Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 37

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 37
LÁRUS SIGURBJÖRNSSON ÞJÓÐLEIKHCS 1 DEIGLU i. Þjóðleikhúsið hefur starfað í nær 10 ár. Prentaðar skýrslur um fyrri helming þessa tímabils, 5 fyrstu árin, sýna að rekstrarhallinn lief- ur orðið 8 milljónir og 350 þúsund krónur. Þessum halla er mætt með hluta Þjóðleikhússins af skemmtanaskatti og með beinu framlagi ríkissjóðs. Sagan er þó ekki nema hálf, því að Þjóðleikhúsið nýtur þeirrar sérstöðu, að það þarf ekki að krefja áhorfendur sína um skatt ofan á aðgöngumiðaverðið. Það leggur því að sínu leyti ekkert til þeirra menningarmála annarra, sem skemmtanaskatturinn stendur undir, m. a. til félagsheimila í sveitum. Á liinn bóginn er ekki haldin leiksýning í félagsheimilunum eða í kaupstöðum landsins, sem ákvæði skemmtanaskattsins taka til, að ekki renni nokkur skerfur frá áhorf- endum þar til þess að standa undir hallarekstri Þjóðleikhússins. Ef gengið er út frá niðurstöðutölum fyrstu fimm áranna, er sennilega ekki fjarri lagi að áætla, að kostnaður vegna reksturs Þjóðleikhússins hafi til þessa farið um 20 milljónir fram yfir beinar tekjur. Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa, voru miklar vonir tengdar við það. Leiklistin hér í bæ hafði búið við þröngan kost. Allt fyrir það höfðu ágætir leikarar, karlar og konur, komið fram á leiksviðinu úr flokki þess áhugafólks, sem með starfi sínu fyrir Leikfélag Reykja- víkur lagði grundvöllinn að Þjóðleikhúsinu. Með bættum aðbúnaði var þess vænzt, að nýir leikendur myndu taka hinum eldri frarn og það var líka búizt við því, að leikritunin rnyndi færast í aukana við fjárhagslega bætt skilyrði. II. lyrir nokkrum árum var stofnað til verðlatma fyrir bezta leik árs- ms. Leikdómendur bæjarins felldu úrskurðinn og verðlaunagripurinn var silfurlampi hverju sinni. Fyrsta úthlutun lampans var atliyglis-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.