Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 34

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 34
32 FELAGSBREF Þá var dyrunum hrundið upp og einsetumaðurinn gekk inn ásamt birtunni að utan. — Sonur minn. Þú hefur farið rangt að. Geislinn er leiðin til birt- unnar. Það á að leita liennar. En þú lézt þér nægja geislann. Hann lirökk við þar sem hann lá á jakkanum sínum. Reis upp við dogg en sá ekkert nema spor í gulum sandinum. Sín eigin spor. GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR jrá OddsstöSum STÖKUR Þar sem dundi foss við flúð, fögrum bundin sýnum mér ég undi, og að var lilúð æskustundum mínum. Þrengjast leiðir, lokast sund, lýkur skeiði björtu, sortnar beiðið, sölnar lund. Svona deyðast hjörtu.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.