Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 7

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 7
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir „Kalda stríóið“ í þýðingum á íslensk-kanadískum bókmenntum 1923-1994 Sérstæð vandamál geta komið upp í þýðingum á skáldverkum þeirra höfunda í Vesturheimi sem eru af íslensku bergi brotnir en skrifa verk sín á ensku. Þetta á sér í lagi við um verk þar sem höfundur dregur upp mynd af íslenskri arfleifð sinni eða íslandi. Þýðing þess- ara verka er augljóslega frábrugðin öðrum þýðingum yfir á íslensku, því þó svo frumtextinn sé á framandi tungumáli, sem tekur mið af menningarlegu umhverfi enskumælandi lesendahóps, þá fjallar hann um íslenska landshætti, hefðir, menningarsamfélag, sögu, og skýtur jafnvel inn íslenskum orðum og setningum. En ákveðins framandleika getur gætt í framsetningu kanadískra höfunda svo sem Lauru Goodman Salverson, W. D. Valgardson og David Arnason, og íslendingsins Kristjönu Gunnars sem hefur búið erlendis mestöll sín fullorðinsár og á sinn rithöfundarferil í Kanada. Ekki er um að ræða mörg verk þar sem á þetta reynir og fordæmin sem þýðandi getur leitað til eru fá því þar til nýlega hefur ekki gætt mikils áhuga á að íslenska þau. í stað þess að sniðganga skáldverk sem einkennast af sérkennilegu samblandi kunnugleika og framandleika er rétt að íhuga þann sér- stæða vanda sem kemur upp í íslenskun þeirra. „Leiðrétting" á frá- vikum frá íslenskum hefðum eða „staðreyndum“ er viðkvæm og vandasöm og getur reynst menningarpólitískt eða bókmenntalega óréttlætanleg. íslenska arfleifðin getur virst framandi af mismunandi ástæðum: sumt hefur skekkst og molast og þarfnast lagfæringar, sumt hefur fengið nýja ásjónu og sjálfstætt líf í nýju umhverfi, en sumt virðist framandi af því höfundurinn skoðar hlutina frá nýjum sjónar- hóli og tekur sér skáldaleyfi sem víkur frá rótbundinni íslenskri hefð. Helsti vandinn er í raun menningarpólitískur: eru íslenskir les- endur reiðubúnir til að mæta framandlegri ásýnd íslenskrar menn- ingararfleifðar í Vesturheimi með umburðarlyndi og skilningi?1 Ekki virðist svo vera ef á það er litið að engar skáldsagna Lauru hafa ver- ið gefnar út á íslensku þrátt fyrir að full sjötíu ár séu nú liðin frá því að hún lét verulega að sér kveða í kanadískum bókmenntum með 1 í greininni „On Translatability: Variables of Interpretation" segir Wolfgang Iser að hugmyndin um þýðanleika (translatability) gefi til kynna viðleitni til að yf- irfæra framandleika frumtextans, jafnvel þótt hefðir heimamáls og -menningar riðlist eitthvað. Hann segir hugmyndir um þýðanleika stangast á við ríkjandi hefð í þýðingum, þar sem veldisskipun (hierarchy) er látin ráða; öllu sem ekki fellur í mót heimamenningar og -máls er hafnað, en þá um leið kemur ríkjandi menningarpólitík heimalandsins berlega í ljós. Sjá The European English Messenger 4.1: 30-38. á óffiœýúiá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.