Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 30

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 30
30 R A N N S Ó K N I R Í hnattrænum matvælamark- aði getur verið snúið að halda utan um upplýsingar sjávaraf- urða í gegnum virðiskeðjuna þegar afurðir skipta oft um hendur, frá veiði-, vinnslu-, flutnings-, markaðs-, heild- sölu- og smásöluaðilum, áður en afurðir enda í höndum neytenda. Fyrirtæki þurfa að mæta kröfum viðskiptavina um gæði afurða, öryggi þeirra og geta sýnt fram á sjálfbærni þeirra. Í fyrra tók gildi ný reglu- gerð (EU 1224/2009) sem snýr að eftirliti og á hún að tryggja að Evrópulöndin inn- an ESB fari eftir sameiginlegri fiskveiðistefnu sambandsins. Þar fjallar grein 58 um rekjan- leika í fiskiðnaðinum þar sem gerðar eru kröfur á rekjan- leika afurða fyrir hverja vinnslueiningu aftur til upp- runa, þar með talið áður en viðkomandi vinnslueiningu var deilt upp eða blandað við aðra vinnslueiningu. Beðið er eftir að Evrópusambandið út- færi þessar reglur betur og er búist þeirri útfærslu nú í sum- ar. Þá munu fyrirtæki innan Evrópusambandsins aðeins hafa tíma til ársins 2013 til að til að aðlaga sig kröfunum. Nú þegar hafa Norður- löndin að vissu leyti undirbú- ið sig fyrir þessa reglugerð með verkefnum sem snúa að rekjanleikakerfum með notk- un örmerkja (Radio Fre- quency Identification - RFID). Í Danmörku hefur verið þró- að kerfi af Lyngsoe Systems ásamt fleirum þar sem þeir kassar sem notaðir eru í virð- iskeðju fisks eru merktir með örmerki. Tengingar milli mis- munandi aðila hafa verið út- búnar og hefur miklu verið til kostað að útbúa þetta kerfi sem á að þjóna fiskiðnaðin- um. Einnig mun kerfið vera tengt við kerfi sem gerir neyt- endum kleyft að taka myndir af tvívíðu strikamerki sem prentað er á umbúðir og fá upplýsingar um afurð beint í snjallsíma. Þetta kerfi er talið álitlegt, byggt að nokkru leyti á EPCIS staðlinum, en hefur einhvern veginn orðið bitbein milli mismunandi aðila í virð- iskeðjunni. Fyrir vikið er það ekki komið í notkun og nokkur óvissa ríkir með fram- haldið. Ljóst er að miklu hef- ur verið til kostað og er óvíst með árangurinn, enn sem komið er. Eru samtök danskra fiskverkenda (Danish Seefood Association) orðin þreytt á ástandinu og hafa dregið alla aðila að borðinu til funda í lok maí til að ákveða með framhaldið. Í Noregi hefur verið unnið að almennu rekjanleikakerfi fyrir allar matvælaafurðir sem framleiddar eru í Noregi og nefnist verkefnið eSporing. Þar hafa stjórnvöld ásamt matvælaiðnaðinum í heild tekið sig saman og unnið að kerfi sem á með tímanum að geta tryggt rekjanleika allra afurða með möguleika á að koma upplýsingum áfram til neytenda. Fyrstu tilraunir eru að fara fram um þessar mundir og tengjast þær norskum kjötiðnaði. Í fram- haldinu verða svo gerðar til- raunir með aðrar matvælateg- undir. Nú í vor er verkefninu eT- race að ljúka og hefur Matís ohf. tengst því, ásamt norsk- um og sænskum fyrirtækjum og stofnunum. Tilgangur verk efnisins var að skilgreina og þróa rekjanleikakerfi sem byggist á EPCIS staðlinum frá GS1 og kanna hvort hann sé hentugur fyrir rekjanleika matvæla, en upphaflega var hann hannaður fyrir vöruvið- skipti og flutning. Með því að samþátta upplýsingar um ör- yggi matvæla við aðrar rekj- anleikaupplýsingar í rauntíma opnast möguleikar á að auka um leið öryggi afurða og bæta upplýsingagjöf milli að- ila í virðiskeðju, sem og neyt- enda. Nú í vor fór fram tilrauna- keyrsla í Svíþjóð á þeim hug- búnaði sem þróaður hefur verið í verkefninu, þar sem fiskikassar voru merktir með örmerkjum, um leið og þeim var landað. Þannig var hægt að fylgjast með ferð þorsks frá veiðum, í gegnum vinnslu og alla leið til neytenda með sjálfvirkum hætti. Notast var við handskanna til að fá upp- lýsingar um stað- og tíma- setningar RFID merkjanna. Þannig var hægt að rekja ferð fisksins í gegnum löndun og vinnslu á Skáni og til neyt- enda í Gautaborg. Neytendur kunnu vel að meta upplýs- ingarnar og margfaldaðist sal- an á viðkomandi tegund. Til- raunin þótti heppnast afar vel en hafa verður í huga að fisk- vinnsla, þar sem hún fór fram, var af minni gerðinni á íslenskan mælikvarða. Fiski- stofa þeirra Svía (Fiskeriver- ket) fékk mikinn áhuga á verkefninu og hefur haldið áfram með tilraunir með það að markmiði að nota kerfið við fiskveiðieftirlit og til að uppfylla komandi kröfur frá Evrópusambandinu. Einnig fór fram tilrauna- keyrsla í eTrace verkefninu hjá HB Granda í Reykjavík þar sem karfa var fylgt í gegnum vinnslu í fersk flök sem send voru samdægurs með flugi á markaði í Evr- Rafrænn rekjanleiki sjávar- afurða – lúxus eða lífsnauðsyn Tilraun í Svíþjóð þar sem örmerki í fiskikerum voru notuð til að fylgja eftir fiski allt frá veiðum, í gegnum allan vinnsluferilinn og til neytenda. Skjámynd úr hugbúnaðinum sem sýnir vinnsluferil fisks í gegnum HB Granda, þar sem 38 ker af ísuðum karfa koma inn. Þau skiluðu 12 vinnslukerum með flökum í ískrapa. Í tilrauninni var 7 vinnslukerum fylgt í gegnum pökkunina en þau fylltu 329 kassa sem staflað var á 5 vörubretti.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.