Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 112
Tímarit Máls og menningar fárra, en það' er gömul saga að góð list flæðir ckki ævinlega viðstöðulaust yfir heimsbyggðina. Þórarinn Guðnason Rómaveldi Fyrir u. þ. b. þrjátíu og fimm árum réðst bandarískur prófessor, Will Durant aðnafni, í það stórvirki að rita menningarsögu ver- aldar, allt frá forsögulegum tímum fram til vorra daga. Að hér er ekki um neitt smáræð- is verk að ræða má ráða af því að höfundur hefur ekki enn leitt það til lykta, þó að hann hafi helgað sig því nær einvörðungu allan tímann og haft eiginkonu og nokkurt starfslið sér til fulltingis. Ut eru komin átta bindi af níu sem fyrirhuguð voru í upphafi, 700 til 1200 síður hvert. Fjalla hin þrjú fyrstu um sögu fomaldar, en hin fimm um miðaldir, Elísabetartímann og Frakk- land á dögum Loðvíks fjórtánda. Þriðja bindið, „Caesar and Christ", er nú komið út á íslenzku í tveim hlutum.1 I inngangi að fyrsta bindi skýrir höfund- ur svo frá þeim hvötum sem gáfu honum þor til að ráðast í þetta stórvirki: „Ég hef lengi fundið til þess að sú venja að kljúfa sagnritunina í aðskildar greinar — sögu efnalífs, stjórnmála, trúmála, heimspeki, bókmennta og lista — brýtur í bága við einingu mannlegs lífs; að það er ekki síð- ur nauðsynlegt fyrir sagnfræðinginn að fella þessa sérgreindu þætti saman en að skilja þá sundur; og að það er eigi síður þörf á almennri (syntetískri) sögu en sér- greindri sögu.“ „En eftir því sem þekking- in hefur hrannazt upp hefur sagnfræðin, líkt og raunvísindin, klofnað í ótal einangr- aðar sérgreinar.“ I formála að Rómaveldi 1 Will Durant: Rómaveldi, I og II. Jónas Kristjánsson íslenzkaði. Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs, 1963—1964, 375+421 bls. kveðst hann að vísu gera sér þess fulla grein að „enginn einn maður geti rætt af fullkominni þekkingu um allar greinar margslunginnar menningar sem breiðist yf- ir þúsundir ára og smávillur hljóti því að slæðast með.“ „En sá sem leggur hug á heimspekina — sá sem vill öðlast skilning með yfirsýn — á enga aðra leið til að skyggnast með fullnægjandi hætti bak við tjald fortíðarinnar." Eins og sjá má af þessum tilvitnunum hefur höfundurinn hneigzt til sagnritunar af hálf-heimspeki- legum hvötum. Hann telur lítils vert að rannsaka liðna sögu nema hún geti varpað ljósi á samtíð vora. Með verki sínu hefur hann viljað færa forna menningararfleifð nær nútímanum, gera hana að lifandi þætti í mcnningu samtímans. Tilraun Durants er lofsverð, þótt hún sé á engan hátt einstæð. Ymsir franskir sagn- fræðingar, t. a. m. Henri Berr og Lucien Febvre, fundu hjá sér á undan honum þörf á því að sporna við hinni óhóflegu sérgrein- ingu sagnritunarinnar sem nákvæmnis- rannsóknir nftjándu aldar höfðu leitt til. Rekja má til viðbragða þeirra hina miklu söguseríu, Þróun mannkynsins, sem er verk margra sérfræðinga er skrifa hver um sitt sérsvið eða tímabil. Af þeim sökum er það mun traustara vísindarit en verk Durants, en hins vegar skortir það þá einingu sem hugsun eins manns fær léð söguferlin- um. Það er óhætt að fuUyrða að höfundi hafi í heild tekizt að ná settu marki: veita les- andanum „skilning með yfirsýn" á eðli þeirrar menningar sem Róm gat af sér, uppruna hennar og þróun. Hann ber í sögu sína yfirgripsmikla þekkingu sem bregzt sjaldan, rismikinn stíl sein er aldrei þung- lamalegur og ferska ást, blandna undrun, á viðfangsefninu. Hann skrifar af ríkri sam- úð um persónur sögunnar, hallar sjaldan á þær í dómum, minnugur þess að hlutverk 222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.