Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 61
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 61 Að sögn for­stjór ans, Páls Harð arsonar, óx Kauphöllin hægt í fyrstu sem breyttist á tíunda áratug síðustu aldar, en 75 fyrirtæki voru skráð þegar mest lét um aldamótin: „Um það leyti var Kauphöllin stærsta sjávarútvegskauphöll í heimi. Hlutur fjármálafyrir­ tækja óx hratt og fyrir hrun til­ heyrði um 80% markaðsvirðis skráðra fyrirtækja fjármálageir­ anum. Á sama tímabili fækk aði sjávarútvegsfyrirtækjum. Best væri að markaðurinn end ur­ speglaði efnahagslífið með fjöl breyttari flóru fyrirtækja. Þrátt fyrir það sem á undan er gengið leikur ekki vafi í mínum huga á að kauphöll er nauðsynleg fyrir efnahagslíf­ ið. Við höfum farið vandlega ofan í það hvaða lærdóm má draga af hruninu, bæði hvað Kauphöllina og markaðs um ­ gjörðina varðar, en þetta er samvinnuverkefni margra. Við teljum að þörf sé á fræðslu um markaðinn til allra sem að honum standa, öflugra neti eftirlits með fyrirtækjum og stjórnendum sem virða verk­ efni sitt. Við verðum að geta treyst réttmæti upplýsinga sem fyrirtæki senda frá sér og að góðir stjórnarhættir séu virtir í hvívetna. Markaður byggist fyrst og fremst á trausti sem nú þarf að byggja upp. Flaggskipin á markaði í dag, Össur og Marel, eru góð dæmi um sprotafyrirtæki sem hafa náð langt. Marel var skráð í Kauphöllina fyrir nítján árum og Össur sjö árum síðar. Þessi fyrirtæki hefðu ekki vaxið og dafnað sem raun ber vitni ef þau hefðu ekki notið fjár magns á markaði og aflað sér virðingar með góðum stjórnarháttum og fjárfestatengsl­ um. Og vöxturinn hefur verið ævintýralegur. Markaðsvirði Marels hefur t.a.m. meira en sexhundruðfaldast frá skrán­ ingu. Þetta er galdurinn; að vera traustsins verður og hafa góða framtíðarsýn og stefnu. Það eru mörg öflug sprotafyrirtæki á Ís­ landi í dag sem yrðu áhugaverð fyrir fjárfesta, eins og sjá má á listanum í blaðinu. First North­ markaðurinn er hentug leið fyrir fyrirtæki sem telja sig ekki tilbúin á aðalmarkað, en vilja samt afla fjármagns og ekki síst styrkja ímynd sína. Aðstæður til skráningar á markað eru núna góðar, en mikill skortur er á fjárfestingartækifærum. Við getum komið markaðnum og atvinnulífinu aftur vel í gang, en það gerist ekki nema allir leggist á árarnar; við í Kauphöll­ inni, fyrirtæki, fjárfestar, ráð­ gjafar, fjölmiðlar og fleiri. Með öflugum hlutabréfamarkaði ýtum við undir vöxt efnahags­ lífsins.“ kauphöllin, nú í eigu naSDaQ OMX, var stofnuð 1985 fyrir forgöngu Seðlabankans. tilgangur stofnunar kauphallar var að þróa samkeppnishæft umhverfi fyrir íslensk fyrirtæki til vaxtar. Kauphöll er nauðsynleg fyrir efnahagslífið Páll Harðarson, forstjóri íslensku NASDAQ OMX-kauphallarinnar. „Flaggskipin á markaði í dag, Öss ur og Marel, eru góð dæmi um sprot a fyrir ­ tæki sem hafa náð langt.“ viðskiptahugmyndin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.