Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 3. APRlL 2008 Sport PV ÍÞRÓTTAMOLAR SIGURGÖNGU VALSSTÚLKNA LAUK KR lagöi Val 5-2 I úrslitum Lengjubik- ars kvenna í fyrradag. Úrslitin eru athyglisverö fyrir þær sakir að Valsstúlkur töpuöu ekki leik i deildarkeppninni ifyrra. Hrefna Huld Jóhannes- dóttir skoraði tvívegis fyrir KR stúlkuren Ólina Viðarsdóttir, Katrín Ómarsdótt- ir og Fjóla Dröfn Friðriksdóttir skoruöu eitt hver. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvivegis fyrir Val. Sigur KR-inga fellur í skuggan af slæmum meiðslum Guðbjargar Gunnarsdóttur landsliðs- markvarðar sem sleit hásin og mun ekki leika með Valsstúlkum á komandi leiktið í Landsbankadeild kvenna. ALFREÐ HÆTTIR MEÐ GRÓTTU Alfreð Örn Finnsson þjálfari kvenna- liðs Gróttu mun hætta þjálfun liðsins eftir komandi leiktimabil. Alfreð hefur verið valinn besti þjálfari kvennadeild- arinnar undanfarin tvö ár. Hann gaf frá sér yfirlýsingu á handbolta.is vegna málsins. Þarsegir meðal annars„Ég hefekki leynt þvi að veturinn hefur verið erfiður," segir Alfreð en liðið ætlaði sér betri árangur en raunin hefurorðið í vetur. Grótta er semstendurí fjóröa sæti N1 deildar kvenna. Einnig kemur fram á vefnum að Guðríði Guðjónsdóttur hafi verið boðið starfið á næsta ári en hún hafnaði þvi. FHfEFSTU DEILDÁNÝ FH-ingar leika (efstu deild á Islandsmótinu f handknattleik karla á næstu leiktið. Það varð Ijóst eftir sigur liðsins 37-23 sigur liösins á Haukum 2. Liðið er með átta stiga forskot á Vík- inga sem eru ( þriðja sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. En vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum eru FH-ingar þegar búnir að tryggja sér sæti IN-1 deildinni á komandi leiktlö. FSU IÚRVALSDEILDINA FSU tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni í körfuknattleik með 67-63 sigri sigri á Val i oddaleik liðanna. Staðan í unnuH einvfginu var 1-1 fyrir leikinn og sigurinn vannst eftir mikla spennu ílokin.Valsmenn j/r , j misnotuðu I vítaskot í mr stöðunni 64-61 / þegar 36 sekúndu lifðu leiks. FSU- v menn voru hins vegar heitir á vítalínunni og nýttu vítaskotin vel (lokin. FSU fylgir Breiðabliki upp i úrvalsdeildina.Sævar Sigmundsson og Mathew Hammer gerðu 19 stig. Stigahæstir hjá Val voru Robert Hodgon með 17 stig og Craig Walls gerði 10 stig. 1 V SPORT2 IDAG 15.40- CHELSEA - MIDDLESBROUGH 17.20- READING - BLACKBURN 19.00 - ENGLISH PREMIER LEAGUE 20.00 - PREMIER LEAGUE WORLD 20.30 PL CLASSIC MATCHES 21.00 PL CLASSIC MATCHES 22.30 442 23.50 COCACOLA MÖRKIN 21.30 - GOALS OF THE SEASON 00.20 - LIVERPOOL - EVERTON Oddaleikir átta liða úrslita Iceland Express-deildar karla fara fram annað kvöld. íslands- meistarar KR mæta ÍR á sínum heimavelli, DHL-höllinni, og í Röstinni í Borgarnesi tek- ur Grindavík á móti Skallagrími. Liðin sem tapa fara í sumarfrí með Njarðvík og Þór sem eru úr leik. _ TAP ER SAMA 0G SUMARFRI TOMAS ÞÖR ÞORÐARSON blodamadur skrifar: „Ef við mætum eins illa stemmdir til leiks og við gerðum í Borgamesi töp- um við. Það er ekkert flókið. Þótt við séum á okkar heimavelli verðum við að eiga toppleik svo gott lið er Skalla- grímur," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, ákveðinn þeg- ar DV spurði hann út í oddaleikinn gegn Skallagrími á morgun. Grindavíkurliðið fór nokkuð auð- veldlega með Skallagrím í fyrsta leiknum í Röstinni og bjuggust marg- ir við öruggum sigri þeirra í Fjósinu í leiktvö. „Ég get alveg viðurkennt það að ég hefði viljað sjá mannskapinn minn stemmdari en það vill stund- um gleymast hversu góðir Skallarn- ir em. Menn vom eitthvað að spyrja mig hvað hefði gerst efdr leikinn. Málið er að það þarf nú ekkert rosa- lega mikið að gerast svo maður tapi í Borgarnesi," sagði Friðrik hress í bragði. Grindavík vann fyrsta leikinn, 105- 95 en tap- aði þeim næsta, 96- 91.„Það er alltof mik- ið að fá á sig 95 og svo 96 stig. Við getum ekki alltaf treyst á að skora yfir 100 stig til að vinna leiki. Það verður eitthvað að gerast í vörninni líka. Ég hef samt trú á að við spilum betur á morgun. Við erum á heimavelli í húsinu sem strákarnir æfa í alla daga og með okkar stuðningsmenn til að hjálpa okkur," sagði Friðrik að lokum sem gemr valið úr sínu sterkasta liði en Helgi Jónas Guðfinnsson sem var veikur í síðasta leik verður með lið- inu á morgun. Ekki spilað svona vel lengi Þjálfari Skallagríms, Ameríkaninn Ken Webb, var kátur að vanda þeg- ar DV náði í skottið á honum í gær. „Við vorum komnir með bakið upp við vegg og þurftum virkilega á sigri að halda annars hefðum við farið í sumarfrí. Undir lokin á leiknum fór- um við að hitta úr mikilvægum skot- um sem gerði okkur kleift að næla í oddaleikinn," sagði Ken við DV um annan leik Skallagríms gegn Grinda- vík. „Það skilja allir mikilvægi leiks- ins á morgun því ef við töpum er tímabilið búið hjá okk- ur. Það er vonandi að við náum upp jafngóðum leik og síðast. Það var gott að spila vel því við höfðum ekki gert það í langan tíma. Eg er með alla menn svona þokka- lega heila og menn virðast stemmdir. Æfingin í gær var góð og nú tekur alvaran við í Grindavík í kvöld," bætti Ken við um leikinn gegn Grindavík í kvöld. Sigur það eina sem kemurtil greina Reykjavíkurliðin KR og ÍR mætast í oddaleik í DHL-höll- inni í kvöld. ÍR-ingar, líkt og í fyrra, unnu fyrsta leik liðanna í Vestur- bænum en töpuðu öðrum leikn- um í Seljaskóla. í þeim leik fékk Nate Brown, leikstjórnandi ÍR, tækifæri til að tryggja sigurinn með sniðskoti um leið og lokaflautið gall en brenndi af. KR vann svo leik- inn í framleng- ingu. „Ég var á bekknum þegar hann tók skot- ið. Það er mun erfiðara að vera á bekknum þeg- ar svona gerist og til- finningin var ekki góð en sem betur fer reddaðist þetta," sagði Brynjar Þór Björnsson, leik- maður KR, þegar DV truflaði hann við slökun í formi sjónvarpsgláps í gærdag. „Sigurinn sýndi að við erum með sterkan karakter því við vorum komnir vel undir í þriðja leikhlutan- um,“ bætti Brynjar við. Brynjar segir planið einfalt í kvöld. „Það er ósköp einfalt að sigur er það eina sem kemur til greina í kvöld. Ef við töpum þessu verður allt tímabilið einfaldlega vonbrigði. Við þurfum að vera heilsteyptari yfir allan leikinn og ekki lenda í því að vera undir allan leikinn eins og hef- ur verið. Það er samt alltaf þannig að þegar um odda- leik er að ræða þarf að hitta á toppleik til að vinna," sagði stórskyttan að lokum. ( Patrekur Jóhannesson veröur næsti þjálfari karlaliðs Stjörnunnar i handknattleik: Setjum okkur raunhæf markmið Patrekur Jóhannesson verður næsti þjálf- ari karlaliðs Stjörnunnar í handknattíeik. Patrekur samdi við Stjörnumenn til fjögurra ára þó samningurinn sé uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir tvö ár. Patrekur hefur verið Kristjáni Halldórssyni til aðstoðar í vetur og hlakkar til að takast á við nýja áskorun. „Ég er mjög sáttur og ég hef stefnt á þjálfun lengi. Ég er að klára íþróttafræði úr Háskólanum í Reykjavík og þetta passar mjög vel við þá menntun," segir Patrekur. Hann segist búast við því að nokkrar breyt- ingar verði á liðinu og að hann muni koma til með að reiða sig meira á unga leikmenn sem fyrir eru hjá félaginu. Patrekur segist ætla að reyna að setja sér hófleg markmið og ekki vera með yfirlýsing- ar í fjölmiðlum um markmið næsta árs. „Við ætlum að setja okkur raunhæf markmið fyrir næsta tímabil. í fyrsta lagi stefnum við að því að fá sem flesta upp úr öðrum og þriðja flokki og gera þá að fullgildum meistaraflokksleik- mönnum," segir Patrekur. Hann segir menn hafa verið heldur skammsýna undanfarin ár í Garðabænum og yfirleitt hafi verið tjaldað til eins árs í einu í stað þess að byggja upp. „Við förum ekki í grafgötur með það að árangurinn á árinu hefur ekki verið nægi- lega góður. Oft á tíðum hafa markmiðin verið óraunhæf. Ég tel mikilvægt hjá okkur að vera auðmjúkir og horfa til framtíðar, tala minna en vinna meira," segir Patrekur en fyrir tíma- bilið setti liðið sér þau markmið að vinna deildina. Stjarnan er nú í fimmta sæti Nl- deildarinnar. „Næstu ár munum við reyna að setja okk- ur markmið eftir leikmannahópnum og mik- ilvægt er að gera sér grein fyrir eigin styrk," segir Patrekur. vidar&dv.is Patrekur þjálfar Stjörnuna Patrekur Jóhannesson verður næsti þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handknattleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.