Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 52
52 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 Pierre Omidyar bjó til uppboðsvefinn eBay á einni helgi í sumarfríinu: FæDDUR TIL að NÁ ÁRaNGRI Pierre Omidyar er ekki fátæki pilturinn sem fyrir slembilukku datt niður á góða hug mynd og varð að lokum ríkur eftir langa bar áttu. Nei, hann hafði bæði menntunina og reynsluna og bjó við aðstæður sem einmitt voru líklegar til að skila góðri viðskipta hug mynd. Enginn veit hve margir menn eru réttir menn á réttum stað en ná samt ekki árangri og verða ekki frumkvöðl­ar þrátt fyrir bestu aðstæður. Þetta geta menn aldrei vitað. Því er ekki hægt að telja það sjálfgefið að Pierre Omidyar yrði moldríkur á að nýta ný tækifæri sem netið skapaði. Þar þurfti líka frumkvæði og áræði til. Hann á hug­ myndina að netuppboðsfyrirtækinu eBay. Hagnaðurinn er núna talinn tæpir tveir milljarðar Bandaríkjadala á ári og frumkvöðull­ inn, sem er rétt rúmlega fertugur, einbeitir sér að góðgerðarstarf­ semi eins og ríkum mönnum sæmir í Bandaríkjunum. Á eBay er hægt að kaupa nánast hvað sem er. Ísland hefur ver ­ ið boðið til sölu þar. Fólk sem vill losna við óþarfan sófa setur garminn á eBay og bíður þess að einhver bjóði í. Dæmin eru ótelj ­ andi. Þetta er uppboðsvefur fyrir allt mögulegt og kostar bara smá­ peninga að vera með. En þegar margir nota vefinn verða margir smápeningar að milljörðum dala. eBay er líka skilgetið afkvæmi „netbólunnar“ svokölluðu. Þeirrar sem sprakk árið 2000. Bólan sú varð til þegar fjárfestar fengu trölla ­ trú á nýjum netlausnum, sem síðan reyndust óraðbærar og bólan sprakk. eBay er þar undantekning. Hugmyndin er góð. dund í sumarfríinu Pierre Omidyar bjó eBay til sumarið 1995. Það tók hann heila helgi í sumarfríinu að setja upp vefinn, sem enn er í aðalatriðum óbreytt­ ur að því frátöldu að hann átti í upphafi að heita echobay. Lénið var frátekið svo eBay varð að duga. Það er meðal verðmætustu vörumerkja í dag. Pierre Omidyar var á þessum tíma í vinnu hjá einu af dótturfyrir­ tækjum Apple. Hann fékkst þar við netlausnir, sérstaklega aðferðir til að þróa viðskipti á netinu. Því var engin tilviljun að hann bjó til eBay á einni helgi. Pierre Omidyar fæddist í París árið 1967, sonur innflytjenda frá Íran. Foreldrar hans voru af auðugu fólki komin og send til Parísar að nema við háskóla þar. Móðirin í málfræði, hún er doktor í greininni frá Sorbonne og virtur vísindamaður, og faðirinn er skurðlæknir. Bestu aðstæður Fjölskyldan flutti til Washington þegar Pierre var sex ára. Hann gekk þar í bestu skóla yfirstéttarfólks, afburðanemandi sjálfur, og var orðinn tölvuverkfræðingur aðeins 21 árs gamall. Í grunnskóla gekk Pierre til dæmis í einkaskóla sem lagði áherslu á þroska og frumkvæði einstaklingsins. Þar voru aðeins 12 börn í bekk og ekki spurt um kostnað við skólahaldið. Pierre Omidyar er þannig frumkvöðull sem byggir árangur sinn á góðri menntun allt frá barnæsku, starfsreynslu á sínu sviði og miklu hugmyndaflugi. Núna er talið að Pierre Omidyar eigi fjóra til fimm milljarða Bandaríkjadala. Hann er númer 145 á síðasta lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Hann á enn drjúgan skerf af hlutafé eBay en vinnur einkum við fjárfestingasjóð sinn, Omidyar Network, sem er ætlað að styðja við bakið á efnilegu fólki svo það nái árangri í viðskiptum. Og hann og kona hans, Pam, gefa mikið fé til góðra mála. Mary Kay Ash, stofnandi eins stærsta snyrtivörufyrirtækis heims: GJaFIR BORGa SIG Mary Kay er eitt þekktasta vörumerkið á snyrti vörumarkaði í heiminum. Vörurnar bera nafn konu sem í dag er talin í hópi fremstu frum kvöðla í bandarískum viðskiptum. Mary Kay Ash var amerísk, mjög amerísk, og saga hennar er dæmigerð fyrir „ameríska drauminn“. Hún var konan sem vann sig upp frá fátækt til ríkidæmis og frægðar. Þegar aðrir krakkar voru úti að leika sér sat hún heima og sinnti berklasjúkum föður sínum en móðirin vann á veitingastað til að afla hemilinu tekna. Og móðirin varð oft að segja við barnunga dóttur sína: Þú getur það! Þau orð urðu síðan að kjörorðum hins dæmigerða ameríska frumkvöðuls: Mary Kay bjó til alþjóðlegt stórfyrirtæki úr nær því engu. En það tók tíma. Núna eru 10 ár liðin frá því Mary Kay lést. Fyrirtækið Mary Kay Inc. hefur haldið áfram að Pierre Omidyar, hlaut bestu fáanlegu menntun og varð moldríkur. Mary Kay Ash er einn frægasti frumkvöðullinn í bandarískum viðskiptum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.