Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 134

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 134
Tímarit Máls og menningar leið, að það séu karlarnir sem „eru ábyrgir fyrir því að hið góða ferst í líki Baldurs á meðan konurnar, Frigg og Si- gyn, fulltrúar ástar og friðar, sýta orð- inn hlut en geta ekkert að gert“ (bls. 101). það eru sem sé ballræðismennirnir sem eiga sök á spillingunni, meðan kon- urnar elska friðinn platónskri ást: kon- ur kvasðisins, Frigg og Sigyn, „eru í hlutverki móður og eiginkonu, fulltrúar skilyrðislausrar ástar og fyrirgefningar andspænis illindum og hefnigirni karl- anna“ (bls. 100). En það er nú samt svo, og ætti víst ekki að vera þörf á að nefna slíkt, að í kvæðinu eru það „þursameyj- arnar þrjár“, svo og Gullveig og Heiður sem eru upptök spillingarinnar og verða þær að teljast kvenkyns, a.m.k. meðan einhver arkeo-gynekologia hefur ekki leitt eitthvað annað í ljós, og aðalpers- ónur í þeirri sögu sem rakin er. Frigg og Sigyn eru hins vegar aukapersónur, og verður reyndar hvergi séð að þær séu neinir sérstakir „fulltrúar fyrirgefning- ar“. Er það ekki dálítið skondin rök- semdafærsla að sleppa þannig aðalpers- ónunum úr þessu kynhlutverka-dæmi, kalla Frigg og Sigyn „hinar eiginlegu konur kvæðisins" (bls. 100), en gera „karlana“ alla sem einn ábyrga fyrir undirferli Loka og því sem af því hlaust? Loki var sérkennileg persóna um margt og hafði erft illt upplag frá móður sinni, og getur því tæpast talist fulltrúi alls karlkyns. Ef einhver reynir að hamla á móti óheillaþrúninni, er það einna helst Oðinn, „Yggjungur ása“, sem reynir a.m.k. að afla sér allrar til- tækrar þekkingar á ástandinu. Þessi kenning útgefanda er víst það sem Sig- urður Nordal kallaði einu sinni „að blóta goð síns tíma“, en mikið skelfing rekst hún álappalega á þann texta sem hún á að skýra. Ef sagan er „magistra vitae“ eins og Cicero gamli sagði, kennir hún oss að tískukenningar gera stutta stans ef þær eru ekki byggðar á traustum rökum. Eftirmálinn og skýringarnar eru senni- lega góður veðurviti þessa stundina, en ekki er víst að þau verði jafn endingar- góð og bókin sjálf, og er skaði að ekki skuli hafa verið reynt að gæta þess. Einar Már Jónsson „AF FLUGI MINNISFUGLA" Stefán Jónsson Að breyta fjalli Svart á hvítu, Reykjavík, 1987 Stefán Jónsson gaf út sína fyrstu bók 1961, (Krossfiskar og hrúðurkarlar) sama ár og undirritaður fæddist. Það er því hæpið að segja að ég hafi fylgst með rithöfundarferli hans frá upphafi, en þó lætur það furðu nærri, því ég lærði snemma að lesa. Bækur Stefáns bættust í skápinn heima nokkurnveginn jafnóð- um og þær komu út, og ég varð fljót- lega mjög handgenginn þeim. Eg tel mig geta fullyrt að ég hafi lesið þær allar tvisvar, og sumar mun oftar. Eg tel mig líka eiga Stefáni og ritum hans ýmislegt að þakka í fari mínu. Til dæmis þykir mér fremur ótrúlegt að sá geigur sem ég hef af blaðlöngum hnífum hefði náð að vaxa úr hömlu og verða mér gagnlegur, ef ákveðnum köflum í Gaddaskötu (1966) hefði ekki verið til að dreifa. Og það munaði varla hársbreidd að bókin um Jóhannes á Borg gerði úr mér áflogahund, þvert ofan í eðli mitt. . . Þegar sú bók sem hér er ætlunin að fara nokkrum orðum um, Að hreyta 388
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.