Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 34

Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 34
 Þjóðmál SUmAR 2014 33 Það var trú manna, þegar sjónvarpið kom fyrst fram, að útvarp myndi fljót- lega heyra sögunni til . En önnur er raunin . Útvarpið heldur fyllilega stöðu sinni og vandfundinn er sá sem ekki á sér einhvern uppáhaldsútvarpsþátt í öllu því litrófi tals og tóna sem finna má á öldum ljósvakans . Til að tryggja stöðu sína og salt í grautinn þurfa útvarpsmenn þó að halda vel á spöð unum, sérstaklega þeir sem stjórna spjallþátt um . Þeir þurfa að fá til sín viðmælendur sem eru óragir að lýsa skoðun á því sem efst er á baugi hverju sinni . Stjórnmálamenn eru vinsælir viðmælendur og ekki þykir verra ef hægt er að etja þeim saman við pólitískan andstæðing . En það á enginn sigur vísan í pólitískri umræðu og jafnvel kemur fyrir að báðir viðmælendur haltra af sviðinu, sárir og illa til reika . Ein slík viðureign fór fram á vordögum, í morgunútvarpi Bylgjunnar, þar sem tókust á alþingismennirnir Ög- mund ur Jónasson og Brynjar Níelsson . Um ræðu efnið var frumvarp á Íraksþingi sem lögleiðir barnaníð og nauðganir ef sam þykkt verður . Frumvarpið gerir ráð fyrir lækk un hjónabandsaldurs stúlkubarna úr 18 árum niður í 9 ár . Skal brúðguminn þó ekki vera undir 15 ára aldri . Ástæða breyt- ingarinnar er að stjórnvöldum þykir það stríða gegn ströngum sharialögum að nýta ekki stúlkukindurnar betur . Vildi þáttar- stjórnandinn, Heimir Karlsson, fá að heyra sjónarmið viðmælenda sinna og benti hann á að sér þætti viðspyrnan á Vesturlöndum gagnvart slíkum málum vera veik — eins og menn veigruðu sér við að gagnrýna allt það sem viðkemur íslamstrú . Áður en Heimir bar upp spurninguna hafði Ögmundur látið gamminn geysa um ferðalag sitt til Kúrdistan og leyndi sér ekki að hann hafði orðið fyrir opinberun í því mikla landi jafnréttis . Þar sem deilan um Krím var í algleymingi hafði hann líka látið orð falla um vestræna hags munavinda sem blása um Úkraínu og sérstaklega Krímskagann og minnti á átökin í Líbýu, Afganistan og Írak svo ekki færi milli mála hverjir gætu sleppt að setja upp geislabauginn . Hernaðarveldi Ragnhildur Kolka Tvískinnungur og undan bragðahefð riddara rétt læt is ins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.