Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 46
Þ ótt Íslendingar hafi um aldir lifað af sjósókn hafa bók- menntir nútímans sjaldn- ast fjallað um sjómenn og það sem þeir eru að bjástra við. En það eru undantekningar frá þessu. Bókin Upp á líf og dauða er kilja í þremur hlutum sem eiga það sameiginlegt að fjalla um sjávar- háska. Fyrsti hluti bókarinnar er um Nýfundnalandsveðrið árið 1959 sem kostaði tugi íslenskra sjómanna lífið. Frásögnin er um sjóferð síðu- togarans Harðbaks á þessar slóðir. Sagan hefst þegar Harðbakur leggur úr höfn á Akureyri. Engan óraði fyrir þeim ægilegu átökum sem biðu áhafnarinnar á hinum fjarlægu miðum. Jón Hjaltason skráir söguna af slíkri alúð að það fer um mann kuldahrollur við lesturinn. Það má heita kraftaverk í bland við þekk- ingu Áka Stefánssonar skipstjóra sem sólarhringum saman barðist við aftakaveðrið og hafði sigur. Þetta er háspennusaga um háska. Næsta frásögn er af því þegar tog- arinn Elliði fórst. Sú saga er prýði- lega skráð af séra Sigurði Ægissyni, presti á Siglufirði. Athyglisvert er að skipshundurinn virtist fá fyrirboða um það sem var í vændum, nokkr- um klukkustundum áður en skipið fórst. Frásögnin heldur ágætlega þótt hún standi sögunni af Harðbaki að baki. Lokahluti bókarinnar er byggður á samtali tveggja manna um sjávar- háska fyrir Norðurlandi í apríl 1963. Himinn og haf er á milli þeirrar sögu og hinnar fyrstu. Þarna hefði þurft að koma til öflug ritstjórn til að gera frásögnina bærilega. Fyrri sögurnar tvær gera þó að verkum að þetta er fín bók. Hún hentar vel í jólapakka sjómannsins og annarra sem vilja kynna sér baráttu sægarpa við hrika- leg náttúruöfl. 46 Bækur 2.–4. desember 2011 Helgarblað Skyrkonfekt er súkkulaði moli, gerður úr gæða hvítu súkkulaði framleiddu af Valrhona, með skyrfyllingu sem framleidd er af Rjómabúinu Erpsstöðum. Skyrkonfektið er handunnin vara og einstök í sinni röð, hvað varðar útlit og bragð! Með gómsætri skyrfyllingu! „Ótrúlega vel heppnuð samsetning þar sem súrt og sætt mætist“ Skyrkonfektið er samvinnuverkefni hönnuða og bænda undir handleiðslu Listaháskóla Íslands. Sími: 868 0357 www.erpsstadir.is V el hannaðar, flóknar ráðgátur eru unun allra aðdáenda spennu- og glæpasagna. Óttar Mart- in Norðfjörð, höfundur Lygarans, hefur borið slíka gátu á borð fyrir lesendur. Söguþráð- ur er á þessa leið: 1972 fer fram sögufrægt skákeinvígi Fischers og Spasskys í Reykjavík. Í bak- grunni þarf lögreglan að takast á við mannshvarf og dularfullar gát- ur þar sem lífi Fischers er ógnað. Sagan gerist hins vegar að mestu leyti á árinu 2011. Við sögu koma tvær fylkingar ungra manna og Óttar þarf að skrifa fleiri bækur andstæðinga í pólitík. Fylkingin, sem er hópur ungra vinstrisinna, og Eimreiðarhópurinn, sem Davíð Oddsson, Geir Haarde og fleiri valdamenn tilheyrðu. Málin tvö tengjast og Óttar Martin leiðir lesendur áfram á þeirri tengingu með skemmti- legum, frumlegum og óvæntum hætti. Hröð framvinda og ótal gátur Það er ekki hægt að segja frá sögu- persónum eða rekja söguþráðinn nánar án þess að skemma fyrir les- endum ánægjuna af ráðgátunni. En það má segja frá því að upp- bygging sögunnar og frásagnar- tækni sem er bein og hrein gerir það að verkum að lesandinn er hratt leiddur áfram. Rökrétt frá A til B. Í sögunni eru skemmtilegar minni gátur, litlar ferskeytlur og skákþrautir sem lesendur fá einnig að brjóta heilann um. Einhverjir hafa gagnrýnt að notuð eru raunveruleg nöfn, raun- verulegar sviptingar og fylkingar. Ég get ekki betur séð en það sé vel til fundið. Rithöfundar leita í eigin sarp og samtíma og hér er langt gengið. Eflaust hefur bakgrunn- ur Óttars sem var virkur í búsá- haldabyltingunni eitthvað haft um það að segja hvernig plottið liðast hægri mönnum í óhag. Á nokkrum stöðum í bókinni má segja að hann „missi sig“ svolítið. Málsgrein um einkavæðingu og nasisma er hressandi lesning en lesandinn verður meðvitaður um að hún er óþarfi í sögunni. Það má deila á þessar aukamálsgreinar, ástríðukenndar frá höfundinum, en það verður ekki frá honum tek- ið að hann er naskur á eigin sam- tíma. Vasaklúturinn tekinn upp Fortíðinni eru einnig gerð góð skil í dagbókarbrotum. Allar aukapers- ónur skipta máli. Reyndar gríðar- legu máli í framvindu sögunnar. Það er gaman að sjá slíka einbeitni í glæpasagnaskrifum. Það er leitun að jafn góðum vinnubrögðum. Og enn annað gerir Óttar Martin vel, hann gefur persónum sínum góða tilfinningalega dýpt. Aðalsöguhetjan, Vera. E. Ragn- arsdóttir, er rithöfundur sem er gift ofbeldismanni og tekur þátt í róttækum hóp sem leitar að upp- lýsingum um hrunið. Heimilisof- beldið er tekið fyrir á raunsæjan máta. Sársaukinn er áþreifanlegur og engar klisjur á ferð. Gerandinn er ekki gerður að myrkum durti og illmenni. Þolandinn er ekki grátandi fórnarlamb. En illskan er vissulega til staðar og skortur á samkennd og siðferði. Fínt ofið. Þegar lokakafli bókarinnar er leiddur í ljós þarf að taka upp vasaklútinn. Að minnsta kosti gætu einhverjir hrifnæmir þurft að leita að honum. Endirinn er meistaralega vel skrifaður. Enn er ekki hægt að segja af hverju það er án þess að ljóstra upp mikilvægu atriði. En því er hægt að lofa að gátuunnendur grípa andann á lofti þegar þeim eru sýnd lok mála. Umdeildur höfundur Óttar Martin Norðfjörð hefur sent frá sér sex skáldsögur. Hann er umdeildur höfundur. Hvers vegna veit ég ekki. Hann tekur áhættu en á sama tíma er hann einbeittur höfundur sem leggur mikið í form glæpasögunnar. Kannski er það vegna þess að eitt sinn sagðist hann gefa út glæpasögu að gamni sínu. Til að henda gaman að klisju- forminu. Einhverjir hljóta að hafa móðgast svona óbærilega. En hverju sem það sætir þá verður að segjast eins og er að Óttar Martin þarf að skrifa fleiri bækur. Gátu- unnendur munu krefjast þess. — gátuunnendur krefjast þess Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Dómur Lygarinn Höfundur: Óttar M. Norðfjörð. Útgefandi: Sögur. 302 blaðsíður Upp á líf og dauða Höfundar: Sigurður Ægisson, Júlíus Kristjánsson og Jón Hjaltason. Útgefandi: Völuspá útgáfa. 76 blaðsíður Vel hönnuð og flókin ráðgáta Óttar Martin Norðfjörð, höf- undur Lygarans, hefur borið slíka gátu á borð fyrir lesendur. Harðbakur í háska Reynir Traustason rt@dv.is Dómur Stelpur A–Ö Höfundur: Kristín Tómasdóttir Útgefandi: Veröld 340 blaðsíður Bók fyrir for- vitnar stelpur Stelpur A–Ö er bók fyrir stelpur um næstum allt á milli himins og jarðar. Í henni eru ítarlegar upplýsingar fyrir unglingsstelpur. Meðal annars er fjallað um bílpróf og bíla, sjálfs- traust, ást, afbrýðisemi, barneignir og margt fleira sem stelpur þurfa að vita. Til dæmis er útskýrt vel hvað átt er við með gagnkvæmri ást. Stelpa spurði hvernig hún gæti kynnst manneskju sem hún var hrifin af betur. Þar eru gefin góð dæmi um það og og hvað hún getur gert. Einnig er talað um eftirsjá. Stelpa spyr hvernig hún geti tæklað eftirsjá. Eins og fyrr er svarað ítar- lega og gefnar upp skemmtilegar, skýrar og greinilegar lausnir. Í bókinni er farið mjög vel yfir efnið svo maður nær að skilja það mjög vel. Bókin hentar fyrir allar forvitnar stelpur. Bókin er mjög góð og fræðandi. Kápan lítur mjög vel út og er vel hönnuð. Ég mæli hiklaust með henni. Bók- in er skyldueign fyrir allar stelpur. Harpa Mjöll Reynisdóttir, 15 ára. Blái hnötturinn í Sviss Í vikunni var frumsýnd leik- sýning byggð á Sögunni af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason í Lu- zern-leikhúsinu í Sviss. Leikritið er ógnar vinsælt til uppsetningar í leikhúsum en það hefur nú þegar verið sett upp í Kanada, Pakistan og Finnlandi. Hér á landi var það sett upp árið 2001 í Þjóðleikhúsinu. Sagan af Bláa hnettinum kom fyrst út árið 1999 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1999 og Verðlaun verðlaunanna árið 2009 í tilefni af 20 ára afmæli Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hún hefur komið út í fjölmörgum Evr- ópulöndum, Kína, Japan, Taílandi, Kóreu og nú síðast í Grikklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.