Feykir


Feykir - 16.04.1986, Blaðsíða 10

Feykir - 16.04.1986, Blaðsíða 10
10 FEYKIR 8/1986 umsjón: Þórhallur Ásmundsson Tindastóll upp í fyrstu deild Það fór aldrei svo að strákarnir skiluðu sér ekki upp í fyrstu deild fyrir rest. Síðustu leikir úrslitakeppni annarrar deildar Islandsmótsins í körfu- knattleik fóru fram um næst síðustu helgi. í úrslitaleiknum í Borgarnesi gegn Skallagrími var hver taug spennt til hins ítrasta hjá Tindastólsmönnum, nú var að duga eða drepast. Og þegar mest á reyndi sprakk liðið gjörsamlega út eins og rós. Drengirnir léku eins og englar allan leikinn og áhorfendur gátu ekki stillt sig um að klappa þeim lof í lófa, þó þeir væru flestir á bandi heimamanna. Dómarar leiksins létu líka þau orð falla eftir leikinn, að þeir hefðu ekki séð jafn léttleikandi og skemmtilegt lið í vetur eins og Tindastólsliðið þetta kvöld. Tindastóll sigraði í leiknum 95-63, eftir að hafa haft yfir 45-38 í hálfleik og náðu Borgnesingar aldrei að ógna forystu þeirra. Þeir Kári Marís- son þjálfari liðsins og Eiríkur Sverrisson skorðuðu mest fyrir Stólana rúm 20 stig, Eyjólfur aðeins minna og þeir Birgir Rafns, Halli Leifs og Kalli Jóns 12 stig. Allir leikmenn liðsins stóðu sig mjög vel. Eftir leikinn í Borgarnesi héldu nokkrir leikmanna heim, þar sem síðasti leikur keppninnar gegn HSK á Selfossi skipti engu máli. Sá leikur hefur sjálfsagt ekki verið tekinn nógu alvarlega og tapaðist 50-51. En hvað um það Tindastóll er kominn upp í fyrstu deild og verður gaman að fylgjast með liðinu næsta vetur. Af þessu tilefni sneri tíðinda- maður Feykis sér til Þorgeirs Inga Njálssonar formanns körfu- knattleiksdeildar Tindastóls (en að sögn kunnugra hefur hans atorka vegið þungt á metunum í sambandi við velgengni liðsins). Þorgeir er ættaður frá Stykkis- hólmi en réðst að loknu lögfræðinámi til starfa sem fulltrúi sýslumanns og bæjar- fógeta á Sauðárkróki síðast liðið vor. Hann hafði frá fyrri tíð æft körfubolta í Stykkishólmi og síðan í Reykjavík. „Viðamikið starf íþrótta- félaganna hvílir því miður í flestum tilvikum á herðum alltof fárra manna. Tindastóll er engin undantekning, þar vantar fólk til starfa. Ég hef talsvert unnið að þessum málum á undan- förnum árum og haft á þeim áhuga. Var formaður knatt- spymudeildar Snæfells í Stykkis- hólmi á menntaskólaárunum og síðan gjaldkeri knattspymudeildar FH og stjórnarmaður í hand- knattleiksdeild sama félags þegar ég stundaði lögfræði- námið. Þegar ég síðan vildi leggja hönd á ' plóginn í kraftmiklu starfi Tindastóls var mér að sjálfsögðu vel tekið, eins og öllum sem þessum málum vilja leggja lið og það varð úr að ég tók að mér formennsku í körfuknattleiksdeildinni” sagði Þorgeir um aðdragandann að afskiptum hans af körfuknatt- leik hér á Sauðárkróki. Hann sagði ennfremur: „Fljót- lega eftir að við hófum æfingar gerði ég mér vonir um sigur í 2. deild og þær vonir glæddust alltaf eftir því sem leið á veturinn. Við vorum á sigur- braut, leikmenn tóku miklum framförum, nýir leikmenn bættust í hópinn og nýja íþróttahúsið var tekið í notkun. Við bættist að æfingasókn var góð og síðast en ekki síst höfðum við frábæran þjálfara, Kára Marísson, sem með mikilli röggsemi hélt mannskapnum við efnið. Það var alltaf eitthvaðjákvætt að ske og menn gerðu sér grein fyrir því að loksins væri grundvöllur fyrir því að Tinda- stóll keppti af alvöru að 1. deildarsæti og sá draumur rættist. Sigurinn var að mínu mati aldrei í verulegri hættu. Ég er bjartsýnn á framtíðina. Það er trú mín að liðið komi til með að halda sæti sínu í 1. deild. Þorgeir I. Njálsson Liðið er mjög ungt og við eigum marga efnilega einstaklinga í yngri ílokkunum. T.d. varð 3. fl. í 2. sæti Islandsmótsins nú í vetur sem er fráþær árangur, árangur sem lofar góðu um framhaldið. * * Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi fyrir gamla bæinn á Sauðárkróki og breytingar á aðalskipulagi Sauðárkróks. Samkvæmt 17. gr. laga nr. 19/1964 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi fyrir gamla bæinn á Sauðárkróki. Tillagan nær yfir svæði frá Gránuklauf að norðan suður að Knarrastíg, Skólastíg og Faxatorgi. Að austan afmarkast svæðið af sjó og af Nöfum að vestan. Samkvæmt tillögunni verða eftirtaldar breytingar á aðalskipulagi Sauðárkróks 1982-2002: • Tenging Aðalgötu við Strandveg flyst frá svæði gegnt Gömlu bryggju norður að Klakstöð. • Kambastíg (Kristjánsklauf) verður lokað fyrirakstri milli Skógargötu og Kaupvangstorgs. ;• • Lindargötu verður lokað fyrir akstri við Kaupvangstorg. • Bjarkargötu (Freyjugötu) verður lokað fyrir akstri austan við Aðalgötu nr. 18. • Ný gata, Lindarbrekka, verður lögð frá norðurenda Skógargötu norður á Lindargötu á móts við nýja tengingu Aðalgötu og Stfandvegar. • Aðalgata verður vistgata. • Iðnaðarsvæði milli Freyjugötu og Strandvegar verður íbúðarsvæði. Uppdrættir, ásamt greinargerð, verða til sýnis á bæjarskrifstofu Sauðárkróks við Faxatorg frá 23. apríl n.k. til 4. júní n.k. á venjulegum opnunartíma. Hlutaðeigandi ber að skila athugasemdum sínum til bæjarstjóraeigi síðaren 18. júní n.k. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. 4. apríl 1986 Skipulagsstjóri ríkisins Bæjarstjórinn á Sauðárkróki Þórður Þórðarson ípróttir Þrír r Islandsmeistarar Það er vonum seinna að geta frábærs árangurs skagfirskra ungmenna á Meistaramóti íslands innanhúss í flokki 12 ára og yngri 1.-2. mars sl. Krakkarnir stóðu sig frábærlega vel og unnu m.a. þrjá Islandsmeistaratitla. Atli Guðmundsson Fram sigraði í 50 m hlaupi á 7,0 sek. og í langstökki stökk 4,56 m. Sigurlaug Gunnarsdóttir T. sigraði í hástökki stökk 1,40 og varð önnur í langstökki stökk 4,23 m. Þá varð Sæmundur Sæmundsson Gl. þriðji í há- stökki. í flokki 13-14 ára hafnaði Sveinn A. Sæmundsson Gl. í fjórða sæti í langstökki. r Iþróttamaður Skagaflarðar Á ársþingi UMSS í lok síðasta mánaðar var ungur sprett- hlaupari úr Tindastól, Friðrik Steinsson útnefndur íþróttamaður Skagafiarðar 1985. Friðrik náði mjög góðum árangri á síðasta ári, nú síðast á meistaramóti Islands innanhúss í sínum aldursflokki. Glæsilegur sigur Krakkar úr Norðurlandskjör-. dæmi vestra sigruðu í skólamóti FRÍ, sem haldið var um fyrri helgi. Þetta er í annað sinn sem þátttakendur hér úr kjördæminu vinna þessa árlegu keppni. Er það stór glæsilegt ef miðað er við títtnefnt íbúahlutfall. Þátttakendur í mótinu eru 14 ára og yngri í tveimur aldurs- hópum. Kléppnisstaðir eru í Laugardalshöll og Baldurshaga. Alls eru 8 fulltrúar frá hverju kjördæmi og keppir hver þeirra í tveimur greinum auk boðhlaups, en greinarnar til samans eru 17. Fræðslustofnanir í kjördæm- unum sjá um val keppenda og styðja þá til fararinnar. Fyrir hönd Éræðsluskrifstofunnar á Blönduósi valdi Þorsteinn Sigurðs- son form. Iþróttanefndar USAH keppendur úr kjördæminu og var hann og fararstjóri. (mó) Ný fiugvél á Krókinn. Sjö einstaklingar á Sauðárkróki tóku sig fyrir nokkru saman ásamt Flugfélagi Sauðárkróks og keyptu 2ja sæta fiugvél af gerðinni Cessna 150. í stuttu spjalli við Stefán Kvertsson einn eigendanna, kom m.a. fram að fiestir þeirra félaga eru algjörir byrjendur í fiugi. Þeir hyggjast nú bæta úr þessu og setjast á skólabekk undir leiðsögn Finns Þórs Friðrikssonar fiugkennara. /j„;\ Hinar frábæru Canon reiknivélar fást hjá okkur Gott verð Viö erum óútreiknanlegir í samningum IMOIQéW- SÆMUNDARGÖTU 1 - 550 SAUÐÁRKRÓKI N.NR. 9343-3947 - SÍMI 95-5051

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.