilu við hann. Mig hryllir við þeirri tilhugsun.“ Það er auðheyrt að Oliver á hug hans allan og segist Fjölnir einnig vera að skoða þann möguleika að flytjast til Skandinavíu með rekstur sinn. „Með því myndi ég slá tvær flugur í einu höggi, vera nær syni mínum og vinna við það sem mér þykir skemmtilegt. Oliver skiptir mig einfaldlega öllu máli. Skotinn á ný Þrátt fyrir skilnaðinn við norsku barnsmóðurina er Fjölnir ekki einn í sveitinni. Hann kynntist nýlega hinni sænsku Johanna Göransson. „Við kynntumst í gegnum hestana og erum búin að vera saman í nokkra mánuði. Hún er reyndar svolítið yngri en ég , en það hefur engin áhrif á okkur,“ segir Fjölnir en sextán ára aldursmunur er á parinu. Er það til- viljun ein að Johanna sé önnur konan í lífi Fjölnis á stuttum tíma frá Skand- inavíu eða eru íslenskar konur ekki eins spennandi og þær erlendu að hans mati. „Við skulum orða það sem svo að íslenskar konur eru ekki nógu miklir heimsborgarar fyrir mig,“ segir Fjölnir og glottir út í annað. Myndi breyta mörgu en sé ekki eftir neinu Fjölnir hefur gengið í gegn- um margt í lífinu, bæði gott og slæmt. Þegar hann er beðinn um að staldra við, líta yfir farinn veg og velta því fyrir sér hvort hann myndi fara öðru- vísi að hlutunum í dag segir hann svo vera. „Auð- vitað er fullt sem ég myndi vilja gera öðruvísi, kannski þá helst í viðskiptum. Ekki misskilja mig og halda að ég sjái eftir því sem ég hef gert í lífinu. Það er ekki svo. Ég hef lært af mistökunum og tel mig heppinn að öllu leyti. Ég hugsa að fáir hafi lifað jafn skemmtilegu lífi og ég sjálfur,“ segir þessi lífsglaði maður að lokum. „Ósk mín er sú að ég fái sameiginlegt forræði, þá er ég ekki bara að hugsa um tímann með honum heldur einnig lagalegan rétt minn. ég horfði upp á brÓður minn deyja frá litlu barni og svona hluti vil ég bara hafa á hreinu. tökum sem dæmi að ef barnsmÓðir mín félli frá ætti sambýlismaður hennar meiri rétt en ég sjálfur og ég gæti endað í forræðisdeilu við hann. mig hryllir við þeirri tilhugsun.“ Fínir Feðgar fjölnir og sonur hans Oliver á góðum degi. SaMan í Sveitinni fjölnir og johanna göransson kynntust í gegnum hestana og búa nú saman í Hveragerði. Við getum bætt við okkur verkefnum. Bjóðum upp á alhliða þjónustu í byggingariðnaði nýsmíði og viðhaldsverkefni. Má þar nefna uppslátt, uppsteypu húsa og annara mannvirkja, endurnýjun þaka, viðgerðir utanhúss og klæðningar, endurnýjun glugga og hurða, smíði innveggja, uppsetning lofta, smíði sólpalla og fl. Gerum föst verðtilboð. Áratuga reynsla meistara og fagmanna. Sími: Gunnar Þór 891 6591 og 891 6590 Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið alhlida@yahoo.com Húseigendur – Húsbyggjendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.