Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 129
leiðir hjá sér spurninguna um uppruna einstakra kvæða, en hann notar þessa kenningu - sem nefna mætti kenning- una um „sísköpun kvæðanna" (eins og úrelt eðlisfræði hélt einu sinni fram kenningunni um „sísköpun efnisins") - til að vísa á bug hugmyndum um „ákveðinn aldur einstakra kvæða": „ekki er hægt að tala um ákveðinn aldur einstakra kvæða eins og fyrri fræði- menn gerðu þegar þeir flokkuðu kvæð- in eftir aldri og túlkuðu einkenni hvers flokks sem einkenni þess tímaskeiðs sem ól kvæðin af sér“ (bls. 90). Þar sem kvæðin voru sífellt að endurnýjast er ekki hægt að koma með aðra tímasetn- ingu en þá þegar þau voru fyrst færð í letur, því fram að því voru þau væntan- lega „þáttur lifandi hefðar“, og af því leiðir einnig að ástæðulaust er að vera með nokkrar vangaveltur um það hvað upphaflega kunni að hafa verið í kvæð- unum. Því eigi menn að einbeita sér að „Völuspá eins og hún er og um leið hætta að rannsaka hana af því að hún varðveiti brot af einhverju öðru og eldra. Þar með opnast leið til að meta Völuspá og önnur eddukvæði sem sjálf- stæð listaverk" (bls. 90). Utgefandi neitar því þó ekki, að sú flokkaskipting eddukvæða sem fyrri fræðimenn gerðu eftir hugmyndum sín- um um aldur einstakra kvæða hafi við einhver rök að styðjast, en hann vill skýra muninn á kvæðum þessara flokka eftir „umhverfinu": kvæðin hafi sem sé „fengið einkenni sín af flutningi við ólíkar aðstæður" (bls. 90). Sum kvæðin bendi þannig til „höfðingjalífs og kon- ungshirðar", önnur séu „kvenleg", og á enn önnur hafi „bændur og múga- menn“ sett mark sitt. „Þannig er hægt að raða eddukvæðum í flokka eftir vís- bendingum um það umhverfi sem fóstr- Umsagnir um btekur aði þau. Helsti kosturinn við slíka flokkun er að ekki þarf að líta svo á að eitt kvæði byggi á öðru sem talið hefur verið eldra“ (bls. 90). Þetta er svo sem gott og blessað, en gallinn við þessa kenningu er sá, að fyr- ir henni eru hvorki neinar heimildir né rök: hún er hugdetta, eitthvað sem hægt er að „gera ráð fyrir". En þær heimildir sem fyrir hendi eru benda í allt aðra átt: samkvæmt þeim voru til ákveðin skáld sem skáru sig frá öðrum mönnum m.a. að því leyti að þau höfðu á sínu valdi hina flóknu tækni skáldskaparlistarinn- ar, þessi skáld ortu kvxbi sem aðrir menn hlustuðu á og lærðu síðan ef þeim bauð svo við að horfa, og þannig gátu verk þeirra varðveist. Nú kynnu ein- hverjir að koma hér með mótbárur á þeim forsendum að heimildirnar nái einungis til dróttkvæða og um eddu- kvæði hafi gilt aðrar reglur. En er það svo víst? Því verður ekki á móti mælt, að fjölmörg eddukvæði hafa skýran heildarsvip, hugsun, viðhorf og stíl, sem bera merki ákveðins höfundar. Það get- ur verið að menn hafi getað lappað upp á götótt eddukvæði, þegar sagan sem þau sögðu var kunn úr öðrum heimild- um, líkt og menn löppuðu upp á kirkju- málverk með því að mála nýjan hala á andskotann, af því að tiltækar heimildir voru fyrir því að andskotinn hefði hala. Það getur líka verið, að vísur hafi slæðst úr einu kvæði í annað eða kvæði jafnvel verið brædd saman, af því að þau sögðu sömu sögu eða kafla úr sömu sögu. En takmarkaður grundvöllur var fyrir slík- um breytingum í þeim tveimur kvæð- um, sem hér er verið að fjalla um, því að þau rekja ekki beinlínis neina alkunna sögu, eða gera það a.m.k. á svo frum- legan hátt, að skyldleiki við aðra texta er lítill. Því má heldur ekki gleyma að 383
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.