Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 36
36 föstudagur 6. nóvember 2009 helgarblað „Ég hafði verið að vafra um á netinu og rakst á lýsingu á Pcos og tengdi það strax við mig og fékk svo staðfestingu hjá lækni,“ segir Margrét Inga Gísladóttir en hún og eiginmaður hennar, Heiðar Þór Jónsson, leituðu til læknis árið 2005 þar sem þau höfðu reynt að eignast barn í nokk- urn tíma. Margrét og Heiðar bjuggu á Spáni á þessum tíma en þegar ekkert gekk með hjálp frjósemislyfsins Pergotime var ákveðið að reyna tæknisæðingu. „Þá höfðum við gert okkur mikl- ar vonir en svo þegar niðurstaðan var neikvæð var það mikið áfall. Við reyndum áfram með Pergotime í einhvern tíma en svo þegar ég kom aftur heim til Íslands var ég send í kviðarhols- speglun þar sem í ljós kom að ég var líka með legslímuflakk sem var brennt í burtu auk þess sem læknirinn gataði eggjastokkana til að létta á þrýstingi en eggjastokkarnir voru þrisvar sinn- um stærri en eðlilegt gat talist,“ segir Margrét og bætir við að aftur hafi þau reynt með Per- gotime þar sem algengt sé að konur fái egglos eftir slíkar aðgerðir. „Í ágúst 2007 fórum við aft- ur í tæknisæðingu en þá gekk örvunin mjög illa og sú meðferð gekk ekki þótt það hafi orðið eitt- hvert nart. Það var ofsalega sárt þegar ég byrj- aði á blæðingum í það skiptið en eftir það var ákveðið að breyta yfir í glasameðferð.“ Missti á sjöundu viku Margrét hélt til Spánar með lyf og sprautur en mætti heim aftur í eggheimtu og uppsetningu í janúar 2008. „Þá náðust 11 egg og af þeim urðu fimm nothæfir fósturvísar. Einn var settur upp og ég fékk jákvætt á heimaprófi. Ég beið því spennt eftir hringunni eftir blóðprufuna en þá kom í ljós að gildin voru of lág, aðeins 12. Áfall- ið var gríðarlega mikið. Hjúkrunarfræðingurinn sagði möguleika á að fósturvísirinn hefði ver- ið seinn að festa sig en þar sem ég hafði tekið heimaprófið snemma vissi ég að svo væri ekki auk þess sem þungunareinkennin höfðu fjarað út. Ég vissi að þetta var búið spil,“ segir Margrét og bætir við að maðurinn hennar hafi þurft að drífa sig út til Spánar þar sem þau voru bæði í námi. „Ég ákvað að verða eftir og fékk að byrja strax í meðferð á uppsetningu á frystum fóstur- vísum. Tveir af fjórum voru nothæfir eftir frost- ið og ég fékk jákvætt svar en missti á sjöundu viku. Ég fór í útskaf og í rannsókn þar sem kom í ljós blóðsjúkdómur sem veldur því að mót- efni myndast í blóðinu og þykkir það svo fóstrið fær ekki nægilega næringu.“ Margrét var látin á blóðþynnandi lyf í næstu meðferð í ágúst 2008. Þá náðust sjö egg en aðeins eitt varð að lífvæn- legum fósturvísi. „Þarna vorum við mjög bjart- sýn og viss um að þetta færi að ganga þar sem ég var komin á blóðþynnandi lyf en allt kom fyrir ekki og ég byrjaði á blæðingum óvenju- snemma.“ Þegar þarna var komið sögu áttu Margrét og Heiðar ekki til fleiri fósturvísa og urðu því að fara aftast á biðlista eftir nýrri glasameðferð. „Undir lok ársins komumst við aftur að og þá voru reynd ný örvunarlyf. Allt gekk vel til að byrja með þar til ég fékk stórt kýli á magann og útbrot og í ljós kom að ég var farin að mynda ofnæmi fyrir lyf- inu. Ég fékk annað lyf og á endanum náðust tíu egg og úr því varð einn fósturvísir sem var sett- ur upp en svo byrjaði ég aftur óvenjusnemma á blæðingum. Þá þurftum við enn einu sinni að fara aftast á biðlistann og þá ætluðum við sko að taka þetta með trompi,“ segir Margrét sem var sett á öll möguleg lyf í von um að hún yrði ófrísk og gæti haldið fóstrinu. Bíða eftir barni „Í janúar 2009 komu í ljós miklir samgróning- ar sem voru lagaðir og svo byrjuðum við aftur í maí. Þá náðust 27 egg eftir skelfilega eggheimtu og af þeim fengum við 17 fósturvísa en aðeins fjóra nothæfa.“ Tveir fósturvísar hafi verið settir upp og áfram hafi öllum ráðum verið beitt. Þrátt fyrir daufa línu á heimaprófi varð endanleg út- koma neikvæð. Margrét og Heiðar eru búin með allar meðferðir sem niðurgreiddar eru af ríkinu og hafa því ákveðið að snúa sér að ættleiðingu. „Við erum mjög sátt við að ættleiða, enda höf- um við alltaf talað að gera bæði, eignast barn og ættleiða. Við ætlum að setja frostpinnana okkar tvo upp þegar við erum búin að fá barnið okk- ar frá Kólumbíu,“ segir Margrét og bætir við að þau hafi þegar setið undirbúningsnámskeið fyr- ir væntanlega kjörforeldra og séu að vinna í að fá forsamþykki hérna heima. Margrét viðurkennir að álagið hafi reynt mikið á hjónabandið. Þau hafi mikið verið hvort í sínu landinu í gegnum þetta allt saman og því t.d. þurft að nota fryst sæði frá honum. „Ef hann komst ekki með mér fékk ég vinkonu mína til að vera viðstadda eggheimtuna og uppsetning- una. Þegar við misstum á sjöundu viku höfðum við verið í sónar vikunni áður og hann þurfti að fara út sama dag. Viku seinna var allt búið og þá var erfitt að geta ekki verið hjá honum og knús- að hann og líka erfitt fyrir hann að vera einan úti án fjölskyldunnar.“ Brotnaði saman í skírn Aðspurð segist hún hafa tekið þann pól í hæð- ina að leggjast ekki í neitt þunglyndi þrátt fyrir vonbrigði á vonbrigði ofan. „Ég leyfði mér alltaf að syrgja og hef grátið mikið sem er bara hollt og nauðsynlegt en það þýðir ekkert að leggjast í rúmið í einhverju volæði, það hjálpar ekki neitt. Ég píndi mig alltaf til að halda lífinu áfram en það var oft erfitt og einu sinni brotnaði ég saman í miðri skírnarveislu. Það er ótrúlegt hvað mað- ur tengist fósturvísunum mikið. Ég held fast í þá vissu að ég verði mamma, það er bara spurning- in hvaða leið ég þarf að fara og ég er viss um að ættleiðing sé alls ekkert verri leið en hver önn- ur, síður en svo,“ segir Margrét en bætir við að vissulega muni hún missa af meðgöngunni og öðru en fái svo ótal margt annað í staðinn. „All- ur þessi barningur hefur kennt mér svo margt og þótt ég vildi vissulega vera heilbrigð þá vildi ég ekki skipta út þessari reynslu því allt þetta hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og styrkt okkur sem par. Við vorum dugleg að skrif- ast á þegar við vorum hvort í sínu landinu og lærðum þannig mikið um hvort annað og hluti sem við hefðum aldrei lært annars. Við þurfum jafnvel að bíða í fjögur til sex ár eftir barninu okkar, skemmri bið er bara bónus, en við höfum lært að bíða í öllu þessu ferli. Við reynum bara að halda okkur uppteknum og erum t.d. búin að skrá okkur á salsanámskeið svona til að láta tímann líða.“ indiana@dv.is Ástæður að baki ófrjósemi eru fjölbreyttar en talið er að ófrjósemi hái um 15% íslenskra para. Helgarblað DV spjallaði við þrenn hugrökk hjón sem stíga fram í sviðsljósið og segja frá sinni reynslu. Pörin segja að feimni hafi fylgt málefninu en eru sammála um að vilja opna umræðuna um barnleysi og ófrjósemi. baráttan við ófrjósemi sátt við að ættleiða Sterkari fyrir vikið Margrét og Heiðar eru búin með allar meðferðir sem niðurgreiddar eru af ríkinu og hafa því ákveðið að snúa sér að ættleiðingu. MYNDir SigtrYggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.