Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 73

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Blaðsíða 73
73 grunn að bókmenntum á þjóðtungunni en fyrsta heildarútgáfa Biblíunnar á slóvensku kom út árið 1584. Næstu 150 árin einkenndust af endurnýj- uðum kaþólskum áhrifum, efnahagslegri stöðnun og milliríkjadeilum. Það var ekki fyrr en á síðari hluta átjándu aldar, í valdatíð Maríu Theresu og sonar hennar Jóseps ii. Austurríkiskeisara, að jarðvegur skapaðist á ný fyrir þjóðlega vakningu í anda upplýsingar, með tilheyrandi söguritun, mál- fræðirannsóknum og þjóðsagnasöfnun. yfirráð Napóleons yfir svæðinu á árunum 1809 til 1813 skerptu enn frekar vitund heimamanna um eigin sér- stöðu. Það tímabil austurrískra yfirráða sem á eftir fylgdi er gjarnan kennt við rómantíska þjóðernishyggju en hún náði hámarki byltingarárið 1848. Veruleg ólga var í samfélaginu og í kjölfarið var bændaánauð og ritskoðun aflétt, farið var að birta lög ríkisins á slóvensku og slóvensku héruðin fengu eigin fána. Á þessum tíma voru einnig settar fram kröfur um að slóvenska yrði gerð að opinberu tungumáli og að komið yrði á fót háskóla í Ljúblíana. Síðast en ekki síst voru mótaðar hugmyndir um sameiginlega sjálfstjórn slóvensku héraðanna innan austurríska keisaradæmisins.9 Prešeren var af ýmsum ástæðum kjörinn táknmynd þessarar menningarpólitísku baráttu. Í kvæðum sínum hafði hann lagt áherslu á lykilhlutverk skálda og skáld- skapar við að vekja upp þjóðarandann og skapað Slóvenum goðsögulega fortíð með lýsingum sínum á hinu forna veldi Karantaníumanna, ekki síst í Skírninni í Savíku og „Sonnettusveig“.10 Það fór líka svo að skrif frjálslyndra menntamanna – „Ungra Slóvena“ eins og þeir voru nefndir – um skáldskap Prešerens og ný útgáfa á ljóðum hans árið 1866 tryggðu honum smám saman stöðu þjóðskáldsins. Líkt og Marijan Dovič hefur rakið má líta svo á að sú staða hafi verið innsigluð í septembermánuði árið 1905 þegar líkneski af skáldinu eftir ivan Zajec var afhjúpað í miðborg Ljúblíana að viðstöddu fjölmenni. Fyrir aftan Prešeren á stöplinum er fáklædd skáldagyðja sem heldur lárviðarlaufi fyrir ofan höfuð hans. En afhjúpun styttunnar var jafn- framt fyrsti stóri áfanginn í helgifestu Prešerens sem þjóðardýrlings; til marks um „það hjónaband bókmennta og þjóðernispólitíkur sem setti var- anlegt mark sitt á síðari hluta 19. aldarinnar“.11 9 Hér er meðal annars byggt á Janko Prunk, A brief history of Slovenia, Ljúblíana: Založba Grad, 2008, bls. 16–80. 10 Sjá Marko Juvan, „Transgressing the Romantic Legacy? ‘Krst pri Savici’ as a Key- text of Slovene Literature in Modernism and Postmodernism“, Postmodernism in Literature and Culture of Central and Eastern Europe, ritstj. Halina Janaszek-iv- anićková og Douwe Fokkema, Katowice: Śląsk, 1996, bls. 245–256. 11 Marijan Dović, „France Prešeren: A Conquest of the Slovene Parnassus“, bls. 97. MENNiNGARLEGiR ÞJÓÐARDÝRLiNGAR EVRÓPU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.