Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 95

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 95
93 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Markmið kennaranáms: Starfshæfni og fagmennska Ragnhildur Bjarnadóttir Háskóla Íslands, Menntavísindasviði Ágrip: Í greininni er fjallað um notkun hæfnihugtaksins (e. competence) í tengslum við kennaramenntun síðastliðna hálfa öld. Megináhersla er lögð á að fjalla um tengsl hæfnihugtaksins við námshugtakið, umfjöllun um fagmennsku kennara og breytingar á kennarahlutverkinu. Hugtakið er nú ríkjandi í umfjöllun um námsmarkmið en skilgreiningar á því hafa breyst á undanförnum áratugum. Áður fyrr var hæfni notuð um frammistöðu og sýnilegan árangur þar sem verksvit og notagildi náms var í brennidepli. Í seinni tíð hefur hugtakið verið notað um afrakstur náms í breiðum skilningi og einnig hefur „starfshæfni kennara“ (e. teacher competence) verið tengd hugmyndum um fagmennsku kennara og um félagslega sýn á námshugtakið. Greininni er ætlað að vera innlegg í umræðu um það hvernig æskilegt sé að skilgreina þá starfshæfni sem stefnt skuli að í kennaranámi. Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008, 93–106 Hagnýt gildi: Grein þessari er ætlað að vera innlegg í umræðu um markmið kennaranáms og þá einkum um skilgreiningar á faglegri starfshæfni verðandi kennara. Hún hefur þannig hagnýtt gildi fyrir þá sem standa að skipulagi kennaranáms, bæði kennara og stjórnendur. Einnig má ætla að greinin nýtist kennaranemum og kennurum í framhaldsnámi, þar sem fjallað er um þróun hugmynda um inntak kennaranáms, námshugtakið og nýlegar hugmyndir um starfsmenntun þar sem leitast er við að tengja saman fræðilegt og hagnýtt nám. Í grein þessari er leitast við að varpa ljósi á notkun hæfnihugtaksins í tengslum við kennaramenntun1. Hugtakið hæfni (e. competence) hefur verið áberandi undanfarin ár í umfjöllun um námsmarkmið, m.a. í kennaranámi. Hugtakið á sér reyndar langa sögu í menntunarfræði en inntak þess hefur víkkað og skilgreiningar breyst á undanförnum áratugum. Starfshæfni kennara (e. teacher competence; d: lærerkompetence) hefur verið vinsælt umfjöllunarefni fræðimanna síðastliðin ár enda benda nýlegar rannsóknir til þess að þekking og hæfni kennara sé helsti áhrifaþáttur á árangur nemenda og þá umfram marga aðra áhrifaþætti, eins og félagslegar aðstæður, menningarlegan uppruna og bekkjarstærð (Darling-Hammond og Bransford, 2005; OECD, 2005). Markmið greinarinnar er að kanna þróun og inntak hæfnihugtaksins í tengslum við kennaramenntun undanfarin 50–60 ár. Stiklað verður á stóru í sögulegu yfirliti yfir notkun hæfnihugtaksins á þessu árabili og leitast við að varpa ljósi á tengsl hæfnihugtaksins við námshugtakið, umfjöllun um fagmennsku kennara og breyttar kröfur til kennara í nútímasamfélagi. Greininni er ætlað að vera framlag til umræðu um það hvernig beri að skilgreina þá starfshæfni sem æskilegt er að verðandi kennarar öðlist. 1 Grein þessi er að verulegu leyti samantekt á umfjöllun minni um hæfnihugtakið í fimm greinum um rannsóknir á kennaramenntun. Fjórar þeirra birtust á árunum 2004, 2005 (tvær greinar) og 2008 (sjá nánar í heimildaskrá). Ein þeirra mun birtast í tímaritinu Uppeldi og menntun haustið 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.