Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 12.12.2014, Blaðsíða 86
12. desember 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 56 Ég er alveg kölluð mamma en rosalega oft bara gamla. Birna Valgarðsdóttir, 38 ára leikmaður Keflavíkur í kvennakörfunni KÖRFUBOLTI Birna Valgarðsdóttir lék sinn fyrsta leik í efstu deild kvenna fyrir meira en 22 árum og á dögunum varð hún sá leikmað- ur sem hefur spilað flesta leiki í efstu deild kvenna á Íslandi. Birna var búin að eiga stigametið í nokk- urn tíma en nú er hún efst á báðum listum. „Ég er rosalega glöð að hafa náð þessu,“ segir Birna en ætlar hún að fara með metin þannig að enginn nái þeim. „Ég veit það nú ekki alveg því það geta komið upp einhverjir demantar sem nenna að þrauka jafnlengi og ég,“ segir Birna. Staða Birnu hjá Keflavíkurlið- inu er þó afar sérstök því hún er 18 og hálfu ári ári eldri en næst- elsti íslenski leikmaður Keflavík- urliðsins. Halda henni ungri „Ég þarf að halda í við þessar ungu stelpur og þær halda manni ungum þessar elskur,“ segir Birna hlæjandi. Hún fær alveg að vita af því á æfingum að hún er 18 árum eldri en sú næstelsta. „Ég er alveg kölluð mamma en rosalega oft bara gamla. Þær skjóta því aðeins á mig,“ segir Birna en það eru átján ár á milli hennar og Lovísu Falsdóttur sem er elst af hinum íslensku leik- mönnum liðsins. Lovísa og Birna eru þær einu sem hafa haldið upp á tvítugsafmælið. Smellpassar inn í hópinn „Ég er einu ári eldri en mamma tvíburanna. Það segir eitthvað,“ grínast Birna með en hún á við þær Söru Rún og Bríeti Sif Hin- riksdætur sem eru í stóru hlut- verki í liðinu þrátt fyrir að vera bara 18 ára. Finnur Birna sig alveg með svona ungum stelpum? „Ég smellpassa inn í þennan hóp eins og flís við rass,“ segir Birna og hún heldur áfram að spila. „Númer eitt, tvö og þrjú er þetta alveg svakalega gaman. Það er erfitt hætta. Félagsskapurinn er líka svakalega stór partur af þessu. Ég er búin að gera þetta í öll þessi ár og það á ekki alveg við mig að verða eitthvert sófadýr. Það fer kannski að líða að því en ekki alveg ennþá,“ segir Birna. Vann sér aftur sæti í liðinu Birna byrjaði tímabilið rólega, kom inn af bekknum og fékk oft ekki mikið að spila. Hún hefur hins vegar fengið fleiri mínútur eftir því sem liðið hefur á tíma- bilið. „Ég ætlaði ekki að vera eitt tímabil á bekknum. Ég fór bara að lyfta af krafti, tók á því af krafti og reyndi að koma mér í gírinn. Það er að skila sér,“ segir Birna sem er aftur komin í byrjunarlið Keflavíkurliðsins. Birna varð Íslands- og bikar- meistari með Keflavíkurliðinu vorið 2013 og flestir bjuggust við að það væri tímapunktur fyrir hana að hætta. Hugsar um að vinna einn í viðbót „Það hefði verið voða gaman að enda sem tvöfaldur meistari en þegar þú ert orðinn eldri þá snýst þetta svo mikið um félagsskapinn og að hafa gaman af þessu,“ segir Birna og hungrið í næsta titil rekur hana líka áfram. „Ég get kannski gert aðeins betur og náð í eitthvað aðeins meira. Ég hugsa því meira um að taka einn í viðbót en eitthvað annað,“ segir Birna. Birna hefur breytt leikstíl sínum mikið eftir því sem árunum hefur fjölgað og er ekki eins leikmaður í dag og hún var fyrir tíu árum. „Það er tvennt ólíkt. Ég þarf ekkert að skora eða gera eitt- hvað svakalegt eins og ég gerði á mínum yngri árum. Nú er ég þarna að hjálpa þeim að spila vörnina, að taka fráköst og miðla reynslunni. Það er skemmtilegt hlutverk og ég er ánægð með það,“ segir Birna. Sigurður Ingimundarson tók aftur við Keflavíkurliðinu í sumar og fékk Birnu til að halda áfram. „Ég var að spá í að hætta af því að ég lenti í svo leiðinlegum meiðslum á síðasta tímabili,“ segir Birna. Sigurður var duglegur að hringja í hana og svo var hún bara komin á fullt. Birna lætur ekkert í ljós þótt að skrokkurinn kvarti. „Ég fel þetta. Ég bít á jaxlinn í leikjum og svo getur maður varla labbað þegar maður kemur heim. Það er þess virði þannig lagað séð,“ segir Birna en hún veit þó ekki hverjar afleið- ingarnar af þessu verða þegar hún eldist og er hætt í boltanum. Skagfirðingur í húð og hár „Það eru allir að segja við mig: Ertu ekki að fara hætta? Þú ert orðin svo gömul. Ég svara á móti að þetta snúist ekki um það,“ segir hún. Birna spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild með Tindastóli haust- ið 1992 en er hún ekki löngu orðin Keflvíkingur eftir átján ára tíma- bil þar? „Ég segi alltaf að ég sé Skagfirð- ingur í húð og hár en ég er með Keflavíkurhjarta,“ segir Birna að lokum. ooj@frettabladid.is Átján árum eldri en sú næstelsta Birna Valgarðsdóttir er nú bæði leikja- og stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar kvenna í körfubolta frá upphafi . Birna tók leikjametið af Hafdísi Helgadóttur á dögunum en Birna hafði áður náð stigametinu af Önnu Maríu Sveinsdóttur. Er á sínu 22. tímabili í efstu deild. ALLTAF JAFN GAMAN Birna Valgarðsdóttir og hin bandaríska Carmen Tyson- Thom- as fylgjast hér með ungu stelpunum í liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ENN Í TOPPFORMI Birna Valgarðsdóttir í leiknum á móti Val á miðvikudagskvöldið en það var hennar 364. leikur í efstu deild. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FLESTIR LEIKIR Í ÚRVALSDEILD KVENNA: Birna Valgarðsdóttir 364 Hafdís Helgadóttir 362 Þórunn Bjarnadóttir 351 Sigrún Skarphéðinsdóttir 332 Hildur Sigurðardóttir 330 Anna María Sveinsdóttir 324 Guðbjörg Norðfjörð 284 Alda Leif Jónsdóttir 275 Linda Stefánsdóttir 259 Kristrún Sigurjónsdóttir 247 Kristín Blöndal 243 Pálína Gunnlaugsdóttir 242 Birna Valgarðsdóttir 38 ÁRA GÖMUL 364 LEIKIR OG 5.207 STIG Í ÚRVALSDEILD Spilaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik 9. október 1992 en þá var enn 21 mánuður þar til að elsti íslenski leikmaður Keflavíkurliðsins í dag fæddist. Er að spila sitt sautjánda tímabil í röð og átjánda tímabil alls með Keflavík. Hefur spilað með fjórum félögum í efstu deild - Tindastól (28 leikir, 419 stig), Breiðabliki (18 leikir, 169 stig), Grindavík (15 leikir, 203 stig) og svo Keflavík (303 leikir, 4.416 stig). Hefur verið í sigurliði í 267 af 364 leikjum sínum í efstu deild. Hinir 11 íslensku leikmennirnir 17,8 ÁRA AÐ MEÐALTALI 639 LEIKIR OG 3.429 STIG Í ÚRVALSDEILD Sara Rún Hinriksdóttir (18 ára) 95 leikir/1252 Sandra Lind Þrastardóttir (18 ára) 94/355 stig Lovísa Falsdóttir (20 ára) 93/182 Hallveig Jónsdóttir (19 ára) 90/462 Bríet Sif Hinriksdóttir (18 ára) 72/244 Marín Laufey Davíðsdóttir (19 ára) 67/574 Ingunn Embla Kristínardóttir (19 ára) 38/292 Thelma Dís Ágústsdóttir (16 ára) 38/42 Elfa Falsdottir (16 ára) 27/2 Emelía Ósk Gunnarsdóttir (16 ára) 14/22 Irena Sól Jónsdóttir (17 ára) 11/2 BIRNA OG „BÖRNIN“ HENNAR Í KEFLAVÍKURLIÐINU GOLF Tveir íslenskir kylfingar verða meðal þátt- takenda á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi en það hefst á miðvikudag í næstu viku. Valdís Þóra Jónsdóttir tryggði í gær sinn þátt- tökurétt á lokamótinu með því að hafna í 8.-10. sæti á úrtökumóti í Marokkó en 42 efstu kylfingarnir kom- ust áfram. „Ég var ekki að spila vel í dag og gerði margt illa. En það var í raun engin pressa á mér þannig séð og því var það bara fínt að geta klárað þennan lélega hring,“ sagði Valdís Þóra í samtali við Fréttablaðið í gær. „Maður gat átt von á því að það kæmi einn léleg- ur hringur hjá mér.“ Valdís Þóra spilaði lokahring- inn á sjö höggum yfir pari en á fjórtán höggum yfir pari samtals. Hún lék því fyrstu þrjá keppnisdagana á samtals sjö höggum yfir pari. Valdís Þóra komst einnig á lokastig úrtökumóta- raðarinnar í fyrra en náði ekki að vinna sér þátt- tökurétt á sjálfri Evrópumótaröðinni. Hún segir mikilvægt að búa að þeirri reynslu. „Maður skalf á beinunum í fyrsta teig í fyrra en ég fann ekki fyrir neinu stressi í ár. Það getur hins vegar verið að maður verði aðeins á nálum í næstu viku en ekkert í líkingu við það sem maður upplifði í fyrra.“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeist- ari í golfi, var þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á lokamótinu og Valdís Þóra segir að það verði gott að hafa annan íslenskan kylfing með sér í mótinu. „Það hjálpar alltaf að hafa einhvern með sér sem maður þekkir en þar að auki ætlar Tinna Jóhanns- dóttir [fyrrum Íslandsmeistari] að fljúga út og vera kylfuberi fyrir mig. Það verður mjög gott að njóta hennar aðstoðar,“ segir hún. - esá Ekkert stress í þetta skiptið Valdís Þóra Jónsdóttir komst áfram á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina. VALDÍS ÞÓRA Mun freista þess annað árið í röð að vinna sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FA S TU S _E _5 5 .1 2 .1 4 Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00 Beittur í hnetusteikina Santouko stálhnífur Kr. 27.062,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.