Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 30
Tímarit Máls og menningar hjálp samtímis því að hann hrindir henni frá sér. Dísa misskilur þessar þversagnir, heldur að þær séu trúarlegs eðlis og vísar stöðugt til pabba síns, biskupsins. Hún er ekki dýrlingur, hún er ung kona sem skilur ekki eða vill ekki skilja það sem hún sér. Hún reynir í örvæntingu sinni að ná til þess Lofts sem hún bjó sjálf til í fyrsta atriðinu — en hann er ekki til nema í ímyndun hennar. III. Samband Lofts og Steinunnar er enn flóknara en samband hans og Dísu og hefur lengi vafist fyrir túlkendum Galdra-Lofts. Samkvæmt grein Jóns Viðars hafa menn viljað skoða Dísu og Steinunni sem andstæður, fulltrúa hinnar andlegu og líkamlegu ástar, hins góða og hins illa, engilsins og hórunnar. Þessi skilningur gengur alls ekki upp í verkinu eins og Jón Viðar bendir réttilega á. Hann segir: „Steinunn er . . . svo geðfelld persóna og réttur hennar gagnvart Lofti svo ótvíræður, að óhugsandi er að líta á grimmd hans gagnvart henni sem merki um siðgæðislega fullkomnun."7 Flestum túlkendum hefur líka reynst erfitt að koma því heim og saman við engils/hóru-túlkunina hve tvíbent afstaða Lofts til Steinunnar er, einkum í fyrsta þættinum. Jón Viðar segir um túlkun Gunnars Eyjólfs- sonar á framkomu Lofts við Steinunni í fyrsta þættinum: „Hann reynir að hrinda henni frá sér, eins lengi og textinn leyfir slíkt, þ.e. þangað til ástríðan nær skyndilega tökum á honum í lok atriðisins, og þess sér engin merki að hann hafi slæma samvisku vegna framkomu sinnar.“8 Og um túlkun Arnars Jónssonar: „Honum er greinilega órótt og hann reynir að halda henni frá sér, en í lok atriðisins nær lostinn að nýju tökum á honum . . ,“9 Hvötum Lofts er hér lýst eins og einhvers konar náttúru- hamförum — en einmitt þetta atriði sýnir vel hve flóknar tilfinningar Lofts til Steinunnar eru. Þegar hér er komið sögu hafa Loftur og Steinunn tekist á, Loftur færist undan, Steinunn fylgir eftir, þangað til hann snýr við blaðinu og segir henni söguna af því þegar hann „sá“ hana fyrst. Steinunn hefur baðað sig nakin í ánni á heitu sumarkvöldi, Loftur liggur á gægjum bakvið stein og verður uppnuminn. „Frá þeirri stundu gat ég ekki gleymt þér“ segir hann. (26) Samsvarandi lýsingar á stúlkunni fögru og saklausu sem baðar sig og veit ekki um karlinn sem liggur á gægjum, eru vel þekktar í málverkum og bókmenntum karla, allt frá grískum goðsögum og gamla testamentinu til okkar daga. Það er ekki erfitt að sjá hvers vegna þessar „gluggagægjur“ hafa haft kitlandi áhrif á karla og í framhaldi af því hvers vegna þessi 292
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.