Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 19
DV Umræða ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚN( 2008 19 ---------------------- MYNDIN Færðist úr stað Listaverkið Atlantis hefur nú verið í Reykjavfkurtjörn í tvær vikur og heillar enn gesti og gangandi. Verkið er eftirTea Makipaa og Halldór Úlfarsson og er hluti af Listahátíð. Húsið hefur þó verið fært úr stað og liggur nú við Ráðhúsið en ekki við brúna á Skothúsvegi eins og það var upphaflega. DV-mynd Asgeir lOSREQ LAN pouct' 1 Lögreglukonan Linda Björk T Ólafsdóttir fær plúsinn. Hún bjargaði lifi manns í Grindavík sem hafði sofnað út frá matseld og braust Linda i gegnum reykhaf til að bjarga honum. SPURNINGIN ERSIGURINN SÆTUR? „Sigurinn verður varla sætari. Maður getur hreinlega ekki beðið eftir því að komast til Peking," segir varnarjaxlinn og landsliðsmaðurinnVignir Svavarsson eftir stórkostlegan sigur (slendinga á Svíþjóð I handbolta. Landsliðið mun því fara til Peking og keppa á Ólympíuleikunum. Góðmennska okkar Ekki nægir til árangurs að maður ákveði sjálfur hvað sé öðrum fyrir bestu heldur þurfa væntanlegir þigg- jendur að vera honum sammála. Þar hefst vandamálið. Enda er misjafnt hvað fólki finnst í þannig málum, hvað þá þjóðum með ólíkar tung- ur, siði og trúarbrögð. Stundum er því erlend aðstoð eins og þegar full- orðnir gefa börnum gjafir. í staðinn fyrir gleði yfir gjafmildinni fara börn- in í fylu og hinir fullorðnu líta á hana sem vanþakklæti. Þeir gerðu sér ekki ljóst að val þeirra fór eftir eigin hug- myndum og með gjöfunum glöddu þeir fremur sig en börnin. Útkoman var þess vegna lítið annað en leiðindi. Um daginn barst frétt um íslenska góðvild: nokkrum einstæðum palest- ínskum mæðrum af Gasa hafði verið boðið að setjast hér að í kyrrðinni. Til frekari árangurs áttu þær að búa úti á landi. En með þessu móti hafa þær einungis farið úr einni einangrun í aðra, jafnvel meiri en þeirri sem fyrir var. Hér er töluð önnur tunga og trú- arbrögð og siðir gerólíkir. Þetta sýn- ir að stjórnvöld hér skilja með sam- úðinni vanda Palestínumanna en hafa ekki mannlega þekkingu á veru- leika og vandamálum þeirra og Gyð- inga. Kannski er það þægilegast fyrst hnútur þjóðanna er óleysanlegur. Sú sem býr á Gasa getur aldrei snúið aft- ur til heimalandsins, því Palestína er ekki lengur til. Núna heitir landið fs- rael. Gyðingar geta ekki heldur unað í friði í „sínu" landi vegna ógna frá þeim sem áttu það áður og ættu það enn með löglegum hætti gætu þeir sýnt það skjalfest. Þótt gögnin séu til í höndum réttra eigenda eru þau orðin ar og ætdand í huganum. Petta geta þeir varla skilið og ekki heldur hvers vegna þeir voru reknir saklausir burt vegna þess að þjóðir Evrópu höfðu brotið gegn Gyðingum með ofsókn- um og fundið þá lausn að láta pal- estínsku þjóðina gjalda fyrir afbrot- in. Hvar harmleikur Gyðinga hefst er jafn erfitt að ákveða og hvar evrópsk andúð á Aröbum og trú þeirra fær fyrst á sig hatursfuKa mynd, en með þetta í huga hrýs manni hugur við að hugsa um einsemd þeirra kvenna og bama sem íslensk góðvild vill sýna gustuk með því að ákveða upp á eig- in spýtur að hún sé ffiðsamleg lausn. Fyrir hvem? Samvisku einhvers sem fór til ísraels og Gasa og fékk að heim- sókn lokinni ranghugmyndir í ráðu- neyti? Sú sem býr á Gasa get- ur aldrei snúið aftur til heimalandsins, því Palestína er ekki lengurtil. gagnslaus, þau vísa til lands og jarða sem hafa breytt um nafn og finnast því hvergi á kortinu. ísraelsk stjórn- völd vom úrræðagóð, þau nefndu strax sveitir, bæi og þorp nýjum nöfri- um og skipulögðu og mældu land- ið með öðmm hætti en áður. Fyrir bragðið em rétt palestínsk gögn engin sönnunargögn og palestínskir bænd- ur, nú flóttamenn, eiga bara jarðir sín- Sandkassinn ÉG ÁSAMT fimm þúsund öðrum konum kíkti á Sex and the City um helgina. Ákvað að bíða ffarn á sunnu- dagskvöld til þess að sjá myndina. His- terían í kringum myndina yrði þá að sjálfsögðuyfirstaðin. Vá, hvað ég hafði rangt fyrir mér. ÞARNA var hálf Reylqavík mætt á svæðið. Konur á öllum aldri hlupu eins og þær ættu lífið að ieysa upp að miðasölunni. Aldrei áðurhef ég séð jafn margar konur á einum stað. Þetta minnti einna helst á risaútsölu í Bandaríkjunum þar sem konumar gefast ekki upp fyrr en þær fá sitt. Ég kom upp að miðasölunni og við mér blasti miði sem stóð á með stórum stöðum „Uppselt" ÞVÍLlK VONBRIGÐI. Égog vinkona mína ákváðum að gefast ekki upp, heldur brunuðum í Háskólabíó. Þarvaralveg jafn mikið af fólki. Éghljóp inn og spurði uppgefin hvort það væru enn til miðar. „Já," sagði strákurinn í miðasölunni. Ég splæsti í tvo miða, hljóp sfðan út úr bíóinu til að gefa vinkonu minni tvo þumla upp. Hún lagði bílnum og ég keypti popp. SALURINN var troðfullur. Það eru mörg ár síðan að ég hef séð öll sætin í salnum upptekin. Það voru kannski sjö karl- menn í salnum. Það fór lítið fyrir þeim. Þegar myndin byrjaði skildi ég ekld af hverjuégheyrði svona lítið, en skvaldrið í öllum konunum var það hátt að THX-kerfið hreinlega stóðst því ekki snúning. Þessari bíóferð verður seint gleymt. Við (allar stelpurnar í salnum) hlógum og grétum allar á sama tíma. Það var meira að segja klappað á viss- um tímapunkti. Ég vissi bara ekki að það gerðist í bíóhúsum. Þetta var estrógenbomba af bestu gerð. hvað er að frétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.