Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 22
22 | Viðtal 20. desember 2010 Mánudagur Ó skar Hrafn Þorvaldsson skaust fyrst fram á sjónarsviðið sem gríðarlega efnilegur knattspyrnumaður í KR en meiðsli hindruðu feril hans. Hann er þrjátíu og sjö ára í dag en eftir að knattspyrnuferlinum lauk hóf hann störf sem íþróttafréttamaður. Það kom snemma í ljós að blaðamennskan lá vel fyrir honum og var hann fljótlega kominn í almennar frétt- ir og orðinn fréttastjóri á DV. Hann reif síðan Vísi upp þegar hann gerðist fréttastjóri þar og bjargaði fréttastofu Stöðvar 2 úr söguleg- um lægðum. Þessi jólin hefur þjóðin þó feng- ið að kynnast honum sem rithöfundi en hann er með eina af bókunum í jólabókaflóðinu, glæpasöguna Martröð millanna, sem fjallar um morð í útrásinni. „Að skrifa bók snýst um að hafa tíma og hann hafði ég ekki áður,“ segir Óskar aðspurð- ur um af hverju hann hafi ákveðið að setjast niður og skrifa skáldsögu. „Eftir að ég hætti á stöð 2 hafði ég helling af tíma. Ég, eins og margir blaðamenn og aðrir Íslendingar ef- laust, hafði lengi gengið með þá hugmynd að skrifa bók. Núna var einhvern veginn staður- inn og stundin. Ef þú ert í blaðamennskunni af lífi og sál hefur þú ekkert sérstaklega mik- inn tíma aflögu til að gera aðra hluti. Ég hef aldrei skilið menn sem geta það. Fyrst ég er byrjaður aftur að vinna veit ég sjálfur ekkert hvernig framhaldið verður,“ segir Óskar, en af hverju krimmi? „Ég er búinn að vera blaðamaður í tíu ár. Fyrst íþróttafréttamaður og síðan í glæpum og viðskiptalífi. Sá skáldskapur höfðar meira til mín en annar. Maður leitar alltaf í áhugasvið sitt þegar maður byrjar að skrifa.“ Fréttirnar sem ekki voru sagðar Í bókadómi DV um Martröð millanna var ritað að þarna væru fréttirnar sem ekki höfðu verið sagðar í hruninu. Margar af þeim sögum sem hafa spunnist í kringum útrásina, kókaínpartí og fleira, sé þarna komið á prent. Eins má sjá strax á fyrstu síðu ritstíl eins íslensks útrásar- víkings í bréfi sem ein sögupersónan skrifar. „Ég held að það sé fullmikil einföldun að segja að eitthvað sem mátti ekki fara á prent eða í loftið sé í bókinni. Blaðamennskan væri létt starf ef við gætum fyllt fjölmiðlana af því sem við heyrum og létum ekki sannleikann spilla góðri sögu. Að einhverju leyti sækir maður efniviðinn í það umhverfi sem maður lifir í. Maður tekur upp hluti hér og þar þannig klárlega kannast einhverjir aðilar við sig í bók- inni. Ég væri hissa ef svo væri ekki. Ég get samt ekkert sagt hverjir eru hvað því þetta er nátt- úrulega skáldsaga,“ segir Óskar og bætir við: „Þegar ég var til dæmis að skrifa um blaða- menn í bókinni notaði ég mikið persónur sem ég vann sjálfur með. Þegar ég skrifa um útrás- arvíkinga var eðlilegt að leita fyrirmynda hjá þeim sem voru mest áberandi í útrásinni en ekki einhvern gaur í heildverslun í Garðabæ. Það væri ekkert köld vatnsgusa ef þessir menn myndu kannast við sig í sumum af persónum bókarinnar.“ Kominn með útgáfusamning við þýskt forlag Stjörnunum hefur ekkert rignt yfir Martröð millanna af höndum gagnrýnenda en þrír dómar hafa birst um bókina. „Ég tók strax þá ákvörðun að nálgast þetta af æðruleysi. Ég er óþekktur rithöfundur að gefa út mína fyrstu bók í samkeppni sem á sér örugglega enga hliðstæðu,“ segir Óskar, en hvernig hafa viðtökurnar verið? „Þær hafa verið blendnar. Fólk hefur komið að máli við mig og hringt í mig til að hrósa mér. Gagnrýnendur eru þó ekkert sérstaklega ánægðir með hana. Það er ekkert skemmtilegt en aftur á móti ekk- ert sem ég get gert í. Sumu verður maður sár yfir en annað verður maður bara að sætta sig við. Ég skrifa ekki fyrir gagnrýnendur en sumt af því sem komið hefur fram hjá þeim er réttmætt og ég mun reyna að nýta mér það ef ég skrifa aðra bók,“ segir hann og heldur áfram: „Það er samt gleðilegt, þrátt fyrir mis- jafna gagnrýni, að nú þegar er komið eitt út- gáfufyrirtæki í Þýskalandi sem ætlar að gefa bókina út. Sex útgáfur börðust um réttinn og hið virta Aufbau Verlag bauð hæst. Þetta seg- ir manni að það er áhugi erlendis á þessum blessuðu útrásarvíkingum og lifnaðarhátt- um þeirra. Bókin verður ein af aðalbókum Aufbau vorið 2012 sem er mikill heiður fyr- ir mig.“ Langaði að öskra á viðkomandi Á sínum tíu árum í blaðamennskunni hefur Óskar oft skrifað gagnrýnar greinar og dæmt fjölda manns fyrir frammistöðu þeirra í knatt- spyrnuleikjum á dögum sínum sem íþrótta- blaðamaður. Hvernig er núna að sitja hin- um megin við borðið og lesa dóma um verk sín? „Suma dóma kaupi ég alveg. Maður get- ur samt orðið svolítið sár yfir gagnrýni sem er persónuleg þar sem smáatriði eru gerð að aðalatriðum eins og í dómi Arnar Arnarson- ar í Mogganum. Langaði mig að taka upp sím- ann og öskra á hann? Já, kannski í svona tíu mínútur eftir að ég las dóminn. Þetta er samt bara persónuleg skoðun hans og ég get ekk- ert breytt upplifun hans á þessari bók. Ég hélt samt að ég myndi eiga erfiðara með að taka þessu,“ segir hann, en mun koma önnur bók? „Auðvitað kitlar hugmyndin um að skrifa aðra bók því ég lærði heilmikið á að gera þessa. Það freistar að athuga hversu mikið komst inn í hausinn á mér af því sem hið góða fólk sem ég vann með var að reyna kenna mér. Síðan breytir þessi samningur í Þýskalandi auðvitað miklu. Hann gefur manni byr und- ir báða vængi. Ef ég skrifa aðra bók hugsa ég að það verði aftur krimmi. Ég finn fyrir því að útgefandi minn vill fá aðra bók en það er bara spurning um hvort og hvernig manni tekst að samræma bókarskrif og vinnu,“ segir Óskar Hrafn. Stöð 2 eins og jólaboð allan ársins hring Eftir að Óskar Hrafn hafði gert góða hluti sem fréttastjóri Vísis, sem undir hans stjórn varð töluvert beittari, fékk hann eina stærstu stöðu nokkurra fjölmiðlamanna á landinu. Hann var gerður að fréttastjóra Stöðvar 2 og Vísis, sá því bæði um sjónvarpsfréttirnar og næst- stærsta vef landsins. Óskar verður seint þekkt- ur sem einhver jakkafatatýpa. Stuttermabol- urinn, hettupeysan og strigaskórnir eru hans auðkenni. Hvernig voru viðbrögðin þegar hann var settur yfir sjónvarpsstjörnurnar? „Eldra liðið var skeptískt. Þarna var ein- hver gaur í stuttermabol og strigaskóm mætt- ur til að segja þeim hvernig þau áttu að gera þetta. Það var pottþétt einhver sem myndaði sér fyrirfram skoðun á mér. Þetta er náttúru- lega tuttugu ára gömul fréttastofa þar sem sama liðið er búið að stýra og sama fólkið búið að vinna þarna lengi. Þetta var svolítið eins og jólaboð alla daga ársins, stór fjölskylda sem hafði komið sér þægilega fyrir á frétta- stofunni. Kannski of þægilega. Þannig þegar einhver pönkfrændi kemur inn í svona partí þá bregður einhverjum. Ég kom líka inn með mína fortíð á DV og svo Vísi sem við hresstum og gerðum beittari og grimmari. Þá held ég að fólk hafi nú hugsað aðeins út í hvað það var komið. Það tók mig samt bara klukkutíma að snúa liðinu,“ segir Óskar Hrafn. Ekki má vanmeta reynslu þeirra eldri Þegar Óskar tók við fréttastofu Stöðvar 2 var hún búin að ganga í gegnum mikinn öldudal og áhorfið var ansi lítið. Undir forystu Óskars unnu fréttir Stöðvar 2 sig upp og voru komn- ar með mjög gott áhorf á tiltölulega skömmum tíma. En hver var galdurinn? „Meiri metnaður og sterkari sjálfsímynd,“ segir Óskar. „Kannski kom maður líka inn með einhverja þekkingu á því sem seldi. Það þarf að selja allt í dag. Það virðast bara vera Fréttablaðið og RÚV sem eru hafin yfir það að þurfa selja nokkurn skapað- an hlut. Það lesa allir eða horfa á það sem þær fréttastofur hafa upp á að bjóða,“ segir Óskar en viðurkennir að hrunið hafi hjálpað mikið til. „Hrunið hjálpaði auðvitað til. Ég var búinn að vera tvær vikur á Stöð 2 þegar Glitnir var þjóðnýttur. Það er alveg klárlega hægt að finna verri tíma til að taka við sjónvarpsfréttastofu. En síðan vann fólk líka mjög mikið. Það var ótrúlegur metnaður í gangi,“ segir hann en eins og góður knattspyrnuþjálfari yngdi Óskar mik- ið upp á Stöð 2 og gaf mörgum ungum frétta- mönnum á borð við Andra Ólafsson, Breka Logason og Sigríði Mogensen tækifæri. „Þú þarft ákveðna blöndu í þetta,“ segir hann. ,,Þú þarft ungt og metnaðarfullt fólk en þú þarft líka að vera með eldra og reyndara fólk. Í allri æskudýrkuninni má ekki gleyma að bera virðingu fyrir þeim sem eldri og reyndari eru. En vissulega gaf ég ungu fólki tækifæri og það stóð sig svo sannarlega.“ Sjónvarpsfólk er prímadonnur Þó að Óskar Hrafn hafi stýrt fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis á stuttermabolnum geta sjónvarps- fréttamenn ekki leyft sér þann munað. Óskar segir töluverðan mun á blaðamönnum og svo sjónvarpsfréttafólki. „Blaðamenn geta mætt í vinnuna án þess að hafa sig eitthvað sérstak- lega til. Sjónvarpsfólk býr ekki við þann lúxus. Það er alltaf vel til fara og þarf í raun að vera tiltölulega upptekið af útliti sínu. Ef þú ert með bólu á kinninni eru allar líkur á fólkið hætti að hlusta á fréttina og horfi bara á bóluna. Það eru því miklar kröfur gerðar varðandi útlit. Sjón- varp er einfaldlega hégómlegur bransi hvort sem um er að ræða fréttatíma eða skemmti- dagskrá,“ segir hann. „Sjónvarpsfólkið er einnig öðruvísi að því leyti að það er prímadonnur. Mín tilfinning er sú að það gerist eitthvað hjá fólki þegar einhver fer að horfa á þig úti í búð og fer að pískra eitt- hvað vegna þess að þú ert þekktur úr sjónvarpi. Þá verður fólk mun meðvitaðra um sjálft sig. Sumir leiða þetta hjá sér en aðrir verða alltaf uppteknari af sjálfum sér,“ segir Óskar en það er fleira ólíkt með blaða- og sjónvarpsfrétta- mönnum. „Þetta er allt harðduglegt fólk en vinnu- mórallinn er öðruvísi á fréttastofum sjónvarps en hjá blaðamönnum á dagblöðum því það hefur alltaf verið fylgt betur eftir kjarasamn- ingum hjá sjónvarpsfólki. Níu til níu vaktir, sjö daga í röð, þekkjast ekki í sjónvarpi. Allir sem hafa unnið á blöðum sem heita ekki Morgun- blaðið þekkja samt þær vaktir,“ segir Óskar en tekur samt fram að það hafi ekki verið neitt mál að stýra hans fólki og margt af hans besta sam- starfsfólki innan Stöðvar 2 hafi verið reyndustu sjónvarpsfréttamennirnir. Togstreita vegna eigandans Í gegnum allt hrunið flutti Stöð 2 fréttir, eins og aðrir miðlar, af alls kyns vafasömum viðskipta- háttum útrásarvíkinganna. Óskar Hrafn var þó í erfiðari stöðu en margir fréttastjórar því eig- andi Stöðvar 2 er Ingibjörg Pálmadóttir, eig- inkona Jóns Ásgeir Jóhannessonar. Óskar seg- ir að frétt hjá sér hafi þó aldrei verið stöðvuð. „Aldrei.“ En var það reynt? „Nei, aldrei. Menn höfðu samt skoðanir á því hvort fréttir ættu rétt á því að fara í loftið,“ segir hann en viðurkennir að það hafi verið lýjandi hversu mikil togstreita myndaðist á milli sín og yfirmanna fyrirtækis- ins vegna frétta af eigandanum. „Það er klárlega þannig þegar maður er með eiganda sem er með mikil umsvif og er mjög áberandi og tiltölulega stór gerandi í mörgum af viðkvæmustu málum hér á landi eftir hrun. Hann ræður náttúrulega fólk í efstu lög fyrir- tækisins sem er hans fólk. Slíkt hefur tilhneig- ingu til að skapa togstreitu á milli miðlanna og þeirra sem að eiga miðlanna,“ segir Óskar og heldur áfram: „Það sem var lýjandi var að maður fann hressilega fyrir óánægjunni þegar eigandinn átti í hlut. Þá fann ég meira fyrir því en aðrir. Það er togstreitan. Menn reyndu samt aldrei að beita valdi sínu til að stoppa fréttir eða hafa áhrif á fréttamenn. Ég hef ekkert út á eignar- hald Jóns Ásgeirs að setja þannig séð. Hann sem eigandinn hegðaði sér ekkert ósæmilega. Honum sem eiganda er frjálst að frekjast og djöflast eins mikið og hann vill. Það er alveg eins hjá Glitni. Það er ekkert óeðlilegt að reyna ná sínu fram og reyna að skera sem stærstan bita af eigin köku. Það veltur bara á þeim sem stýrir dæminu hverju sinni að standa í lappirn- ar. Ég veit að ég gerði það, alveg járngrimmur.“ Gerði mistök, axlaði ábyrgð og hætti Það var þó ekki vegna þessarar togstreitu sem Óskar Hrafn sagði upp sem fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis. „Ég hefði alveg getað haldið áfram í átta ár þess vegna í svona togstreitu. Þetta er bara hluti af starfinu og partur af því sem mað- ur verður að takast á við. Þetta er ágætlega vel launað starf og því fylgir ábyrgð og þú þarft að taka einhverja slagi. Eina ástæðan fyrir því að ég sagði upp er að ég gerði mistök,“ segir Óskar. Mistökin sem hann ræðir um tengjast frétt sem Stöð 2 birti 27. júlí 2009 um millifærslur Björg- ólfsfeðga, Magnúsar Þorsteinssonar og Karls Wernerssonar á peningum í skattaskjól. Eft- ir að fréttin birtist hringdu þeir allir og heimt- uðu leiðréttingu. Óskar og hans fólk þráaðist við og taldi sig hafa lögmæta frétt í höndunum. Eftir að mennirnir sem áttu hlut að máli í frétt- inni stefndu Stöð 2 fóru þó hlutirnir að snúast í höndunum á Óskari. „Þá kom í ljós að heimildarmaður okkar mátti ekki bera vitni í lokuðum dómsal og hann treysti sér ekki til að koma fram undir nafni. Þá vorum við komnir í mjög skrýtna stöðu. Við vorum ekki með nein gögn og heimildarmaður okkar gat ekki talað. Þetta var eins og að ganga inn á stríðssvæði með vatnsbyssu. Sönnunar- byrðin lá hjá okkur því það kom aldrei til greina Hárrétt ákvörðun að hætta á Stöð 2 Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði upp störfum sem fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis fyrr á árinu vegna fréttar um peningaflutninga í skattaskjól sem frétta- stofan þurfti síðan að draga til baka. Í viðtali við Tómas Þór Þórðarson viðurkennir Óskar að tog- streita hafi myndast á milli sín og yfirboðara sinna vegna frétta af eiganda stöðvarinnar, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Fyrir jólin gaf hann út glæpasöguna Martröð millanna en hann er nú kominn með út- gáfusamning við þýskt forlag. Óskar segir einnig frá því hvernig blaðamannsstarfið getur heltekið mann og að einu sinni hafi sonur hans beðið spenntur eftir afmælisgjöf sem kom seint því pabbi var í símanum vegna vinnunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.