Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 5. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  47. tölublað  103. árgangur  SAMVERA MEÐ BÖRNUM ER DÝRMÆT „EINS OG AÐ VINNA Í HAPPDRÆTTI“ NEÐANJARÐARMANN- VIRKI UNDIR KRINGLUMÝRARBRAUT HEIÐURSGESTIR STOCKFISH 38 BOLHOLTSSTÖÐIN 20STANDA SAMAN AÐ VEFSÍÐU 10 FORTE blanda meltingargerla MÚLTIDOPHILUS þarmaflóran hitaþolin www.gulimidinn.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mjólkursamsalan og Matís vinna að rannsókn á möguleikum þess að breyta mysu í vín, framleiða etanól úr mjólkursykurvatni sem er auka- afurð við ostaframleiðslu. Mikið fellur til af mysu við osta- gerð, ekki síst í stóru ostagerðar- búunum á Norðurlandi. Úr henni er búið til mysupróteinþykkni sem notað er til framleiðslu á prótein- drykknum Hleðslu og einnig endur- nýtt til ostagerðar. Við þessa vinnslu fellur til aukaafurð sem kölluð er mjólkursykurvatn og vantar hlutverk fyrir, að sögn Björns S. Gunnarssonar, vöruþró- unarstjóra MS. Mjólkursykurvatnið er hægt að gerja og eima og búa til etanól sem getur verið grunnur í áfengi, elds- neyti og vörur til iðnaðar. Rann- sóknarverkefni MS og Matís geng- ur út á að finna hagkvæmustu leiðir til að nýta þetta hráefni. Sérstak- lega er hugsað til áfengis. Mjólkur- vodki er til dæmis þekkt afurð í þeim löndum sem hafa náð tökum á að nýta mysu í þessum tilgangi. Einhverjir eiginleikar mjólkur- innar koma þá fram í áfenga drykknum. »24 Ætla að breyta mysu í vín  Verðmætar afurð- ir úr mjólkursykri Morgunblaðið/Ómar Ostur Mysa fellur til við ostagerð. Vegna mikillar hækkunar á húsnæð- isverði í miðborg Reykjavíkur munu ódýrir gististaðir færast í úthverfin þar sem húsnæðiskostnaður er lægri. Þetta er skoðun Bjargar Jóns- dóttur, rekstrarstjóra KEX hostel, sem segir að vart yrði ráðist í jafn kostnaðarsamar endurbætur á hús- næði til að opna stað á borð við KEX í miðborginni í dag. Húsnæði hafi enda hækkað svo mikið á svæðinu. „Það er ljóst að slík gisting mun færast frá miðbænum og þessum kjarna sem er að verða dýrastur. Staðir sem bjóða upp á góðar al- menningssamgöngur koma þar til greina. Það er til dæmis hægt að taka strætó númer 15 upp í Mos- fellsbæ og sækja þangað gistingu. Ég gæti trúað því að ódýrasta gistingin færi til dæmis að færast inn í Skeifuna í Reykjavík, eða til staða þar sem eru þjónustukjarnar en hægt að finna ódýrt húsnæði,“ segir Björg. »6 Spáir því að ódýrari gisti- staðir færist í úthverfin Reiknað er með því að frysting loðnuhrogna hefjist almennt á næstu dögum, en hrognin eru verðmætasta afurð loðnunnar. Reyndar var til skoðunar hjá HB Granda á Akranesi í gær að frysta eitthvað af hrognum úr afla Faxa RE, en verið var að landa úr skipinu. Loðnuvertíðin er að ná hámarki og þrátt fyrir vonskuveður hafa skipin getað athafnað sig á milli og þá mokveitt. Handagangur hefur verið í öskjunni þegar skip- in hafa komið inn til löndunar, enda hver dagur dýrmætur. Myndin er tekin í Eyjum í gær þegar landað var úr Júpiter ÞH og Sigurði VE. »16 Vertíðin að ná hámarki og hrognafrysting að hefjast Ljósmynd/Páll Scheving Ingvarsson Met var slegið í sölu á heitu vatni frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í janúarmánuði sl. þegar viðskipta- vinir fyrirtækisins á höfuðborgar- svæðinu notuðu alls 9.660 þúsund rúmmetra, eða nærri 9,7 milljónir tonna. Fyrra metið var 9.631 þús- und rúmmetrar í desember árið 2013. Notkunin í febrúar hefur verið mikil en ólíklegt að met verði slegið þar sem mánuðurinn er þremur dögum styttri en jan- úar. Kannanir Orkuveitunnar hafa sýnt að um 90% af heita vatninu eru notuð til kyndingar. »6 Metsala hjá OR á heitu vatni í janúarmánuði Morgunblaðið/Árni Sæberg Kuldatíð Orkuveitan seldi vel af heita vatninu í janúarmánuði. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Í mati á hryðjuverkahættu hér á landi sem greiningardeild Ríkislög- reglustjóra sendi frá sér í gær kem- ur fram að lögreglan búi yfir upplýs- ingum um að vígamenn frá Norður-Ameríku hafi farið um Ís- land á leið til eða frá þátttöku í bar- dögum í Mið-Austurlöndum í nafni Ríkis íslams. Óvissa um hryðju- verkaógn á Íslandi fer vaxandi sam- kvæmt mati greiningardeildarinnar og hefur hættustig vegna hryðju- verkaárása verið fært af lágu stigi í meðalstig. Það þýðir að ekki sé hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innanlands eða í heimsmálum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að lögreglan viti um einstak- linga hér á landi sem lögreglan telji hættulega samfélaginu. Viðkomandi búi bæði yfir löngun og getu til að fremja voðaverk. „Ég er nýbúinn að fá þessa skýrslu í hendurnar og nú þurfum við að fara yfir hana því það þarf að gæta að öryggi borgaranna fyrst og fremst og um leið að tryggja frelsi þeirra,“ sagði Ólöf Nordal innanrík- isráðherra í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi. Í matinu segir að óvissa fari vax- andi. Sú staða kunni að skapast að nauðsynlegt verði að hækka vástig/ viðbúnaðarstig lögreglu snögglega. Vígamenn fóru um Ísland  Hættustig vegna hryðjuverkaárása fært upp um eitt stig í nýju hættumati Rík- islögreglustjóra  Innanríkisráðherra segir að gæta verði að öryggi borgaranna MHryðjuverkaógnin eykst »4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.