Aldan - 23.09.2014, Blaðsíða 22

Aldan - 23.09.2014, Blaðsíða 22
Er gamla dúnsængin orðin slitin? Þarf hún að fá upplyftingu?Dúnþvottur Við þvoum æðardún og skiptum um ver á gömlum dúnsængum. Setjum æðardún í dúnver. Geymið auglýsinguna! Morgunroði ehf. Sími 893-2928 Kárastaðir Borgarnes 23. SEPTEMBER 2014aldan22 „Megum ekki tefjast þegar búið er að slátra og fiskurinn tilbúinn á markað erlendis“ - segir Jón Örn Pálsson hjá Fjarðarlaxi um samgöngumál Fjarðalax ehf., stofnað árið 2009, er einn stærsti aðili í innflutningi, vinnslu og dreifinu á ferskum laxi og laxaafurðum á austurströnd Banda- ríkjanna. Þróunarstjóri Fjarðalax á sunnanverðum Vestfjörðum er Jón Örn Pálsson á Tálknafirði en hann er menntaður sjávarútvegs- fræðingur frá Háskólanum í Tromsö í Noregi. Jón Örn segir að áður en hann flutti til Vestfjarða fyrir 13 árum hafi verið gerðar margar samþykktir og samkomulag um vegabætur á Vestfjörðunum öllum. „Við teljum okkur vera í dag beitt ofríki af norðursvæðinu, Ísafjörð og nágrenni, og þaðan hafa komið til- lögur um úrbætur í vegamálum sem eru algjörlega andstæðar hagsmunum okkar, m.a. tillaga um að gera jarð- göng frá innsta firði við Ísafjarðar- djúp, Ísafirði til Kollafjarðar, en ég skil alls ekki hvernig það samræm- ist hugmyndum um sameiginlega Vestfirði. Við þurfum þá að keyra til Kollafjarðar til að komast inn í Djúp og þaðan til baka til Ísafjarðar. Við höfum bent á að það stytti leiðina suður fyrir Ísafjarðar með því að fara um suðursvæðið þegar búið er að gera jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnar- fjarðar og gera allan Vestfjarðaveg 60 að láglendisvegi með bundnu slitlagi. Við fáum ekki stuðning frá norður- svæðinu um þessar samgöngubætur,“ segir Jón Örn Pálsson. Jón Örn segir að til marks um það eru síðustu vegabætur inn Þorska- fjörð að austan, væntanlega til þess að þeir sem búi á norðursvæðinu geti undirbúið heilsársveg yfir Þorska- fjarðarheiði. Því fari farri að þar sé verið að hugsa um hagsmuni þeirra sem búi á suðursvæðinu. Bættar sam- göngur milli norðurs- og suðursvæðis mun styrkja bæði svæðin og Vestfirði í heild sinni. Þetta eiga margir erfitt með að sjá og það heyrast raddir um að forgangröðun í jarðgangagerð sé ekki rétt. „Við erum að framleiða fisk hér á suðursvæðinu og megum ekki tefjast mikið þegar búið er að slátra og fiskurinn tilbúinn á markað er- lendis. Við notum Breiðafjarðarferj- una Baldur til þess að koma okkar framleiðslu á markað, sem eru um 80 tonn á viku. Það væri mikill munur ef við gætum farið landleiðina allan ársins hring með farminn og eiga ekki á hættu að teppast á fjallvegum eða hálsum heldur geta ekið alla leið inn í Þorskafjörð um láglendisveg. Auk þess þarf flutningabíll að vera farinn klukkan hálf fimm frá Patreksfirði til þess að ná ferjunni sem styttir veru- lega þann tíma sem við getum verið að slátra á hverjum degi.“ Vestfirðir besta svæðið til fiskeldis „Vestfirskir firðir eru best fallnir til fiskveldis hérlendis, hér er skjólið í fjörðunum, heppilegt hitafar og firðirnir hafa gríðarlega mikla endurnýjun á sjó. Sem dæmi um það er Arnarfjörður sem er 18 rúm- kílómetrar (átjánþúsund milljón rúmmetrar!) að stærð og inn í hann streyma 2 rúmkílómetrar af nýsjó á sólarhring. Sjórinn í Arnarfirði endurnýjast því á 9 daga fresti og þolir því margfalt meira eldi en á sér stað firðinum í dag.“ Margar rafmagnsstraura- línur komnar á tíma „En það þarf að fara varlega og meta stöðugt umhverfisáhrifin. Ég er sann- færður um að það er hægt að fram- leiða um 100 þúsund tonn af fiski í vestfirskum fjörðum, en í dag er framleiðslan sameiginlega hjá öllum eldisstöðvunum um 4 þúsund tonn.“ Jón Örn segir að ástand raforku- mála á Vestfjörðum sé þannig að íbúar á höfuðborgarsvæðinu mundu ekki sætta sig við það sem Fjarðarlaxi og fleirum fyrirtækjum er boðið upp á. „Við kostuðum niðursetningu á jarðstreng frá flugvellinum á Bíldu- dal og út í Dufansdal í Fossfirði, þriggja fasa rafmagn um 3 km leið, og sú framkvæmd kostaði nær 18 milljónir króna. Okkur fannst þetta vera verkefni Orkubús Vestfjarða, rétt eins og þeir lögðu jarðstreng frá Bíldudal og út að flugvellinum. Við vildum einnig fá ljósleiðara með raf- magnsstrengnum, og lögðum hann. Skömmu eftir að jarðstrengurinn var tekinn í notkun síðastliðið haust brotnuðu nokkrir rafmagnsstaurar í aftaka veðri í loftlínu út á Bíldu- dalsflugvöll, þannig að ef við hefðum ekki hvatt til þess að jarðstrengur yrði lagður hefði OV lent í miklu tjóni. Margar strauralínurnar eru alveg komnar á tíma, því miður. Það er ótrúlegt að einkafyrirtæki þurfi að standa að endurbótum á raforku- dreifkerfi. Eitt það merkilegasta við þetta er að við borgum okkar hluta ef þessum jarðstreng en Orkubúið á hann! Engar áætlanir eru fyrirliggjandi um virkjanir eð ráðstanir á meiri raf- orku til Vestfjarða að við best vitum, hvorki inni í Ísafjarðardjúpi eða við Breiðafjörð. Við erum einnig með eldi við Hlaðseyri í Patreksfirði og Laugardal í Tálknafirði auk Foss- fjarðar í Arnarfirði og slátrum er til skiptst á þessum svæðum til að hvíla þau. Við erum með um 45 manns í vinnu, 30 í eldinu og 15 í vinnslunni svo fyrirtækið er að skapa mörgum atvinnu. Auk þess greiðum við götu þeirra sem vilja fara í nám í fiskeldi á Hólum og í samstarfi við Fræðslu- miðstöð Vestfjarða er verið að undir- búa útgáfu kennsluprógrams. Við erum að byggja upp til framtíðar og það er afar mikilvægt að hafa öruggar samgöngur um láglendisveg suður á höfuðborgarsvæðið og örugga af- hendingu orku, en því miður er hvor- ugt nógu tryggt. Um það þurfum við Vestfirðingar að sameinast, um allan kjálkann!“ Jón Örn Pálsson. Fjarðarlax er með kvíaeldi við Laugardal við utanverðan Tálknafjörð og einnig við Hlaðeyri í Patreksfirði og í Fossfirði í Arnarfirði. Viðræður um sameiningu SF og LÍU og stofnun nýrra heildarsamtaka í sjávarútvegi Stjórn SF samþykkti á fundi sínum 26. júní sl. að veita formanni og framkvæmdaráði heimild til að vinna að undirbúningi sameiningar SF og LÍÚ og stofnun nýrra heildar- samtaka atvinnurekenda að loknum aðalfundum beggja samtakanna 30. október nk. næsta haust. Auka að- alfundur LÍÚ sem haldinn var síðar sama dag samþykkti sambærilega tillögu. Fulltrúar frá Capacent hafa undanfarna mánuði unnið að úttekt á ímynd sjávarútvegsins, skipulagi hagsmunagæslu, kostum og göllum sameiningar LÍÚ og SF og stofnun nýrra hagsmunasamtaka atvinnurek- enda í sjávarútvegi. Það næsta sem gerðist var að unnið var að stofnun þriggja ráðgefandi starfshópa: Laga- hópur, formenn, Adólf Guðmundsson og Arnar Sigurmundsson, Kynning- arhópur, form. Gunnar Tómasson og Framtíðarhópur, form. Ólafur Mart- einsson. Það verður síðan hlutverk að- alfunda SF og LÍÚ að taka endanlega ákörðun um sameiningu og stofnun nýrra heildarsamtaka atvinnurekenda í sjávarútvegi. Arnar Sigurmundsson, formaður SF, segir að einhverjar niðurstöður liggi fyrir í lok þessarar viku eftir fund með fulltrúum frá báðum aðilum. Arnar Sigurmundsson.

x

Aldan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aldan
https://timarit.is/publication/1119

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.