Lögmannablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 3

Lögmannablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 3
Lögmannafélag Íslands varstofnað árið 1911, fyrstuheildarlög um lögmenn voru sett 1942, lög nr. 61/1942, og síð- ustu heildarsamþykktir félagsins stafa frá árinu 1944, það er þær komu í kjölfar málflutningsmanna- laganna. Af þessu má þegar sjá, að mikil tíðindi gerðust í umhverfi lögmanna með lögfestingu nýju lögmannalaganna nr. 77/1998, sem komu í stað laga nr. 61/1942. Um- skiptin urðu enn meiri vegna þeirra breytinga, sem orðið hafa í öllu lagaumhverfi á allra síðustu árum, eftir að jafnræðisregla, nei- kvætt félagafrelsi og jafnvel réttlæt- ið sjálft voru fundin upp!, að sumra dómi. Nýju lögmannalögin og nýjar samþykktir félagsins, sem sam- þykktar voru á framhaldsaðalfundi þann 12. nóvember síðastliðinn, tóku gildi nú um áramótin og gera stjórn félagsins skylt að leysa nokkur brýn verkefni á allra næstu mánuðum. Þessi verkefni snúa bæði að hinum lögbundnu þáttum í starfi félagsins, en ekki síður að nýstofnaðri félagsdeild. Verkefnin við hina lögbundnu þætti hafa fé- lagsmenn ekki orðið mikið varir við, fyrr en nú að fréttir af þeim birtast í Lögmannablaðinu. Öðru máli á að gegna um félagsdeildina. Vitur maður mælti forðum að til þess að vita, hvaða stefnu ætti að sigla yrði maður að vita hvar mað- ur væri. Stjórnin hefur varið miklu af tíma sínum að undanförnu í umfjöllun um félagsdeildina, skipulag henn- ar, hugsanlega ráðningu starfs- manns og síðast en ekki sízt fjár- mál. Ákvörðun var tekin um að freista þess að finna út hvort- tveggja, hvar við værum og hvert skyldi sigla, og reyndar líka hvern- ig. Þessi ákvörðun á nú að hafa birzt félagsmönnum í gögnum vegna skoðanakönnunar um verk- efni félagsdeildar og hvað lög- menn eru tilbúnir til að greiða fyr- ir þjónustu hennar. Vegna þess meðal annars að útgjöld við hina nýju Úrskurðarnefnd lögmanna verða samkvæmt lögunum greidd af félaginu, er ljóst að árgjöld til fé- lagsins munu þurfa að hækka, bara til þess að halda óbreyttri þjónustu. Stjórnin væntir þess að hin nýja fé- lagsdeild muni í framtíðinni afla umtalsverðra sértekna, en í upp- hafi, að minnsta kosti, mun þurfa allhátt félagsgjald til þess að deild- in geti veitt þá þjónustu, sem við búumst við, að lögmenn vænti. Hádegisverðirnir eru ekki ókeypis nú frekar en á barnum í Kansas um 1850 (það var nefnilega ekki Milton Friedman, sem fyrstur mót- aði þá reglu í orð.). Allir sem unnið hafa við breyt- ingarnar á félaginu hafa verið sam- mála um það, að upphaflega megi búast við, að langflestir félagsmenn muni kjósa að vera einnig í félags- deildinni. Enginn getur þó vænzt þess, að lögmenn haldi tryggð við félagsdeildina nema hún mæti kröfum félagsmanna gegn viðun- andi árgjaldi. Upplýsingar um kröf- ur félagsmanna og hvað þeir eru reiðubúnir að greiða til þess að fá þær uppfylltar, eru því algjör for- senda þess að höfðinglega verði riðið úr hlaði. Trúnaðarskyldan á aungvan vin Í síðasta tölublaði var vikið að mikilvægi trúnaðarskyldu lög- manna. Mér hefur orðið nokkuð hugleikið að undanförnu, að í dómsmálum þar sem reynt hefur á, hvort á rof á trúnaðarskyldu sé réttmæt, bæði í H 1996.3575 og í máli netþjónustufyrirtækisins haustið 1998, hefur enginn talað máli trúnaðarskyldunnar. Hún átti þar aungvan vin, fremur en Arnas Arneus forðum. Ef til vill má freista þess að bæta hér úr, að því er varðar lögmenn, við endurskoðun siðareglnanna, sem nú stendur yfir. Tilmælum í þá átt hefur þegar ver- ið komið á framfæri við endur- skoðunarnefndina. 3Lögmannablaðið Jakob R. Möller, hrl. Upplýsingar eru afl þess sem gera skal Jakob R. Möller, hrl., formaður L.M.F.Í. Lögmannafélag Íslands Álftamýri 9, 108 Reykjavík sími (telephone): 568-5620 bréfsími (telefax): 568-7057 tölvupóstur (E-mail): lmfi@tv.is heimasíða: www.lmfi.is Stjórn L.M.F.Í. Jakob R. Möller, hrl., formaður Ásgeir Thoroddsen, hrl. varaformaður Kristinn Bjarnason, hrl., ritari Sif Konráðsdóttir, hdl., gjaldkeri Sigurbjörn Magnússon, hrl., meðstjórnandi Starfsfólk L.M.F.Í. Marteinn Másson, framkvæmdastjóri Hildur Pálmadóttir, ritari Blaðið er sent öllum félagsmönnum. Ársáskrift fyrir utanfélagsmenn: kr. 1.500 + vsk. Verð pr. tölublað kr. 300 + vsk. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umsjón auglýsinga: Öflun ehf., sími 561-4440

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.