Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 96

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 96
94 Þjóðmál HAUST 2011 Brotin egg í eggjaköku Stalíns Jim Powell: Brotin egg, Arnar Matthíasson og Guðrún Vilmundardóttir þýddu, Neon- Bjartur, Reykjavík 2011, 334 bls . Eftir Björn Bjarnason Fyrir nokkru sendi bókaútgáfan Bjartur frá sér skáldsöguna Brotin egg eftir Jim Powell í bókaklúbbinum Neon . Þetta er fyrsta bók Powells . Weidenfeld & Nicolson í Bretlandi gáfu hana út á árinu 2010 og síðan Penguin í Bandaríkjunum . Hún kom út sem kilja í Bretl andi hjá Phoenix í mars 2011 . Í sama mánuði valdi The Culture Show á BBC 2 Pow ell einn af 12 bestu, nýju skáld sagna höfundunum . Arn ar Matthías son og Guðrún Vil mund ardóttir þýddu bók ina á íslensku . Jim Powell er 62 ára, fæddist árið 1949 í London . Hann hlaut menntun í sagnfræði við háskólann í Cambridge . Starfaði við auglýsingagerð að námi loknu en sneri sér síðan að keramik-vinnslu sem reyndist ekki arðbær . Úr því að hann gat ekki haft framfæri sitt af því að selja keramik sneri hann sér að viðskiptaráðgjöf og hóf að rita The Breaking of Eggs — Brotin egg — fyrstu skáldsöguna sem birtist eftir hann . Powell lét í mörg ár að sér kveða í stjórnmálum og lagði Íhaldsflokknum lið . Á kápu bókarinnar segir: „Byltingar- sinninn Felix Zhukovski býr í Frakklandi og hefur helgað líf sitt kommúnismanum og ritun ferðahandbóka um Austantjalds- löndin . Áratugum saman hafa sáralitlar breytingar orðið á lífi hans . En þá hrynur múrinn og af stað fer atburðarás sem á eftir að kollvarpa lífi hans .“ Powell leiðir lesandann með Zhukovski í gegnum líf hans og segir um leið sögu Evrópu frá síðari heimsstyrjöld fram til okkar daga . Hann bregður ljósi á átök austurs og vesturs frá sjónarhóli Parísarbúa sem leit á sig sem vinstrisinna en ekki komm únista eftir að hafa gengið erinda þeirra sem unnu að því að innleiða komm únism ann í Evrópu og trúðu því allt þar til Berlínarmúr inn féll 9 . nóvember 1989 að þeir mundu hafa betur, bæði við stjórn efnahagsmála og í baráttu hugmyndanna . Þeir sem muna þessa sögu og kynntust átökum á tíma kaldastríðsins af eigin raun hitta gamla kunningja og áróðurstuggur í frásögn Powells . Hann hefur auga fyrir þeim fordómum sem settu svip á viðhorf andstæðinga hinna frjálsu og opnu þjóð- félaga og bregður einnig ljósi á hve erfitt er fyrir þá að sætta sig við að hafa orðið undir í átökum stjórn- og þjóðfélagskerfanna . Söguhetjan er maður sem telur að hann hafi á hógværan hátt boðið annan valkost með því að útskýra Austur-Evrópu fyrir vestrinu . „Ég hef reynt að hreinsa burt lygar og misskilning . Ég hef hvatt fólk Bókadómar _____________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.